Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2021, Page 42

Bjarmi - 01.10.2021, Page 42
42 | bjarmi | október 2021 ie telst mótaður af keltneskri hefð eða ekki þá verður gildi hans til kristilegrar uppbyggingar varla dregið í efa. Samtökin The Northumbria Community, frá níunda áratug síðustu aldar, eru nokkuð hliðstæð þeim sem Simpson stofnaði og byggja einnig mikið á dreifðu fólki með tengslanet sín á milli. Þau gefa út trúarstyrkjandi efni, m.a. vandaðar bækur með bænum og margvíslegum formum fyrir helgistundir. Margar bækur hafa einnig verið skrifaðar um það hvernig leita megi hugmynda eða fyrirmynda í gamlar keltneskar hefðir til að endurnýja kirkjulíf í okkar samtíð. Nefna má bækur eins og: Celtic Christianity – deep roots for a modern faith e. Ray Simpson, Colonies of Heaven e. Ian Bradley (höfund bókarinnar The Celtic Way) og A Celtic Model of Ministry e. Jerry C. Doherty. Martin Robinson hefur einnig kristni nútímans í huga í bók sinni: Rediscovering the Celts: The True Witness from Western Shores. Sveigjanleikinn til að mæta breytilegum aðstæðum er meðal þess sem talið er eftirbreytnivert úr gömlum keltneskum hefðum. Einnig er bent á samhengi menningar og trúarhefða og tengslin við átthaga og náttúrulegt umhverfi. SAMANTEKT Á 20. öld vaknaði áhugi, ekki síst á Bretlandseyjum, fyrir því að sækja í keltneska arfleifð til endurnýjunar kristins trúarlífs. Þessu má ekki rugla saman við sumt í alþýðlegum áhuga á keltneskum trúarháttum sem heyrst hefur af frá því á sjöunda áratug þeirrar aldar og var stundum tengt svokallaðri nýaldarhreyfingu. Fólk hefur átt til að ganga lengra í að túlka sérstöðu arfleifðarinnar en fræðimenn telja réttlætanlegt, jafnvel sagt hafa lesið eigin óskir inn í heimildir. Margt í gömlum kristnum keltneskum hefðum reynist hins vegar lífseigara en stundum hefur verið talið. Endalok keltnesku klaustrahefðarinnar, sem var grunnur svo margs í trúarháttunum, raskaðist ekki á sjöundu öld heldur var við lýði fram á 12. öld á Írlandi. Spennandi er hvernig einstaklingar og kirkjulegar hreyfingar sækja á okkar dögum hugmyndir og innblástur til þessara hefða og sagan er áhugaverð m.a. í ljósi kristni fyrstu aldirnar á Íslandi. Rétt eins og skilin á milli „lærðra og leikra“ voru óljós í keltnesku hefðinni verður svipað sagt um skilin á milli himins og jarðar. Tilveran var umvafin návist Guðs og engla hans og dýrlinga sem leita mátti verndar hjá gegn óblíðum náttúruöflum og hvers kyns óláni eða illum öflum. Hér er dæmi úr keltneskri arfleifð bæna (bænaversa) sem vitnar um hvernig hversdagslífið var falið vernd og blessun Guðs: Blessa, ó, Guð, litlu kúna mína, blessa, ó, Guð, löngun mína. Blessaðu samskiptin við fólk mitt og mjaltir handa minna, ó, Guð. HELSTU HEIMILDIR Bók Philip Sheldrake, Living Between Worlds: Place and journey in Celtic spirituality, Cowley Publications, 1995, er veigamikil heimild og til hennar eru beinar tilvitnanir sóttar. Gerald Bray, The History of Christianity in Britain and Ireland, Inter­Varsity Press, Lundúnum, 2021. Bernadette Flanagan, Embracing Solitude – Women and New Monasticism, Cascade Books, Eugene, Oregon, 2014. Magnús Jónsson, Saga kristinnar kirkju, Reykjavík, 1946. Barry W. O´Dwyer, The Conspiracy of Mellifont, 1216­1231, Dublin Historical Association, 1970. Thomas O´Loughlin, „Celtic Spiritu­ ality“ í The New SCM Dictionary of Christian Spirituality, SCM Press, Lundúnum, 2005. Sami, „Muirchú´s Theology of Conversion in his Vita Patricii“ í Celts and Christians, ritstj. Mark Atherton. University of Wales Press, Cardiff, 2002. Ray Simpson, Celtic Christianity – deep roots for a modern faith, 2016. Simon Webb, In Search of the Northern Saints, Durham, 2011. Kevin Whelan, Religion, Landscape and Settlement in Ireland, Four Court Press, Dyflinni, 2018. https://en.wikipedia.org/wiki/Early_ Irish_law. Sótt 13/7 ´20. Enn fremur eftir greinarhöfund: „Um nýja klausturlífishreyfingu“, Bjarmi, 2. tbl. 2014 og „Á slóðum helgra manna í Norðymbralandi“, Bjarmi, 1. tbl. 2017. Ítarlegri heimildaskrá birtist væntanlega með lengri grein í sérriti Kirkjuritsins (á netinu) helguðu minningu sr. Egils Hallgrímssonar.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.