Bjarmi - 01.10.2021, Side 44
44 | bjarmi | október 2021
Ný og glæsileg
starfsstöð
Hjálpræðishersins
RAGNAR GUNNARSSON
Ný starfsstöð Hjálpræðishersins, nýr Her
kastali, sem tekinn var í notkun í fyrravetur
var loks vígður í ágústlok, en vígslan
hafði tafist vegna samkomutakmarkana.
Gamli Herkastalinn sem að miklu leyti var
gistiheimili fyrir utan samkomusalinn var
seldur fyrir nokkrum árum.
Nýja húsið stendur við Suðurlands
braut og er vel í sveit sett, stutt frá biðstöð
Strætó við Miklubraut og eins stendur til
að Borgarlínan verði með biðstöð nánast
beint framan við húsið. Arkitektar voru
þau HansOlav Andersen og Sigríður
Magnúsdóttir. Hugsunin með útlitinu er
annars vegar vísun í burstabæinn og hins
vegar fjöllin að baki margra bæja og um
leið vísun í Sálm 121. Þótti þeim þetta
verðug tenging við íslenskt samfélag eftir
125 ára starf Hersins hér á landi. Herinn
er hluti af íslensku samfélagi og veruleika
en jafnframt alheimshreyfing og með
tengingu inn í himininn, Guðs ríki.
Í nýju starfsstöðinni eru margir salir og
vistarverur sem nýtast vel fyrir fjölbreytt
starf Hersins. Við aðalinnganginn er
mötuneyti en opinn matsalur til hægri,
til vinstri er annar vænn salur sem
upphaflega var hugsaður fyrir verslunina
Hertex, nytjamarkað Hersins, en hann
verður áfram við Vínlandsleið og salurinn
nýttur í annað starf. Samkomusalur er
innar í húsinu sem og minni herbergi. Þar
er aðstaða fyrir barna og unglingastarf,
aðstoð við heimanám sem og
kennslustofa fyrir kvennastarfið, smáhópa
og starf meðal eldri borgara. Einu sinni í
viku fer gönguhópur frá húsinu og gengið
um Laugardalinn en að því loknu er
bænastund.
Ókeypis máltíðir eru í boði í hádeginu
fyrir þurfandi og fær Herinn ótal gjafir frá
fyrirtækjum til að nota í eldamennskunni.
Í anddyrinu eru handgerðar vörur frá
Pakistan, Eþíópíu, Keníu og víðar, í anda
sanngjarna viðskipta.
Samkomusalurinn er með fullkomnu
hljóðkerfi og hægt að skipta honum í