Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 45

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 45
bjarmi | október 2021 | 45 tvo hluta. Hljóðeinangrun er með besta móti og eftirsóknarverð aðstaða fyrir tónlistarfólk enda hljóðvist með því besta sem gerist. Góður skjávarpi og stórt tjald er í aðalsalnum og fleiri skjáir í húsinu. Á efri hæð hússins eru skrifstofur starfsfólks en auga leið gefur að stóran hluta starfstímans er fólkið annars staðar í húsinu að sinna margvíslegum verkefnum. Lóðaúthlutun til Hersins var í fréttum á sínum tíma þar sem Herinn þurfti að borga fyrir lóðina en önnur trúfélög sem fengu lóðir á svipuðum tíma fengu þær ókeypis. Talað var um að það hefði verið til að jafna aðstöðu þeirra fimm trúfélaga sem um var að ræða. Þar á meðal voru múslímar sem fengu lóð við hlið Hersins. Afstaða Hersins var að nota hvorki tíma né peninga í málaferli. Þau báðu um að fá þetta eftir öðrum leiðum og svo kom að þau fengu endurgreiddan virðisaukaskatt upp á svipaða upphæð. Þar fyrir utan leigði Reykjavíkurborg aðstöðu fyrir starfsemi Fossvogsskóla um tíma í haust. Bjarmi samfagnar Hernum með góða aðstöðu með bæn um blessun Drottins.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.