Bjarmi - 01.10.2021, Síða 47
bjarmi | október 2021 | 47
BARNAEFNI
Til að ná til barna í Pakistan var ákveðið að
leggja áherslu á söng og tónlist. Ákveðið var
að framleiða efni með hressum krökkum
sem syngja kristilega söngva sem meðal
annars kenna þeim um Biblíuna og efla og
styrkja trú þeirra. Hugsunin var að börnin
gætu horft á efnið heima t.d. á Youtube.
Þannig næði fjölskyldan öll að fylgjast
með. Þegar farið var að leita fundust ekki
margir kristilegir barnasöngvar á urdu og
almennt þá áratuga gamlir. Það þurfti því
að yrkja nýja söngva. Í samstarfi við IFRA,
kristilega hljómsveit með mikla reynslu, voru
ortir nokkrir nýir söngvar. „Við vonum að
þessir söngvar verði skemmtilegir og virki
börnin svo þau vaxi í Jesú“ sagði John,
sönglagahöfundur og tónlistarmaður.
Í framhaldinu voru gerð myndbönd
með teiknimyndum í skærum litum sem
sýndu viðeigandi hreyfingar við söngvana.
Þrátt fyrir takmörkuð fjárráð tókst verkefnið
vel og því er trúað að þessir söngvar verði
til blessunar. Einn söngurinn fjallar um
erfiðleika sem geta virst vera sem fjöllin
há, og ótti fyllir hjarta og huga minn, „en
í öllum mætti mínum og allri minni sál get
ég unnið þrekvirki með Jesú.“
AFGANISTAN
Landamæri Pakistan í norðri liggja að
Afganistan þar sem umfangsmiklar
breytingar hafa orðið með yfirtöku talíbana.
Það sem gerist í Afganistan hefur sín áhrif
í Pakistan líka. Viðbrögðin eru þó afar
misjöfn:
Sumir gleðjast yfir sjálfstæði Afganistans
sem sé nú laust við íhlutun erlendra aðila.
Margir vona að talíbanar muni stjórna
landinu af meiri mildi en áður var og að
afstaðan til kvenna hafi breyst.
Allir vona að komist verið hjá því að
flóttamannakreppan endurtaki sig en þá
voru á tímabili fjórar milljónir Afgana sem
lifðu og störfuðu innan Pakistans.
Ríkisstjórn Pakistans hefur tekið sér
tíma til að skoða framvindu mála og taka
afstöðu, ekki síst þegar í ljós kemur hverjir
verða í raun stjórnarhættir nýrra valdhafa í
Pakistan.
Andrew Heart hvetur fólk til að biðja
og sérstaklega fyrir yfirvöldum í þessum
tveimur löndum, Pakistan og Afganistan,
í takt við hvatninguna í 1. Tímóteusarbréfi
2.2: „Biðjið fyrir konungum og öllum þeim
sem hátt eru settir til þess að við fáum
lifað friðsamlegu og rólegu lífi í guðsótta
og siðprýði.“
Á tímum umbyltinga leitar fólk svara
og Pak7 heldur áfram að miðla kærleika
Guðs í Pakistan á félagsmiðlum og víðar.
Í lok hvers mánaðar kemur í ljós að búið
er að horfa á myndbönd Pak7 yfir milljón
sinnum og hundruð hafa haft samband
þar sem hjálpar er leitað. „Það eru
forréttindi að fá að biðja með þeim og tala
við þau sem hafa samband um kærleika
Guðs.“
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
PAKISTAN
Pakistan er 796.095 ferkílómetrar að
stærð. Íbúar landsins voru í júlí í fyrra
taldir vera 233,5 milljónir og fólksfjölgun
2% á ári. Stærsta þjóðarbrotið eru Punjabi
sem eru tæp 45% þjóðarinnar. 48% íbúa
landsins tala punjabi, 12% sindhi, 10%
saraiki (náskylt punjabi) og 8% tala pashto
og 8% urdu.
Af íbúunum teljast 96,4% til múslíma
(súnní múslímar ráðandi), sem þýðir að
aðrir (þar á meðal kristnir og hindúar)
eru 3,6%. Þær tölur eru áætlaðar og frá
2010. Læsi er um 60% og hátt í 40% íbúa
landsins búa í stórborgum.
(Heimildir: Fréttabréf Pak7, www.
pak.org og The World Factbook, www.
cia.gov/the-world_factbook/)