Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Qupperneq 4

Skessuhorn - 22.06.2022, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Menning og stanslaust stuð Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með hvernig mannlíf og menning hverskonar hefur lifnað við á síðustu vikum. Eftir nær tveggja ára höml­ ur og samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldurs er þjóðin nú að ærast í menningunni líkt og kýr sem hleypt er út að vori. Tónleikar, sýningar og hverskyns viðburðir eru í gangi. Þetta gerist svo á sama tíma og bæjarhátíð­ ir og fastir liðir í dagskrá árstímans fara í hönd. Á liðnum árum skipta þær fermingar­ og brúðkaupsveislur þúsundum sem slá þurfti á frest. Nýlega heyrði ég í föður í síma, sem þá var staddur erlendis í fermingarferð sem syni hans hafði verið gefin, fyrir 27 mánuð­ um síðan, en ekki hefði verið hægt að fara í fyrr vegna ferðatakmarkanna. Strákurinn var orðinn sautján ára. Ég spurði pabbann hvort ekki hefði komið til greina að hinkra aðeins lengur, ef vera kynni að sonurinn ætti kærustu, og slá þá kannski saman brúðkaupsferð og skírn fyrsta barnsins. Þrír fyrir einn! En, þetta er náttúrulega ekkert grín. Hvorki fyrir þá sem í hlut eiga né gestina sem nú verða að mæta í allar veislurnar. Nýlega heyrði ég af fólki sem boðið var í eina veislu í sumar þar sem fagna á í einni atrennu fermingu yngsta barnsins, tugafmæli annars barns og útskrift móðurinnar úr fram­ haldsnámi. Það kallar maður nú ráðdeild í heimilisrekstri. Fyrir gestgjafana er það ein veisla og fyrir gestina er það sömuleiðis ein veisla, en þrjár gjafir! Ég vek athygli þeirra sem hyggjast skipuleggja slík fjölnota hátíðarhöld að senda tilkynningu eða boð út snemma, þannig að hægt sé að hefja tíman­ lega reglubundinn sparnað fyrir gjöfum. Þessi dæmi sanna að þjóðin er orðin veisluþyrst í meira lagi og ekkert sem bendir til annars en það muni taka marga mánuði að vinda ofan af tveggja ára uppsafnaðri veislu­ og samkomuþörf. Framundan er því tími flókinnar skipulagningar og hagræðingar á því sem venjulega flokkast und­ ir frítíma en nú mætti kalla lögbundna fjölskyldu­ og vina ræktarsemi. Ekki vill maður móðga mann né annan. Ekki frekar en kona ein sem tjáði mér í síðustu viku að allar helgar sumarsins væru hún að lágmarki bókuð í eina brúðkaups,­ skírnar,­ fermingar­ eða afmælisveislu, nemendahitting eða ættarmót. Stundum væru þetta tvær veislur sömu helgina og jafnvel að þær sköruðust. Svo ef viðkomandi væri sem dæmi Skagamaður, ættaður úr Dölunum, og hefði áhuga á hestum og harmónikkutónlist, þá væri ástandið bókstaflega skelfilegt. Þannig hagar nefnilega til að Landsmót hestmanna verður á Hellu, Írskir dagar á Akranesi, Heim í Búðardal og Landsmót harmonikkuunnenda í Stykkishólmi, allt sömu helgina. Ef brúðkaupsveisla sonarins væri svo kannski haldin á Blönduósi þessa sömu helgi, samhliða skírn tveggja ára sonardótturinnar, þá sér hver heilvita maður að lausnin er hvergi nærri í sjónmáli. Þá fyrst mun reyna á samlyndi hjóna sem standa frammi fyrir því að velja – og hafna. Fyrir mig sem er svona miðlungs félagsfælinn að upplagi, bæði hjartveik­ ur og með sykursýki, er framundan afar erfitt sumar. Nú þarf stórar ákvarð­ anir að taka. Þegar á hólminn er komið er nefnilega meira en að segja það að verða að neita sér um væna sneið af brauðtertu eða vel kremaða og hnausþykka hnallþóru. Spurningin er því sú að velja að einangra sig í nokkrar vikur frá umheiminum, slökkva á símanum og opna aldrei tölvu­ póstinn. Láta bara fyrir berast á svæði sem laust er við slík gæði í fjarskipt­ um. Vissulega koma ákveðin svæði í Dölunum sterkt til greina, eða jafnvel Hítardalur. Bara hver sá staður sem laus er við fjarskiptageisla Mammons og frænda hans. Já, góðir lesendur; veislu­ og menningarsumarið 2022 er gengið í garð. Ég er ekki í vafa að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi ef vilji er til að blanda geði við aðra. Góða skemmtun! Magnús Magnússon Það eru ýmis kvikindin sem geta þjarmað að birkiskógum landsins sem og berjalyngi. Fiðrildategund­ in birkifeti er eitt þeirra. Þekkt er að birkifeti getur lagst á bláberja­ lyng og hefur hann á undanförnum árum gert heilmikinn usla í lyngi vöxnum brekkum einkum á norð­ vestan­ og vestanverðu landinu. Birkikjarr í Borgarfirði og í Dölum hefur t.a.m. stundum iðað af flögr­ andi birkifetum en flugtími þeirra er einkum í júlí. Fyrst lifna lirfurn­ ar við og vaxa upp fram eftir sumri. Meðfylgjandi mynd af bústinni lirfu birkifeta var tekin í kjarri­ vöxnu landi í uppsveitum Borgar­ fjarðar 11. júní síðastliðinn. Milt veður í vor hefur að líkindum ver­ ið hagfellt þessari lirfu sem verð­ ur síðar í sumar að flögrandi og sí étandi fiðrildi. Í frétt Skessuhorns í ágúst 2008 sagði frá að bláberjalyngsbrekkur í Dölum, á Snæfellsnesi og stað­ bundið á Vestfjörðum hafi orðið brúnar yfirlitum og þar af leið­ andi berjalausar. Þetta gerðist eftir að græni frumuvefur laufblaðanna hafði verið uppétinn og einung­ is visinn og orpinn æðavefurinn stóð eftir á lyngsprotunum. Þetta endurtók sig á sömu slóðum árið 2009 og nú í sumar gæti sagan allt eins endurtekið sig. mm/ Ljósm. gó Umferðaþjónusta Vegagerðarinnar gaf fyrir helgi út nýtt hálendiskort sem gildir frá 16. júní. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar frá síðustu útgáfu. Meðal annars er Arnarvatnsheiði (578) nú opnuð fyrir 4x4 umferð að sunnanverðu upp að Norðlingafljóti sem og að norðanverðu upp að Arnarvatni stóra. Ennþá er því akstursbann á vegkaflanum milli Arnarvatns stóra og brúarinnar yfir Norðlingafljót. Þessi lokun og aðrar lokanir má sjá auðkenndar með svörtu á kortinu. mm Á þjóðhátíðardaginn 17. júní bauð úkraínskt flóttafólk, sem nú er búsett á Akranesi, gestum og gang­ andi að koma við í gamla Lands­ bankahúsinu við Akratorg. Hópur­ inn vildi með þessu sýna þakklæti fyrir móttökurnar sem fólkið hefur fengið. Boðið var upp á úkraínska tónlist og smárétti. Andrea Vigfúsdóttir er verk­ efnastjóri við komu flóttafólks til Akraness. Hún segir í samtali við Skessuhorn að nú séu 23 einstak­ lingar komnir frá Úkraínu og deilist fólkið niður á níu heimili í bæjar­ félaginu. Fyrsta fólkið kom 29. apríl og síðustu tvær fjölskyldurn­ ar síðastliðinn miðvikudag. Akra­ neskaupstaður auglýsti í vor eft­ ir íbúðum fyrir flóttafólk til leigu. Fyrirkomulagið er þannig að góð­ gerðarsamtök leigja íbúðirnar og síðan gera þau leigusamninga við flóttafólkið. Andrea segist búast við að margir muni ílengjast á Akranesi og séu þegar komnir með vinnu. Aðrir séu þó harðákveðnir í að snúa aftur til heimalands síns þegar stríð­ inu lýkur og þangað verður óhætt að fara. „Fimm eða sex eru nú þegar komin í vinnu og börn hafa sótt skóla eða komin í dagvistun. Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Fólkið frá Úkraínu er jákvætt með veruna hér á Akranesi og vildi með þessari móttöku á föstudaginn sýna þak­ klæti sitt og buðu Akurnesingum til móttöku í Landsbankahúsinu,“ sagði Andrea. mm Úkraínufólk á Akranesi bauð til móttöku á þjóðhátíðardaginn Hópur Úkraínufólks stóð fyrir móttöku á 17. júní í Landsbankahúsinu við Akratorg. Nýtt hálendiskort komið út hjá Vegagerðinni Milt vor gæti orðið hagfellt átvaglinu birkifeta

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.