Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Page 6

Skessuhorn - 22.06.2022, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 20226 Dregur úr atvinnuleysi LANDIÐ: Skráð atvinnuleysi mældist 3,9% á landinu í maí og dróst saman um 0,6 prósentu­ stig milli mánaða. Þetta kem­ ur fram í nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi dragist áfram saman í júní og verði á bilinu 3,5­3,8%. Atvinnuleysi dróst saman í öllum landshlut­ um en þó mest á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Mest er atvinnuleysi á Suðurnesjum 6,6% en minnst á Norðurlandi vestra, 1,2%. Hér á Vestur­ landi er atvinnuleysi 1,4% í röðum karla og 2,5% hjá kon­ um. Atvinnuleysi náði hámarki í janúar í fyrra þegar það mæld­ ist 11,6% en því til viðbótar voru 1,2% í skertu starfshlut­ falli á hlutabótaleið stjórnvalda, tímabundnu úrræði sem kom­ ið var á í kórónuveirufaraldrin­ um. Síðan þá hefur nær samfellt dregið úr atvinnuleysi. -mm Handsama ketti á Hvanneyri BORGARFJ: Gæludýraeftirliti Borgarbyggðar hafa borist til­ kynningar og ábendingar um ágang villtra eða hálfvilltra katta á Hvanneyri, en frá þessu segir í frétt á heimasíðu Borgar­ byggðar. Hvanneyri er innan friðlandsins í Andakíl þar sem í stjórnunar­ og verndaráætlun koma fram þau tilmæli til íbúa á verndarsvæðinu að halda kött­ um sínum innandyra yfir varp­ tímann, frá 20. apríl til 20. júlí ár hvert til verndar fuglalífi. Til að bregðast við þessum tilkynn­ ingum er áætlað að setja út búr á Hvanneyri á næstu dögum til að fanga villta og hálfvillta ketti. Þeim tilmælum er því beint til íbúa að halda heimilisköttum innandyra á næstunni. Þá er minnt á að skylt er að einstak­ lingsmerkja hunda og ketti og sækja um leyfi til sveitarfélags­ ins til að halda hunda og ketti í þéttbýli. -vaks Ungviður plantar í Brynjudal HVALFJ: Skógræktarfélag­ ið Ungviður hóf gróðursetn­ ingu á nýjum skógræktarreit sínum í Brynjudal í Hvalfirði í maí. Í sumar mun félagið efna til opinna gróðursetningardaga helgarnar 18.–19. júní, 16.–17. júlí og 20.–21. ágúst og býður alla áhugasama hjartanlega vel­ komna. Gróðursettar verða um tíu þúsund plöntur. Ungvið­ ur er skógræktarfélag sem vill auka þátttöku ungs fólks við að græða landið. Nánari upp­ lýsingar má finna á fésbókar­ síðu félagsins. Þess má geta að nokkrir af meðlimum félagsins eru skógfræðinemar við Land­ búnaðarháskólann á Hvanneyri. -mm Fjöldi skemmti- ferðaskipa bókuð GRUNDARFJ: Í Grundar­ fjarðarhöfn í sumar eru bók­ aðar 43 komur skemmtiferða­ skipa með um 50 þúsund far­ þega. Hægt er að sjá inn á veg Grundarfjarðarhafnar grund­ port.is hvaða dag og klukkan hvað skipin koma í höfn. Til að mynda má sjá að tvö skip eiga eftir að kíkja í heimsókn í júní. Mánudaginn 27. júní verður skemmtiferðaskipið Spirit Of Discovery við ankeri frá klukk­ an 8 til 17 og daginn eftir skip­ ið Le Bellot frá klukkan 12 til 18.30 en það skip kemur nán­ ast alla þriðjudaga í sumar. Á næsta ári er þegar búið að bóka 54 skip í Grundarfjarðarhöfn. -vaks Nýtt fasteigna- mat aðgengilegt LANDIÐ: Eigendur fasteigna geta nú nálgast tilkynningar­ seðil um mat á eignum sín­ um í pósthólfinu á www.island. is. Fasteignir eru endurmetn­ ar árlega út frá nýjustu mats­ forsendum og byggir matið meðal annars á upplýsing­ um úr þinglýstum kaupsamn­ ingum auk fjölmargra annarra þátta sem hafa áhrif á verð­ mæti fasteigna. Nýja fasteigna­ matið miðast við verðlag fast­ eigna í febrúar 2022. Það tek­ ur gildi 31. desember 2022 og gildir fyrir árið 2023. Frestur til að gera athugasemdir við nýtt fasteignamat er til 30. desem­ ber 2022, segir í tilkynningu frá Þjóðskrá. -mm Niðurstöður umhverfis­ vöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundaratanga árið 2021 voru kynntar á opnum fundi Umhverfisstofnunar á þriðjudag í liðinni viku. Umhverfisvöktun svæð­ isins fer fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætl­ un sem gerð er samkvæmt starfsleyfum fyrirtækjanna á svæðinu og samþykkt er af Umhverfisstofnun. Þau fyrirtæki sem taka þátt í umhverfisvöktuninni eru Elkem Ísland, Norðurál Grundartanga og Alur Álvinnsla. Niðurstöður fyrir flúor og brennistein voru óvenju háar árið 2021 sem talið er tengjast staðsetn­ ingu mælistöðva, veðurfari og áhrif­ um frá eldgosinu í Geldingadölum. Niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga árið 2021 fyrir ferskvatn, gras, sjó og lífríki sjávar leiða í ljós að öll við­ miðunarmörk eru uppfyllt, sem sett eru í reglugerðum. Líkt og fyrri ár var sýnum fyrir flúormælingar safnað á síur á Kríu­ vörðu og Gröf II, auk þess sem mælingar voru gerðar á Hálsnesi, en þar er mælt þriðja hvert ár. Mæl­ ingar á styrk flúors í andrúmslofti á Kríuvörðu rúmlega tvöfaldaðist á milli ára og var umfram þau við­ miðunarmörk sem skilgreind eru í starfsleyfi Norðuráls. Styrkurinn er innan skilgreindra heilsuverndar­ marka. Á Gröf II og Hálsnesi var meðal­ styrkur loftkennds flúors og heildarflúors í samræmi við mæl­ ingar fyrri ára og langt innan við­ miðunarmarka, auk þess sem aðr­ ar loftgæðamælingar í andrúms­ lofti uppfylla öll viðmiðunarmörk í reglugerðum. Styrkur flúors á Kríuvörðu mæld­ ist hæstur í júni, júlí, ágúst og sept­ ember en í þessum mánuðum ríktu þó nokkra daga suðvestanáttir í óvenjulega marga daga sem höfðu mikil áhrif á niðurstöðurnar á Kríu­ vörðu. Styrkurinn mældist hæstur 30. ágúst í suðvestan stinningsgolu. Til að bregðast við háum mæl­ ingum við Kríuvörðu var settur upp auka mæli­ búnaður á Kríu­ vörðu til sam­ anburðar, til að tryggja áreiðan­ leika eldri bún­ aðar. Niðurstöð­ ur úr þeim mæl­ ingum eru vænt­ anlegar. Norðurál óskaði jafnframt eftir að tekin yrðu auka barrsýni og vatnssýni þegar fyrstu niðurstöður lágu fyrir. Niður­ stöður úr þeim sýnum voru allar innan marka. Hjá Norðuráli eru símælingar í rjáfri og í háfum á styrk flúor­ íðs og mældist árleg losun flú­ ors árið 2021 svipuð og undan­ farin ár. Ekki er hægt að tengja háar mælingar við Kríuvörðu við truflanir eða frávik í rekstri. Búið er að framkvæma saman­ burðarmælingar á losunarmæl­ um fyrirtækisins og reyndust þeir áreiðanlegir. Niðurstöður los­ unarmælinga Norðuráls eru ekki í samræmi við frávik í í mælingu flúros á Kríuvörðu og eru allar innan starfsleyfismarka. Skýrslur um niðurstöður vökt­ unarinnar er að finna á vefsíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is. -fréttatilkynning Miðvikudaginn 15. júní var kún­ um á Eiði í Grundarfirði hleypt út í fyrsta sinn í sumar og var mik­ ill hamagangur í öskjunni. Kýrn­ ar slettu ærlega úr klaufunum og hristu sig vel og innilega áður en þær fóru að róast aðeins og smakka á safaríku grænu grasinu sem nóg er af. tfk Slett úr klaufunum Kynntu niðurstöður umhverfis- vöktunar á Grundartanga Hvalfjörður. Ljósm. Jón Helgason

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.