Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 20228 Vestfjarðavík- ingurinn STYKKISH: Aflraunakeppni milli sterkustu manna lands­ ins, Vestfjarðavíkingurinn, fer fram í Stykkishólmi dag­ ana 1. og 3. júlí nk. Tvær síð­ ustu keppnisgreinarnar og verðlaunaafhending fara fram í Stykkishólmi sunnudaginn 3. júlí. Sjöunda grein móts­ ins hefst kl. 14.00 þennan dag og sú áttunda kl. 15.00. Að því loknu fer fram verðlauna­ afhending. Búast má við að fjölmenni verði í Stykkishólmi þessa helgi. Auk aflrauna­ keppninnar er von á nokkur hundruð gestum í Hólminn á landsmót harmónikkuunn­ enda. -mm Leigjendur í alþjóðasamtök LANDIÐ: Á fundi stjórnar Alþjóðasamtaka leigjenda sem nýverið var haldinn í Helsinki í Finnlandi var umsókn Sam­ taka leigjenda á Íslandi að samtökunum samþykkt. Íslensku leigjendasamtökin tengjast þar með öflugu neti sterkra leigjendasamtaka víða um lönd. „Ég trúi að þetta hafi verið heillaskref,“ segir Guð­ mundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. „Það er mikilvægt fyr­ ir ung og enn ómótuð samtök að geta sótt í reynslu þeirra sem eru komin lengra. Innan þessara samtaka eru félög sem hafa með baráttu sinni náð að umbylta húsnæðismarkaðnum í sínum löndum. Við munum sækja í reynslu þessa fólks. Í þessu hópi var öllum ljóst að frumforsenda bættrar stöðu leigjenda er öflug leigjenda­ samtök,“ sagði Guðmund­ ur. „Félögum okkar fannst við hafa náð miklum árangri á skömmum tíma en voru líka meðvituð um að það er langur vegur framundan og einhverj­ ar brekkur. Sumt af þessu fólki kemur á norrænt þing leigj­ enda sem við stöndum fyrir í Reykjavík í haust og þar verð­ ur sérstaklega rætt um barátt­ una á Íslandi.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 10. – 17. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 3.012 kg. Mestur afli: Arnar ÁR: 2.189 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi: 4 bátar. Heildarlöndun: 4.478 kg. Mestur afli: Húnaröst RE: 2.138 kg í tveimur róðrum. Grundarfjörður: 22 bátar. Heildarlöndun: 211.008 kg. Mestur afli: Bylgja VE: 47.694 kg í einum róðri. Ólafsvík: 40 bátar. Heildarlöndun: 132.426 kg. Mestur afli: Gunnar Bjarna­ son SH: 37.439 kg í tveimur löndunum. Rif: 26 bátar. Heildarlöndun: 75.436 kg. Mestur afli: Rifsari SH: 27.096 kg í tveimur róðrum. Stykkishólmur: 33 bátar. Heildarlöndun: 93.800 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 10.196 kg í fjórum löndunum. 1. Bylgja VE – GRU: 47.694 kg. 17. júní. 2. Runólfur SH – GRU: 47.226 kg. 13. júní. 3. Hringur SH – GRU: 45.314 kg. 15. júní. 4. Björgvin EA – GRU: 37.105 kg. 16. júní. 5. Saxhamar SH– RIF: 26.122 kg. 14. júní. Laugardaginn 11. júní síðast­ liðinn hélt nýkjörin hreppsnefnd Skorradalshrepps sinn fyrsta fund eftir sveitarstjórnarkosningar. Pétur Davíðsson starfsaldursodd­ viti boðaði til fundarins sem fram fór á Hvanneyri. Fundinn sátu auk Péturs þau Jón Eiríkur Einarsson, Guðný Elíasdóttir, Óli Rúnar Ást­ þórsson og Kristín Jónsdóttir. Kosning oddvita til eins árs fór fram á fundinum og fór kosningin þannig að Jón fékk þrjú atkvæði og þeir Óli Rúnar og Pétur eitt atkvæði hvor. Jón Eiríkur var því réttkjör­ inn oddviti til eins árs og þakkaði Jón fyrir kjörið og óskaði eftir góðu samstarfi við nefndarmenn. Guðný Elíasdóttir var síðan kosin varaodd­ viti til eins árs en hún fékk fjögur atkvæði gegn einu atkvæði Péturs. Síðan var kosið í undirnefndir og aðrar nefndir en þær má sjá á heimasíðunni skorradalur.is. vaks Fyrsti fundur hreppsnefndar Eyja­ og Miklaholtshrepps eftir sveitar­ stjórnarkosningar var haldinn fimmtudaginn 2. júní síðastliðinn. Þröstur Aðalbjarnarson boðaði til fundarins vegna þess að hann er með lengstu setu í sveitarstjórn að baki af nýkjörnum sveitastjórnar­ mönnum. Fram kemur í fundar­ gerð að loknum kosningum hafi kjörstjórn borist bréf frá Valgarð S. Halldórssyni þar sem hann til­ kynnti að hann hefði flutt lögheim­ ilið úr sveitarfélaginu og þar með misst kjörgengi til sveitarstjórnar. Einnig barst bréf frá Gísla Guð­ mundssyni þar sem hann baðst undan sæti í sveitarstjórn vegna aldurs. Í þeirra stað koma Þröstur Aðalbjarnarson og Sonja Karen Marinósdóttir og færast varamenn þá upp um sæti miðað við þá röðun sem þeir voru kjörnir til. Í kosningu til oddvita fékk Sigurbjörg Ottes­ en flest atkvæði og varaoddviti var kosin Herdís Þórðardóttir. vaks Jón Eiríkur oddviti ásamt konu sinni Fjólu Benediktsdóttur. Hér á ferðalagi norðan heiða. Ljósm. af FB. Jón Eiríkur kjörinn oddviti Skorradalshrepps Sigurbjörg Ottesen oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps. Ljósm. Gunnhildur Lind. Sigurbjörg kosin nýr oddviti Að morgni þjóðhátíðardagsins var stutt athöfn í Reykholtskirkju. Þá færðu fulltrúar Hvammssókn­ ar í Norðurárdal Reykholtskirkju að gjöf nýjan kistuvagn. Um er að ræða vagn sem hægt er að draga sundur, og leggja saman, og er ætl­ aður til flutnings á líkkistum og á honum standa kisturnar við útfar­ ir. Vagninn er á hjólum og klædd­ ur smekklegu efni. Vagn sem þessi hefur ekki áður verið til í Reykholti en mun nú nýtast vel. Það voru hjónin Elvar Óla­ son og Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku sem afhentu gjöfina fyr­ ir hönd Hvammssóknar. Þórhildur sagði við þetta tilefni að hún sem starfsmaður við útfararþjónustu hafi skynjað þörfina. Hvamms­ sókn hafi verið aflögufær og viljað leggja sitt til Reykholtskirkju, það­ an sem vaxandi fjöldi útfara í héraði fer nú fram. Við gjöfinni tóku þau Þorvaldur Jónsson sóknarnefndar­ formaður og séra Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur. Þor­ valdur þakkaði af heilum hug þenn­ an rausnarskap nágrannanna. Við messu skömmu síðar sagði sr. Hild­ ur Björk frá gjöfinni og að gripur þessi yrði notaður við jarðarfarir eftirleiðis og muni auðvelda fólki að kveðja sína nánustu: „Það eru svona gjafir sem einstakt samfélag gefur, samfélag eins og Hvamms­ sókn sem skynjar þörfina og bregst við henni af kærleika. En það er fátt jafn sterkt í íslensku samfélagi og þörfin til að kveðja fallega. Við vilj­ um koma saman, sjá og hitta hvert annað, hlusta og skynja einlægn­ ina í sorginni og við viljum deila máltíð og faðma og hugga. Þannig er íslensk jarðarför og þannig er íslenskt samfélag. Oftar eru stólp­ ar þess minnst sýnilegir,“ sagði séra Hildur Björk. mm Hér standa þau við nýja kistuvagninn. F.v. Elvar Ólason og Þórhildur Þorsteinsdóttir fulltrúar Hvammssóknar, Þorvaldur Jónsson sóknarnefndarformaður og sr. Hildur Björk Hörpudóttir. Hvammssókn færði Reykholtskirkju kistuvagn að gjöf

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.