Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 22.06.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 202212 17. júní hér og þar á Vesturlandi Að þessu sinni voru hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum. Undanfarin fjölmörg ár hafa hátíðarhöldin verið í Bjarkalundi en nú eru þar vinnubúðir verktakafyrirtækisins Suðurverks næstu tvö árin og hótelið lokað. Fram kemur á heimasíðu Reykhólahrepps að það hafi rignt nokkuð og komið niður á aðsókninni, en fólkið sem kom skemmt sér hið besta. Unga kynslóðin fór í leiki og það lánaðist að hóa saman fullorðnu fólki í reiptog, sem var ansi tvísýnt hvernig myndi enda. Lions bauð upp á pylsur og krakkarnir fengu andlitsmálningu sem rann merkilega lítið í rigningunni. Ljósm. reykholar.is Að venju var mikið um að vera á þjóðhátíðardaginn í Snæfellsbæ. Landsbanka- hlaupið var haldið fyrir börn og unglinga, hesteigandafélagið Hringur var með opið hús, skrúðganga var frá íþróttahúsinu og var unglingadeildin Drekinn með andlitsmálningu auk þess að selja nammi og blöðrur. Hátíðardagskrá hófst svo í sjómannagarðinum og setti Lilja Hrund Jóhannesdóttir hátíðina. Stefanía Bláfeld Viðarsdóttir var fjallkona Snæfellsbæjar að þessu sinni. Hún las upp hið fallega kvæði Til fánans eftir Einar Benediktsson. Einnig flutti séra Óskar Ingi Ingason hugvekju. Ræða nýstúdents var í höndum Anitu Ólafsdóttur. Hún flutti alveg stórgóða og skemmtilega ræðu sem vakti mikla athygli viðstaddra. Auk þess voru verðlaun veitt fyrir keppnisgreinar sem fram fóru í íþróttahúsinu. Ljósm. af. Prúðbúnar á leið til hátíðarguðsþjónustu í Reykholti; þær Vilborg Pétursdóttir og Jónína Eiríksdóttir. Ljósm. mm. Við hátíðardagskrá í Borgarnesi, sem flutt var í Hjálmaklett vegna veðurs, var afreks-íþróttakonunum Alexandreu Rán Guðnýjardóttir og Kristínu Þórhalls- dóttur veitt viðurkenning. Hér er í ræðustól Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar; Guðný Guðmarsdóttir móðir Alexandreu og Kristín Þórhallsdóttir. Ljósm. gj. Skrúðgangan í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Tunnulestin vekur alltaf hrifningu hjá börnunum í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir var fjallkonan á Akranesi að þessu sinni. Ljósm. ki. Svala Björgvins að skemmta á Akratorgi. Haffi Haff myndar og ungar stúlkur á sviðinu. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.