Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Qupperneq 17

Skessuhorn - 22.06.2022, Qupperneq 17
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 17 Garðar Jónsson málari er fæddur og uppalinn í Borgarnesi en hefur síð­ an búið á Akranesi og nú í Hval­ fjarðarsveit. Hann hefur stund­ að íþróttir alla sína tíð ásamt því að þjálfa meistaraflokk bæði í fótbolta og körfubolta víðs vegar um land. Hann hyggst nú keppa á Landsmóti 50+ sem haldið verður í Borgarnesi um helgina. Mikið íþróttalíf í Borgarnesi ,,Ég er fæddur og uppalin í Borgar­ nesi og stundaði mikið íþróttir hér á mínum yngri árum. Maður var að æfa allar greinar; fótbolta, körfubolta, frjálsar og ég var í sundi líka. Ég var þó mest í fótbolta og körfubolta en einhvern veginn var nægur tími fyrir þetta allt saman. Á þeim tíma var fótboltinn æfður á sumrin og körfuboltinn á veturna. Svo var maður í sundi með körfunni á veturna og frjálsum með fótboltan­ um á sumrin. Svo sá ég það með tím­ anum að ég var ágætlega góður í fót­ bolta og körfubolta svo ég hélt áfram þar og hætti í hinu. Þetta voru rosa­ lega góðir tímar og mikið af efnilegu íþróttafólki í Borgar nesi á þessum árum. Margir náðu bara mjög góð­ um árangri í þessum greinum, sér­ staklega frjálsum, enda var það starf mjög gott á sínum tíma. Til svona 16 ára aldurs vildi maður bara vera í öllu en það hefur alltaf verið mik­ ill íþróttaáhugi hjá mér,“ segir Garð­ ar um íþróttaiðkun sína sem barn og unglingur í Borgar nesi á uppvaxtar­ árunum. Úr meistaraflokki í málarabransann Garðar lagði fótboltann og körfu­ boltann fyrir sig en fór að ferðast um landið að þjálfa meistaraflokk í báðum greinum. ,,Ég flutti til Akra­ ness árið 1981 og fór að þjálfa þar meistaraflokk í körfubolta hjá ÍA. Ég kynntist konunni minni á Akra­ nesi og fluttist þess vegna á Skagann. Ég var búinn að vera að þjálfa meist­ araflokkinn hjá Skallagrími í Borg­ arnesi með góðum árangri og spil­ aði líka með. Gerði svo það sama á Akranesi. Á sumrin var maður svo kominn í að þjálfa fótboltann. Ég byrjaði 1985 að þjálfa og spila fót­ bolta, þá á Blönduósi í eitt sumar. Svo 1987­88 var ég að þjálfa og spila með meistaraflokki í fótbolta hjá Hvöt á Dalvík. Ég endaði svo hjá Sindra á Höfn í Hornafirði 1990. Það var einmitt þar sem ég stofnaði svo fyrirtæki, málarafyrir tækið sem ég rek enn í dag. Ég hélt svo bara áfram í því þegar við fluttum aftur á Akranes. Þá fór ég á fullt í þann rekstur og var hættur að fara út á land, íþróttaferillinn var þá búinn og málarabransinn tók við.“ Stoltur af þjálfaraferlinum Garðar segir þjálfaraferillinn hafa gengið vel en besti árangurinn var 16 liða úrslit í bikarnum í meistara­ flokki í fótbolta. ,,Já við vor­ um að standa okkur vel þarna. Við Skallagrímsmenn í meistaraflokki æfðum þrisvar í viku og náðum þrátt fyrir það bara ágætis árangri í fótboltanum. Í dag æfa menn allt upp í sex sinnum í viku hjá liðum í efstu deild. Með Sindra á Horna­ firði lentum við í 16 liða úrslitum í meistaraflokki en fengum svo KR í heimsókn. Það voru margir frægir leikmenn með KR á þeim tíma og við enduðum á því að tapa 2­0. Sem var bara ásættanlegt tap, alls ekkert til að skammast sín fyrir.“ Mótið ekki síður félagslegt Garðar hefur haldið áfram að halda körfubolta­ og fótboltafimi við en í dag æfir hann eldrimannabolta í báð­ um greinum og ætlar sér að keppa á Landsmóti 50+. ,,Ég er aðeins að sprikla í fótbolta og körfubolta með svona eldri hópi en sumir eru nátt­ úrulega yngri en ég,“ segir Garð­ ar kíminn. ,,Við köllum þetta svona eldrimannabolta en svo datt þetta eiginlega út þegar Covidið kom en ég hef reynt að halda mér í þessu. Ég er að fara að keppa í fótbolta og körfubolta, svo er ég að spá í að taka sundið líka. Sundið er kannski ágæt upphitun fyrir fótboltann en þær greinar fara fram sama dag. Sundið er um morguninn og fótboltinn eft­ ir hádegi. Það er líka gaman að fara á milli staða og fylgjast með fólki í allskyns greinum, gá hvort maður sjái ekki einhvern sem maður þekk­ ir. Þetta er svolítið félagslegt líka og best að halda sig ekki bara við eina grein heldur fara á milli og sýna sig og sjá aðra. Við höfum t.d. ekki verið að æfa stíft. Það er ekki búið að æfa neitt sérstaklega fyrir þetta mót, ég verð að viðurkenna það. Við félagarnir tókum eina létta æfingu fyrir gönguboltann sem er ný grein á Landsmótinu. Það verður bara gaman að mæta til leiks, hafa gaman og hitta gamla félaga. Við sjáum svo bara til þegar líður á mótið hvort við endum í verðlaunasæti.“ Fylgist með öllum íþróttum Í dag segist Garðar fylgjast vel með mörgum íþróttum en íþróttaáhuginn hefur síst minnkað með árunum. ,,Ég fylgist í dag með öllum keppnum, alveg sama hvað það er en ég hef mestan áhuga á fótbolta, körfubolta og handbolta. Ég fylgist líka með golfi og frjálsum. Það er bara gam­ an að stunda íþróttir og fylgjast með þeim.“ Garðar segist ekki fara í rækt­ ina en hann mætir á boltaæfingar og segist taka létt hlaup. ,,Konan mín er svo með mér í þessari hreyfingu og styður mig í einu og öllu og hefur gert það í gegnum árin. Við förum mikið saman í göngutúra og svona, það er mjög jákvætt að hún er með sömu áhugamál og ég.“ Keppir með gömlum félögum Garðar er enginn nýgræðing­ ur þegar kemur að því að keppa á landsmóti. ,,Ég keppti á unglinga­ landsmótum þegar þau voru og svo hef ég keppt á þremur 50+ mótum. Keppti þá bara í sömu greinum og núna, þessum boltagreinum.“ Með Garðari keppa gamlir félagar en í körfuboltanum keppa þrír saman og í fótboltanum fimm en þar má ekki hlaupa, bara ganga. ,,Fótboltinn er göngubolti sem er svolítið erfitt, það má ekkert auka hraðann svo ég kvíði svolítið fyrir,“ segir Garðar og hlær. Mótin í Borgarnesi alltaf til fyrirmyndar Að lokum segir Garðar aðstöðuna í Borgarnesi til fyrirmyndar enda mörg mót verið haldin þar í gegn­ um tíðina. Hann vonast þó eftir bættri íþróttaaðstöðu í Borgarnesi. ,,Borgarbyggð og UMSB hafa stað­ ið vel að þessum mótum sem hafa verið haldin í Borgarnesi og aðstað­ an er til fyrirmyndar fyrir þetta. Mín von er samt sú að fyrir næsta Landsmót 50+ verði komið nýtt og glæsilegt íþróttahús. Hér eru líka frábærir gistimöguleikar, mikið af hótelum í Borgarnesi og nágrenni. Tjaldsvæðið er kannski lítið en það verður eflaust hægt að leita annað. Brákarhátíð er einmitt sömu helgi svo það verður sennilega mann­ mergð í bænum. UMSB og Borgar­ byggð hafa góða reynslu í að halda svona mót og ég efast ekki um að þetta Landsmóti verði UMSB og Borgarbyggð til sóma í sól og blíðu,“ segir Garðar að lokum. sþ Með körfuboltann á lofti. Ljósm. mm. Þjálfaði og spilaði með meistaraflokki í körfubolta og fótbolta Keppir nú á Landsmóti 50+ í Borgarnesi næstu helgi Garðar Jónsson tilbúinn í slaginn í UMSB gallanum á íþróttavellinum í Borgarnesi. Ljósm. sþ.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.