Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Page 19

Skessuhorn - 22.06.2022, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 19 Norðurálsmótið í knattspyrnu var haldið í 37. skipti á Akra­ nesi um síðustu helgi. Mótið hófst 16. júní með keppni 8. flokks drengja og stúlkna og tóku alls 570 börn þátt; 80 drengjalið og 18 stúlknalið. Föstudaginn 17. júní, á sjálf­ an þjóðhátíðardaginn, var mótið sett formlega með skrúð­ göngu og setningu. 7. flokkur drengja keppti frá 17.­19. júní og voru 1150 drengir sem tóku þátt í mótinu. Heildarfjöldi þátttakenda í Norðurálsmótinu í ár var því um 1750 kepp­ endur og gestir á mótinu voru hátt í fimm þúsund. Norður­ álsmótið er skipulagt á forsendum iðkenda, með það í huga að allir séu með í leiknum til að skapa jákvæða og skemmti­ lega upplifun barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fót­ bolta. Eggert Hjelm Herbertsson, formaður knattspyrnufélags ÍA, segir í pistli á facebook síðu sinni að það þurfi ansi öfl­ ugt fólk til starfa á móti sem þessu og mikið af öflugu fólki sem hefði lagt hönd á plóg. „Þetta mót dregur fram bestu hliðar Knattspyrnufélags ÍA og að mörgu leyti bestu hlið­ ar samfélagsins á Akranesi. Það getur reynt á þegar veður­ guðirnir eru í fjölbreyttu skapi og breyta þarf plönum þess vegna reglulega. Við lögðum áherslu á að hlusta á iðkendur, þjálfara, dómara og aðra og tókum niður punkta um hvernig við getum gert þetta mót enn betra að ári. Ég vil fyrir hönd Knattspyrnufélags ÍA þakka þátttakendum, sjálfboðaliðum, starfsfólki, gestum og öllum þeim sem aðstoðuðu og tóku þátt við að gera þetta mót eins glæsilegt og raunin varð.“ Kolbrún Ingvarsdóttir ljósmyndari Skessuhorns var á ferðinni og tók nokkrar myndir af fjörinu og fótboltanum á Norðurálsmótinu um helgina. vaks Skin og skúrir á Norðurálsmótinu um helgina

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.