Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2022, Page 23

Skessuhorn - 22.06.2022, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 KR og ÍA áttust við í Bestu deild karla í knattspyrnu sl. miðvikudagskvöld og fór leikurinn fram á heimavelli KR á Meistaravöllum. Fyrir landsleikja­ hlé höfðu liðin átt misjöfnu gengi að fagna í deildinni, KR­ingar höfðu unnið þrjá síðustu leiki af fjórum á meðan ÍA hafði tapað síðustu fjórum af fimm og ekki unnið KR í Vestur­ bænum síðan í lok júní árið 2016. Leikurinn byrjaði fjörlega þegar Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, varði frábærlega frá Ægi Jarli Jónas­ syni eftir tíu mínútna leik og fimm mínútum síðar kom fyrsta mark leiks­ ins. Gísli Laxdal Unnarsson vann þá boltann af Kennie Chopart, renndi boltanum í hlaupið fyrir Steinar Þor­ steinsson sem sendi boltann þvert á teiginn á Eyþór Aron Wöhler sem renndi honum í netið. Stuttu síðar vildu Skagamenn fá vítaspyrnu þegar brotið var á Steinari innan vítateigs en ekkert var dæmt og á 27. mínútu höfðu heimamenn jafnað metin. Atli Sigurjónsson sendi þá flotta fyrir­ gjöf beint á kollinn á Ægi Jarli sem var aleinn í teignum og skoraði með hörkuskalla, staðan jöfn eftir tæplega hálftíma leik. Þremur mínútum síð­ ar vildu KR­ingar fá vítaspyrnu þegar Oliver Stefánsson renndi sér í teign­ um fyrir Atla sem féll í teignum en aftur var ekkert dæmt og jafnt var á með liðunum eftir fyrri hálfleikinn. KR komst síðan yfir strax í upp­ hafi síðari hálfleiks þegar fyrrnefnd­ ur Atli fór illa með varnarmann ÍA og skaut föstu skoti á nærstöngina sem hafnaði í netinu. Tíu mínútum síð­ ar fékk Ægir Jarl gott færi en skaut fram hjá marki ÍA og í kjölfarið tóku Skagamenn við sér og settu pressu á KR­inga. Á 66. mínútu jöfnuðu þeir metin þegar Eyþór Aron komst upp að endamörkum, lagði boltann út í teiginn á Steinar sem setti boltann snyrtilega í netið. Skagamenn komust síðan yfir 3­2 í leiknum þegar Gísli Laxdal fór fram hjá varnarmanni KR inn í teig og lagði boltann fyrir fætur Eyþórs Arons sem kom hon­ um í netið, vel gert hjá þeim félög­ um. Þegar allt útlit var fyrir fyrsta sigur ÍA í sex ár á KR vellinum náði KR að jafna á næst síðustu mínút­ unni. Þeir fengu ódýra aukaspyrnu á miðjum velli og Aron Kristófer Lár­ usson spyrnti inn í teig ÍA þar sem Alexander Davey skallaði boltann yfir Árna Snæ og í eigið mark. Árni Snær lá eftir með skurð í andlitinu eftir að leikmaður KR hafði lent undir Davey og óviljandi sett fótinn í andlit hans. Skömmu síðar flautaði dómarinn leikinn af og lokatölur 3­3 í fjörug­ um og skemmtilegum leik en óhætt að segja að Skagamenn geti nagað sig í handarbökin að hafa ekki náð í stig­ in þrjú. ÍA er nú í tíunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir níu leiki en Leiknir og ÍBV eru á botninum með þrjú stig. Næsti leikur ÍA var í gær gegn FH á Akranesvelli og var hann ekki hafinn þegar Skessuhorn var sent í prentun. vaks Augnablik og Kári mættust í 3. deild karla í knattspyrnu á fimmtu­ daginn og fór leikurinn fram í Fíf­ unni í Kópavogi. Andri Júlíusson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Kára þegar hann skoraði mark úr víti eftir tæplega hálftíma leik og staðan 0­1 fyrir Kára. Í byrjun seinni hálfleiks gerð­ ust hlutirnir hratt þegar Bjarni Harðarson skoraði fyrir heima­ menn eftir sex mínútna leik en Andri kom Káramönnum yfir á ný skömmu síðar með sínu öðru marki og aftur frá vítapunktinum. Jón Veigar Kristjánsson jafnaði metin aftur fyrir Augnablik eftir tæplega klukkutíma leik en Finnbogi Lax­ dal Aðalgeirsson kom Kára yfir fjórum mínútum síðar og mik­ il spenna í leiknum. Það var síðan ekki fyrr en á lokamínútunni sem Arnar Már Kárason tryggði sig­ ur gestanna og annan sigur liðsins í röð í deildinni, lokatölur 2­4 fyr­ ir Kára. Með þessum sigri komst Kári upp í efri hluta deildarinnar í sjötta sætið og er með tíu stig eins og Vængir Júpíters og Augnablik en efst eru Dalvík/Reynir og KFG með 15 stig eftir sjö umferðir. Í næstu umferð fær Kári botn­ lið KH í heimsókn á föstudaginn í Akraneshöllina og hefjast leikar klukkan 19.15. vaks Skallagrímur tók á móti Hvíta riddaranum í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu sl. miðvikudag og fór leikurinn fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leiki sína í riðlinum til þessa og því um toppslag að ræða. Hvorugt liðið var með marka­ skóna með í för í leiknum og það var ekki fyrr en á 82. mínútu sem eina mark leiksins leit dagsins ljós. Það skoraði Eiríkur Þór Bjarkason fyrir Hvíta riddarann og tryggði nauman sigur gestanna, lokatölur 0­1. Hvíti riddarinn náði þar með toppsætinu í A riðli með sínum fimmta sigurleik í röð, Árbær og Skallagrímur eru í öðru og þriðja sæti með tólf stig eftir fimm leiki og Ísbjörninn í því fjórða með níu stig. Athygli vekur að í þessum riðli hafa verið leiknir alls 19 leikir og enginn leikur enn endað með jafntefli. Næsti leikur Skallagríms í riðlin­ um var gegn Ísbirninum við Kór­ inn í Kópavogi og var hann spilað­ ur í gærkvöldi, eftir að Skessuhorn var sent í prentun. vaks Skagakonur tóku á móti ÍH í 2. deild kvenna í knattspyrnu á mánu­ daginn og fór leikurinn fram á Akranesvelli. Hugrún Elvarsdótt­ ir kom gestunum yfir á áttundu mínútu leiksins þegar hún lagði boltann laglega í nærhornið fram hjá markmanni ÍA. Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin á 24. mínútu þegar hún fékk boltann inn fyrir vörn ÍH og hamraði boltann í fjærhornið. Bryndís Rún Þórólfs­ dóttir kom síðan ÍA yfir tíu mínút­ um síðar eftir klafs í teignum og á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Unn­ ur Ýr Haraldsdóttir góðan sprett upp hægri kantinn og setti hann snyrtilega í fjærhornið, hálfleikstöl­ ur 3­1 fyrir ÍA. Orrahríðin hélt áfram í seinni hálfleik og eftir tæplega klukku­ tíma leik kom Erna Björt Elías­ dóttir ÍA í þriggja marka forystu þegar hún fékk þversendingu frá Söndru Ósk Alfreðsdóttur og skor­ aði með vinstri fætinum upp í þak­ netið. Bryndís Rún var síðan aftur á ferðinni tíu mínútum síðar þegar hún tók boltann niður í teignum og lagði hann í hornið. Ylfa Lax­ dal Unnarsdóttir bætti við sjötta markinu fyrir ÍA níu mínútum fyr­ ir leikslok með góðu skoti út við stöng og á síðustu mínútunni inn­ siglaði Unnur Ýr stórsigur ÍA með sínu öðru marki þegar hún fylgdi eftir stangarskoti Ylfu Laxdal, loka­ tölur leiksins 7­1 fyrir ÍA. Skagakonur hafa nú unnið tvo leiki í röð í deildinni og eru að mjaka sér upp í efri hlutann en þær eru í sjötta sæti með sex stig eftir þrjá leiki. Fram, Grótta og ÍR eru í efstu þremur sætunum á meðan Hamar og KÁ sitja í botnsætun­ um. Næsti leikur ÍA er heimaleik­ ur gegn Sindra á Írskum dögum laugardaginn 2. júlí á Akranesvelli og hefst klukkan 14. vaks Víkingur Ólafsvík tók á móti Magna frá Grenivík í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og vann stórsigur, lokatölur 5­1 fyr­ ir Víking. Fyrir leik var Víkingur í botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir sex leiki og Magni sæti ofar með fjögur stig. Eftir hálf­ tíma leik komust heimamenn yfir með marki frá fyrirliðanum Bjarti Bjarma Barkarsyni en aðeins þrem­ ur mínútum síðar jafnaði Kristófer Óskar Óskarsson fyrir gestina og þannig var staðan í hálfleik, 1­1. Bjartur Bjarmi var aftur á ferðinni í byrjun seinni hálfleiks og Andri Þór Sólbergsson vildi ekki vera minni maður og bætti skömmu síð­ ar við tveimur mörkum fyrir Vík­ ing á níu mínútna kafla. Adrian Sanchez gulltryggði síðan stórsig­ ur Víkings og fyrsta sigur þeirra í deildinni í sumar með marki tæp­ lega tuttugu mínútum fyrir leiks­ lok, frábær sigur hjá heimamönn­ um. Víkingur kom sér með þess­ um sigri úr fallsæti upp í níunda sæti deildarinnar og er þar með fimm stig eins og Höttur/Huginn en Magni og Reynir Sandgerði eru á botninum og Reynismenn enn án stiga eftir sjö umferðir. Í efri hlut­ anum eru Njarðvík og Ægir efst og jöfn með 19 stig og Þróttur R. í því þriðja með 16 stig. Næsti leikur Víkings er á móti KF næsta laugardag á Ólafsfjarðar­ velli og hefst klukkan 16. vaks Skallagrímur tapaði sínum fyrsta leik Byrjunarlið Kára í leiknum gegn Augnabliki. Ljósm. FB síða Kára Kári mjakast upp töfluna KR og ÍA gerðu jafntefli í fjörugum leik Eyþór Aron Wöhler fagnar öðru marki sínu ásamt Kaj Leó í leiknum. Ljósm. Lárus Árni Wöhler. Unnur Ýr Haraldsdóttir skoraði tvö mörk á móti ÍH. Ljósm. sas Stórsigur ÍA kvenna gegn ÍH Luis Romero Jorge í baráttu við varnarmann Magna í leiknum. Ljósm. af Víkingur Ó með sinn fyrsta sigur í sumar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.