Feykir


Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 6

Feykir - 28.04.2021, Blaðsíða 6
frændi hans, Ómar Sigmars, var lengi leikstjórnandi Stól- anna og þá reyndi stóri bróðir Arnars, Sigmar, fyrir sér í sportinu og spilaði m.a. með Stólunum. Arnar, sem er fæddur árið 1993 og er nú 28 ára gamall, spilaði fyrst með „Fátt skemmti- legra en að æfa“ Feykir bankar nú upp á í Madrid á Spáni en þar lætur landsliðsmaðurinn Arnar Björnsson drauminn rætast og spilar körfubolta sem atvinnumaður með liði Real Canoe NC sem leikur í annarri deildinni spænsku. Arnar er skagfirskur í báðar ættir en foreldrar hans eru Björn Sigtryggsson og Guðrún Sigmarsdóttir. Kærastan er borgfirsk, Bjarney Sól, og saman eiga þau strákinn Lúkas Björn sem er sjö mánaða gamall. Körfuboltinn hefur aldrei verið langt undan hjá Arnari. Bjössi pabbi hans spilaði til dæmis með Stólunum og Val og Arnar ásamt kærustunni Bjarneyju Sól og syni þeirra, Lúkasi Birni. AÐSENDAR MYNDIR ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Sigtryggur Arnar Björnsson | með körfuboltann úr Síkinu og alla leið til Madridar legum degi hjá þér? „Æfing- arnar hjá mér eru búnar kl 11 á kvöldin þannig að maður er að fara seint að sofa og vakna seint. Ég fer á fætur kl 10:30 og fæ mér bara vatn og stundum kaffi á morgnana fyrir lyftingar og skotæfingu. Ég tek tveggja tíma æfingu og fer svo í mat í mötuneytinu sem er staðsett á æfingasvæðinu.“ liði Breiðabliks en skipti yfir til Tindastóls veturinn 2012-2013. Þaðan lá leiðin í Borgarnes og þar sló kappinn í gegn með liði Skallagríms, lék þar m.a. um tíma með Flenard Whitfield sem nú er í liði Tindastóls. Arnar skipti aftur yfir til Stólanna tímabilið 2017-2018 sem var sennilega glæstasta tímabil Tindastóls í körfunni. Strákarnir unnu stórsigur gegn KR í úrslitum Maltbikarsins og voru í dauðafæri að stöðva sigurgöngu KR í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en meiðsli Arnars og Hesters á ögurstundu drógu vígtenn- urnar úr liðinu og Vestur- bæingarnir gengu á lagið. Það eru síðan sennilega ófáir stuðningsmenn Tinda- stóls sem gráta enn þá ákvörð- un Arnars að skipta að því tímabili loknu yfir til Grinda- víkur en þar lék hann þar til hann fór nú í ársbyrjun til Real í Madrid. Lið Arnars á Spáni, Real Canoe NC, var stofnað árið 1940 eða í upphafi heims- styrjaldarinnar síðari. Liðið teflir fram bæði karla- og kvennaliði og spilar sína heima- leiki í Polideportivo Pez Vola- dor hölllinni sem tekur 800 manns í sæti – eða álíka og þegar troðið er í öll horn Síkisins á Króknum. En yfir til Arnars... Hvenær og hvernig kom það til að þú fórst til Spánar? „Ég flutti til Spánar um miðjan janúar á þessu ári. Karfan á Íslandi var búin að vera í langri pásu vegna Covid á þessum tíma og þá ákvað ég að fá mér umboðs- mann og reyna að komast út að spila. Ég vissi að deildin hérna á Spáni myndi ekki stoppa en það var mikil óvissa með deildina heima. Ég ákvað því að stökkva á tækifærið þegar umbinn fann lið fyrir mig.“ Hvernig myndir þú lýsa venju- Mættur á parkettið á Spáni. Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? Fimm mínútna ganga. Hvað færðu þér í stað- inn fyrir eina með öllu? McDonalds eða KFC. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? 0.79 evrur. Hver er skrítnasti mat- urinn? Segjum sniglar. Samt gott. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Retiro Park, mjög fallegur almennings- garður. 5 á 15 sekúndum Íslendingurinn með boltann. 6 17/2021

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.