Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 14
Í undanförnum blöðum hef ég sagt frá gömlum íslenskum skipum sem orðið hafa á vegi mínum. Lesendur hafa sýnt þessu mikinn áhuga og nokkrir haft samband við mig og boðið myndir. Er ég afar þakklátur fyrir slíkt efni og mun koma því á framfæri hér í blaðinu. Birgi Sverrissyni, skipstjóra á Vest- mannaey, bárust myndir af sínu gamla skipi Vestmannaey nú komnu til Argen- tínu og í ný verkefni þar um slóðir. Eigandi þess er Argenova SA og hefur skipið fengið nafnið Argenova XXI. Hér eru fjórar myndir af skipinu sem sjá má að hefur tekið þó nokkrum breytingum. Ég hef engar upplýsingar um ljósmynd- arann. Annar Vestmannaeyingur, Sævaldur Elíasson, sendi mér myndir af tveimur gömlum skipum sem teknar voru í Gahna. Það er gamli Glófaxi frá Vest- mannaeyjum sem hefur fengið nafnið Living Kristi og Sæljón SU sem fengið hefur að halda sínu gamla nafni áfram. Eftir því sem ég kemst næst eru þessar myndir teknar í borginni Tema þar í landi. Ekki hef ég upplýsingar um myndasmiðinn. Önnur mynd af gamla Glófaxa barst mér en sú mynd mun hafa verið tekin í mars 00. Þar má sjá Magnús Snorra- son útgerðarmann í Ólafsvík við skipið sem bar á þessum tíma nafnið Kristi Sophie. Mun skipið þá hafa verið í eigu Norðmanns. Hilmar Snorrason Hvar eru gömlu skipin? 1 – Sjómannablaðið Víkingur Living Kristi, áður (gamli) Glófaxi. Myndir hér að ofan: Argenova XXI, áður Vestmannaey.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.