Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2011, Blaðsíða 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur Hilmar Snorrason Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndum 2010 Í níunda sinn tóku vinningshafar í ljós- myndakeppni Sjómannablaðsins Víkings þátt í Norðurlandaljósmynda- keppni sjómanna. Sú keppni var að þessu sinni haldin í Krónborgarhöll á Helsingjaeyri í Danmörku. Helsingja- eyri, eða réttara sagt Helsingör, er í dag mikill ferjustaður enda sigla fjórar ferj- ur daglega yfir til Helsingjaborgar í Sví- þjóð. Krónborgarkastali hefur frá 1915 hýst Sjóminjasafnið á Krónborg og var því við hæfi að hafa úrslit ljósmynda- keppni sjómanna þar. Að vísu er skipa- risinn A.P. Möller Mærsk að fjármagna byggingu nýs sjóminjasafns sem er í gamalli dokk við hlið kastalans og mun safnið opna þar á næsta ári. Það var föstudaginn 4. febrúar sem umsjónarmenn ljósmyndakeppna á öll- um Norðurlöndunum hittust á skrifstofu Velferðarþjónustu danskra sjómanna í Kaupmannahöfn en þaðan var ekið norður til Helsingjaeyrar. Í heildina kepptu 154 sjómenn með 1094 myndir um að komast í undanúrslit í öllum löndunum  en einungis 15 myndir frá hverju landi fá að taka þátt í úrslita- keppninni. Það land sem heldur keppn- ina hverju sinni velur þarlenda dómara sem að þessu sinni voru Danirnir Laura Christensen ljósmyndari og Benjamin Asmussen eftirlitsmaður safnsins. Eftir að myndunum 75 hafði verið raðað upp yfirgáfum við umsjónar- menn ljósmyndanna skrifstofu safnsins og dómarar gengu í það erfiða verk að velja vinningsmyndirnar fyrir árið 2010. Öll vorum við sigurviss enda hafði hvert Norðurlandanna bestu myndirnar. Eftir tveggja tíma störf voru úrslitin tilkynnt og kom í ljós að einungis ljósmyndir frá Svíþjóð og Noregi höfðu að þessu sinni unnið til verðlauna. Dómararnir sögðu valið mjög erfitt. Fyrst komust 20 myndir í gegnum nálar- augað. Þar á meðal voru margar íslenskar myndir. En lokahnykkurinn var að velja 5 ljósmyndir til verðlauna. Í fyrsta sæti varð mynd brytans Jörgen Språng á tankskipinu Bit Okland en það skip sigldi reglulega með olíur hingað til lands. Jörgen átti einnig myndirnar sem lentu í fjórða og fimmta sæti. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sami maður fær fleiri en eitt verðlaunasæti og hlýtur hann í verðlaun stafræna myndavél að verðmæti 5000 DKR frá Walport Scandi- navia, 350 evrur frá Sjómannablaðinu Víkingi og 300 evrur frá finnsku kaup- skipaútgerðinni Finnlines. Í öðru sæti varð Daniel Möllerström háseti á norska skipinu Tor Viking II.  Fyrir mynd sína fékk hann ljósmynda- vörur fyrir 5000 NKR sem Norska Sigl- ingamálastofnunin gaf. Þá fékk önnur Hér getur að líta allar þrjár verðlaunamyndir Jörgens. 1 .

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.