Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Qupperneq 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur Þann 1. febrúar 1972 komum við á Harðbaki í land eftir tíðindalausa veiðiferð. Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri kallaði mig inn til sín og sagði mér að Ú.A. væri að kaupa skut- togara í Frakklandi. Þú ferð þangað á morgun og með þér ferðast Baldvin bróðir, en hann verður stýrimaður á Sólbaki hjá Áka Stefánssyni á heim- leiðinni. Með hálft togaraverð í vasanum Daginn eftir lentum við í Glasgow snemma dags. Í flugvélinni á leiðinni út gaf sig á tal við Balda ung og glæsileg kona sem talaði við hann sem Vilhelm. Baldi var ekki óvanur svona misskilningi og var ekkert að leiðrétta hann, en þeir Vilhelm voru tvíburar og ákaflega líkir, a.m.k. fyrir þá sem þekktu þá ekki vel. Ekki vissi ég hver þessi kona var, en það kom síðar í ljós og er hún úr sögunni. Við áttum flug frá Gatwick síðla dags til Frakklands. Fór ég að athuga hvort ekki væri hægt að breyta flugmiðunum svo við kæmumst fyrr til London. Það var ekkert mál og flugum við með annarri vél en ákveðið hafði verið og lentum í London um hádegi. Hvorugur okkar Baldvins hafði áður komið til London. Eigum við ekki að skella okkur þang- að og skoða miðborgina þó ekki væri annað sagði ég. Komum við nú töskum okkar í geymslu á flugvellinum og tók- um lest til London. Mér fannst einkenni- legt hvað Baldi var tregur til þessa ferða- lags, en skýringin kom síðar. Var hann með lokagreiðslu fyrir togarann í vasan- um, en fyrri hluta greiðslunnar hafði Áki Stefánsson flutt út skömmu áður. Nú skoðuðum við London eins og tími gafst til. Þótti okkur báðum miðborgin glæsi- leg og Big Ben eins og við höfðum séð á myndum. Tókum við svo lestina til baka til Gatwick. Svo var flogið til lítils flugvallar í Frakklandi sem heitir Le Touqet. Þangað komum við um kl. 2100 og beið þar eftir okkur leigubíll. Ökumaðurinn var kona. Sjaldan hefi ég verið hræddari í bíl en þarna. Hún ók á 100-120 km. hraða á mjóum sveitavegi í kolsvarta myrkri og tré á báðar hliðar. Þetta blessaðist þó allt og við komumst til bæjar sem heitir Boulogne-sur-Mer. Þar var Sólbakur við bryggju. Fórum við Baldi beint um borð og bjuggum um okkur. Næsta morgun hófst vinna. Ég fór að skoða loftnet tog- arans, þau voru úr vír, hann slitinn og dræsurnar í flækju á dekkinu. Fór nú mest allur dagurinn í að koma upp nýj- um loftnetum. Nokkru áður höfðu komið til Frakk- lands Áki Stefánsson skipstjóri, Bolli Þór- oddsson vélstjóri, Aðalsteinn Jóhannsson vélaeftirlitsmaður og Valur Finnsson vél- stjóri. Einnig kokkurinn Aðalsteinn Jó- hannsson, Einar Muller bátsmaður, Vern- harður Jónsson háseti o. fl. Höfðu þeir Birgir Aðalsteinsson Sólbakur sóttur Sólbakur EA 5 var fyrsti skuttogari Útgerðarfélags Akureyringa hf., smíðaður í Póllandi 1967 en keyptur til ÚA 1972. Fyrsta skipið með skutrennu, er Íslendingar eignuðust, var Siglfirðingur SI 150, smíðaður í Noregi 1964 og átti heimahöfn á Siglufirði. Næsta skref skuttogara-væðingarinnar var ekki stigið fyrr en Barði NK 120 kom í desember 1970 til heimahafnar í Neskaupstað. Eigandi var Síldarvinnslan hf. Svanasöngur síðutogaranna var hafinn. Mynd: Ásgrímur Ágústsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.