Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Page 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur túr og hringdi í forstjórann og vildi fá að landa þessu og byrja nýjan túr. Það varð úr að við reyndum lengur enda eigum við ekki að selja fyrr en nítjánda. Sett var á N stím fyrir hádegi og stöðvað í Djúpkróknum til kl. 2100, þá farinn að minnka ofsinn, og kastað. Togað var austurúr Djúpkróknum og var skaufi í. Þarna var einn annar togari. Didda á afmæli í dag, held að hún hafi orðið 19 ára eða 20, ekki viss. Ég hringdi í hana í kvöld, allir höfðu það gott þar. Ég svaf í kojunni í nótt, hef annars legið á bekknum í fötunum meðan er svona bræla. Spáin er SV-kaldi seinni- partinn á morgun. 11. nóvember, sunnudagur. Fyrsta holið þegar ég vaknaði var góður poki af þorski, annars hafa verið skaufar í nótt og í dag. Afli virðist heldur glæðast suðurfrá. Við vorum 40 mílur N af Straumnesi en nú erum við á stími vestur. Það hefur húðrignt í nær allan dag og er SSV stinningskaldi. Mjög slæm skilyrði hafa verið á stutt- bylgjunni undanfarið en voru góð í kvöld. Tillaga kom fram um að fara á 425Kc/s en var felld vegna takmarkaðs langdrægis bylgjunnar og líka vegna hvað hún truflar mikið útvarpið. Við Birgir TFBC2 prófuðum í morgun 8Mc/s QSO3 og var það ágætt en tæplega nógu langt milli okkar til að dæma um langdrægni. Okkur hefur virst að 8Mc/s séu jafnbest til að skipta við TFA þegar við erum í siglingum. 12. nóvember, mánudagur. Það var lítið fiskirí í nótt en góður fisk- ur. Við vorum í SV-hallanum þegar ég vaknaði og höfum færst vestureftir í dag. Heldur skánaði fiskiríið er leið á daginn. Vindurinn hefur verið að snúa sér í vestrið og var komið logn um ellefuleyt- ið. Hann spáir NA allhvössum á morgun. Ég finn það alltaf betur að ég er orð- inn sjóhræddur. Ég var skjálfandi á beinunum þegar híft var úr slæmri festu í kvöld. Hallinn var ekki mikill á skipinu en mér leið ekki vel. Ég fór uppá brúar- þak á eftir og skorðaði geymana betur og hlóð þá svo upp í 25V. Ég er farinn að hugsa um í alvöru að hætta þessu og setjast að í landi ef ég kemst að í mínu starfi. Ég heyrði aðeins í Diddu í kvöld, allt var gott að frétta en hún sagðist þurfa að tala við mig er í land kæmi ? 13. nóvember, þriðjudagur. Ekkert fiskirí. Ég var á næturvakt í nótt til kl. 04:00, þá tók togarinn Ágúst við. Lognið hélst til kl. 03:35 en þá á nokkrum sekúndum var kominn ANA 5-6 og blindbylur. Við kipptum svo í morgun og köstuðum í minni sjó útaf Deild, tókum þar þrjú hol, enginn fiskur. Þá var lagt af stað norðurfyrir. Þar eru Kaldbakur og Harðbakur í skaufafiskiríi. Það er búið að vera frost í nokkra daga en norðanáttina er heldur að lægja. Við vorum við Horn um 20:30 og vor- um ekki farnir að kasta á miðnætti. Sennilega verðum við inni á morgun því hvort sem við siglum eða ekki þá þurf- um við að taka olíu og vistir. Bræðslumaðurinn fer í siglingafrí og er búinn að biðja mig að kaupa fyrir sig tvö togaramódel. 14. nóvember, miðvikudagur. Við vorum austanvið Skagagrunn í nótt og framyfir hádegi en fengum lítið. Um hádegi hringdi Sigurður í skipstjórann og sagði að ekki væri um annað að ræða en sigla með þetta. Við komum svo á Siglufjörð og fórum þaðan k. 19:20 eftir 3½ tíma stopp. Bylgja litla var lengi að átta sig á að þetta væri ég, svona skegglaus. Við fengum um borð þrjá farþega, Stínu, Kristrúnu og svo einhvern karl sem ég held að sé hafnarstjórinn, hann var slompfullur. Ágætisveður var þegar við komum út og góð spá. Talsvert var um fyllirí og Óskar kom vel hífaður og talaði við ein- hverja „elskuna sína“ í Reykjavík í 15 mínútur en orðin hafa verið innan við 100. Ég lagði mig svo kl. 22:00 og vaknaði ekki í tímann kl. 23:30 enda ekki nauðsynlegt. 15. nóvember, fimmtudagur. Við vorum við Langanes kl. 06:00. Það var hæg NNA gola sem hélst svo í allan dag. Ég tók veðurspá frá Wick Radio kl. 07:48 á 432Kc/s, góð spá. Það er tals- verður NA sjór og því aðeins veltingur. Kaldbakur komst ekki að bryggju á Akureyri fyrr en seint í gærkveldi og fór ekki af stað út fyrr en 0235 í nótt og missti þar af leiðandi af mánudags- markaði en selur í Hull á þriðjudag. Það var beðið um samtal við dömurn- ar í dag gegnum TFY4 en það var aðeins QSA5 1-2 og líka gegnum Hornafjörð en þar var sama saga og varð að hætta við allt. Það var í fyrsta skipti sem ég sá þær um borð en þær hafa ekki farið úr koju en eru þó ekki sjóveikar. Kiddi er einn með þeim í klefa og strákarnir halda að hann hafi nóg að gera. Hafði QSO öðru hvoru við TFBC. 16. nóvember, föstudagur. Þegar ég vaknaði í morgun kl 07:45 sáust Færeyjar ekki langt framundan á stjórnborða. Það hefur verið NNA gola í allan dag og sjólaust, heiðskírt að mestu. Ég heyrði ekki tímana kl. 08:00 eða 11:30 en hina sæmilega. Útvarp Reykjavík heyrðist vel fram yfir miðjan dag en var orðið gagnslaust kl. 2000 í kvöld. Kl. 21:45, er við áttum eftir innanvið 60 mílur í North Ronaldsey, kallaði Gull- foss í mig á 500Kc/s. Þar var um borð vinur minn Guðmundur Daníelsson sem hefur verið um tíma OM6 með norskum. Hann er hættur í bili, fór af í Newcastle, þaðan til Hamborgar og skemmti sér í rúma viku og svo með Gullfossi heim. TFGA7 var fyrir nokkru kominn norðurúr Pentli þegar hann kallaði. Kl. 24:00 eigum við eftir ca. 30 mílur í North Ronaldsey. Það er QRU8 hjá TFA9, sem sagt allt í fínu lagi. Skýringar: 1 QRM - Truflanir frá öðrum stöðvum 2 TFBC - Kaldbakur 3 QSO - radíósamband 4 TFY - Seyðisfjörður radío 5 QSA - styrkur radíómerkisins 6 OM - loftskeytamaður 7 TFGA - Gullfoss 8 QRU - ekkert skeyti eða símtal 9 TFA - Reykjavík radíó Hvaleyrarbraut 27 · 220 Hafnarfjörður Sími: 564 3338 · Fax: 554 4220 GSM: 896 4964 ·898 2773 Kt.: 621297-2529

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.