Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Page 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur endur á námskeið áður en þeir taka við skipstjórn. Eru líkönin því hönnuð í samræmi við þarfir viðskiptavinarins. Sem dæmi þá var Endeavour sjöunda skipið í raðsmíðaverkefni útgerðar og við sjósetningu þessi mættu stjórnendur hennar og gáfu skipinu nafn með minatör kampavínsflösku. Sögðu þeir að þótt hin sex skipin sigldu um heimshöfin þá væri sjöunda skipið ekki síðra en hin og mikilvægi þess ómetanlegt fyrir útgerðina í að gera stjórnendur þeirra að þeim hæfustu í heimi. Eftir morgunæfingarnar fór ég með nemendunum í hádegis- mat þar sem farið var yfir æfingarnar. Voru þeir allir sammála um að þetta væri besta námskeið sem þeir hefðu um ævina tekið. Þótti þeim alveg stórmerkilegt hversu eðlilegar allar hreyf- ingar og svörun skipanna væru. Vélar, hliðarskrúfur, stýris- og snúningsáhrif væru alveg í samræmi við þá reynslu sem þeir höfðu frá sínum störfum í tengslum við skip af þessum stærð- um sem líkönin voru miðuð við. Þá voru bylgju- og sogáhrifin eitthvað sem fæstir þeirra höfðu upplifað en lært mikið um og var það alveg í samræmi við bókina að þeirra mati. Undir þetta gat ég sannarlega tekið. Eftir að hafa kvatt nemendur og kennara hélt ég áleiðis til hótels með minningar sem ekki munu úr minni mást enda var þetta alveg einstök upplifun sem ég hafði farið í gegnum. Þjálf- un sem þessi er ómetanleg þar sem menn geta séð hlutina við aðstæður sem eru sem líkastar raunveruleikanum hvað stjórn- tök varðar. Það hefði sannarlega verið gaman að geta eytt heilli viku við að sigla þessum skipum en slíkt verður að bíða betri tíma en vonandi eiga íslenskir skipstjórnarmenn einhvern tíma möguleika á að fá svona frábæra þjálfun. HDS 10/20-4 M 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/17-4 M 30-170 bör 400-800 ltr/klst HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Lagst að bryggju eftir æfi ngar. Peter Barber kennari fer yfi r stjórnbúnað skipanna áður en farið er í æfi ngar. Rórmaðurinn situr í fremra sætinu en skipstjórinn í því aftara.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.