Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Qupperneq 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur að losa síldina úr þeim og flengreif þau um leið. Ég man að rétt fyrir jólin vorum við búnir með öll net sem við áttum og vor- um stopp. Þá fór allur mannskapurinn í landlegu að sortera skástu netin úr hrúg- unni og rimpa saman götin. Þannig feng- um við á milli 40 og 50 net um borð og rerum með þau. Ég man að þetta var á afmælisdaginn minn 22. desember. Við lögðum seint um kvöldið austur á Selvogsbanka. Það var að byrja að bræla af sunnan, en það voru mjög góðar lóðn- ingar. Við létum liggja stutt. Við vorum ný byrjaðir að draga, þá var allt orðið krökkt af háhyrningum umhverfis bátinn og komin bölvuð bræla, svo að við dróg- um netin beint ofan í lestina með síld- inni í og vorum fljótir að draga með því móti. Við vorum með herriffil að láni frá verndurunum á flugvellinum og ég hafði Sigga vélstjóra sem skyttu. En það var eins og helvítis háhyrningurinn espaðist við skothríðina. Þegar við fórum að hífa netin upp úr lestinni, morguninn eftir upp við bryggju, voru netin alónýt. Þegar við vorum búnir að hrista úr lufs- unum var aflinn 190 tunnur og voru 90 tunnur, sem hrundu úr netunum, eftir í lestinni. Maður hefði átt að gera þetta oftar því að þetta var mikið léttara fyrir fólkið. Sagður drukkinn Hér áður fyrr á meðan hlutaskiptin voru við líði á línuveiðunum, kom áhöfnin saman á milli jóla og nýárs, sjómennirnir tóku til við að laga og endurnýja bólfæri, merkja belgi og gera klárt fyrir vertíðina. En landmennirnir að laga til í beitninga skúrunum og beita fyrstu setninguna af línu, á þeim bátum, sem voru með kæla eða frysta við beitninga skúrana. Þannig höfðum við þetta á Sæborginni í þetta skipti, þótt ekki liti vel út með samn- inga, en þeir voru lausir, eins og alltaf um áramót á þessum árum og sjaldnast hægt að byrja róðra strax. Samningar náðust ekki fyrr en aðfaranótt 9. janúar. Það voru 8 bátar sem áttu línuna beitta og gátu róið. Ekki var hægt að skrá mannskapinn, en faðir minn hafði slysa- tryggt okkur um áramótin. Ég man þennan róður vel, því að þetta var fyrsti róðurinn, þar sem reynsla kom á gang bátsins með nýju vélinni, miðað við ganginn á hinum bátunum. Og ég varð fyrir miklum vonbrigðum, því hann gekk ver með nýju vélinni, sem átti þó að vera 90 hestöflum stærri og hún var mikið slagharðari en gamla vélin og hristi bát- inn meira. Það var suðaustan bræla allan róður- inn og lítið fiskirí, mig minnir að við fengjum 6 tonn þennan fyrsta róður. Við komum að landi um níu leytið um kvöldið, ég sá að það var verið að undir- búa að taka flutningaskip inn í höfnina, sem reyndist vera ES Goðafoss. Mér fannst nóg pláss fyrir okkur að fara inn í höfnina á undan. Það var háflóð og skyggnið ekki ofgott. Allt í einu öskraði Bensi stýrimaður að við værum að keyra á garðinn, hann ætlaði að fara með stuðpúða á milli. Ég öskraði á móti og hann henti sér aftur á dekkið, því þótt báturinn væri aðeins farinn að hægja á sér var ferðin það mikil að þegar við lentum á garðinum gekk stefnið inn í bátinn. Ekki var nema einn metri eða svo í enda garðsins. Framgarðurinn var ljóslaus, en það logaði á inngarðinum og það tók ég fyrir endann. Þegar ég var að bakka frá og beygja inn í höfnina, kom Siggi vélstjóri og sagði að ég yrði að keyra upp í fjöru, því það helltist sjór inn í bátinn. Við vorum svo heppnir að það var laust pláss við einu bryggjuna, sem var með braut, þar sem hægt var að draga upp trillur. Þar keyrði ég bátinn upp með bryggjunni. Núna svona löngu seinna, getur mað- ur hugsað þetta án þess að æsa sig og séð sumt spaugilegt, eins og Færeying, sem reri með okkur þennan róður, hann var ný kominn upp á dekk og steinlá í dekkið við lúkarskappann og fékk smá flís í lófann. Hann kom aftur í til mín, þegar ég var að bjarga bátnum frá því að sökkva og spurði, „har du ikke joð gamle.“ Ég sagðist nú ekki hafa tíma til að standa í því. Það spunnust náttúrlega alls konar sögur út frá þessu. Ég átti að hafa verið undir áhrifum áfengis eða sofandi við stýrið, kannski vegna áfengisdrykkju. Það er svona eins og með Nasreddin og eggið. Sjóréttur Það var náttúrlega haldinn sjóréttur út af þessu og ég verð nú að segja það, þó að sýslumaðurinn okkar sé dauður, þá var hann mér nú ekki hlynntur. Mig minnir að það hafi verið haldnar einar fjórar yfirheyrslur og eitt kvöldið hringdi sýsli í mig og sagðist vera búinn að finna á mig sex mánaða réttinda missi vegna þess að áhöfnin var óskráð. Ég svaraði honum að hann yrði þá að dæma réttindin af öllum hinum, sem voru á sjó þennan dag, því allir voru með óskráð, hann væri ekki með opið á nóttinni, en hann var skrán- ingarstjóri líka. En við höfðum verið með áhöfnina tryggða og eins og hann vissi manna best, þá er skráningin ekkert annað en að áhöfnin skrifar undir og samþykkir að vera komin á slysa- og kauptryggingu. Ólafur Björnsson, fyrrverandi skip- Rifjum upp úr fyrri grein Arn- björns: Haustið 1954 fórum við feðgarnir að líta í kring um okkur eftir báti og í nóvemberlok feng- um loksins bát sem mér leist á. Það var ein blaðran enn, Anna frá Njarðvík hét hann fyrst, en Guð- finnur KE 32, þegar við keyptum hann. Þetta var 54 tonna bátur með 150 ha. June Munktell. Báturinn var í góðu standi eftir því sem gerðist og fékk hjá okkur nafnið Sæborg KE 4.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.