Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2016, Blaðsíða 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33
N ú eru 14 ár liðin frá því að Sjó-
mannablaðið Víkingur hrinti af
stað keppni milli sjómanna í
myndatökum. Það var ekki síst fyrir þá
vitneskju að til margra ára hafði staðið
yfir ljósmyndakeppni milli sjómanna á
Norðurlöndum sem varð hvatningin að
því að fá sjómenn á íslenskum skipum
til að keppa við kollega sína á hinum
Norðurlöndunum í ljósmyndun. Allt frá
því að við hófum þátttöku hefur þátt-
takan verið góð í íslensku keppninni og
einnig hefur okkar sjómönnum vegna
vel í Norðurlandakeppninni sem árlega
fer fram í einu af keppnislöndunum í
byrjun febrúar ár hvert. Enn og aftur
blásum við til keppni og hvetjum alla
sjómenn sem munda myndavélar sínar
að skoða myndasafnið sitt og taka stóra
skrefið og taka þátt.
Reglur keppninnar eru afar einfaldar.
Allir starfandi
sjómenn, sem og sjómenn sem hafa lok-
ið starfsferli sínum hafa rétt til að taka
þátt. Myndefnið má vera hvað sem er
hvort heldur teknar á landi, láði eða legi.
Myndirnar þurfa ekki endilega að vera
teknar á síðasta ári heldur má grafa vel í
myndasafninu. Löglegur eigandi myndar
telst vera sá aðili sem ýtir á afsmellarann
á myndavélinni og telst því vera ljós-
myndarinn. Myndum má ekki breyta
meira en nauðsynlegt telst. Það sem fell-
ur undir það er litaleiðréttingar, kroppun
og afrétting en ekki má skeyta saman
tveimur myndum í eina með aðferðum
Photoshop.
Hver ljósmyndari má senda inn allt
að 15 ljósmyndir í hvaða formi sem er
en reyndar hafa einungis stafrænar
myndir borist á síðustu árum. Óskað er
eftir að allar stafrænar myndir séu send-
ar í mestu
upplausn. Ljósmyndarar eru beðnir um
að gefa myndum sínum nafn. Þá þarf að
liggja fyrir á hvaða skipi viðkomandi er á
eða hafði verið á séu viðkomandi kom-
inn í land. Skilafrestur er til 30. nóvem-
ber n.k. og skulu stafrænar myndir send-
ar á umsjónarmann keppninnar, Hilmar
Snorrason, á netfangið iceship@heims-
net.is en aðrar myndir sendast á
Ljósmyndakeppni sjómanna
FFSÍ v/Sjómannablaðsins Víkings
Grensásvegi 13
108 Reykjavík
Norðurlandaljósmyndakeppnin mun
að þessu sinni fara fram á Íslandi í byrj-
un næsta árs.
Þröstur Njálsson tók þessa mynd sem komst í 15 mynda úrslit Íslandskeppninnar í fyrra og þar af leiðandi í Norðurlandakeppni sjómanna í febrúar
síðastliðnum þar sem eigendur bestu myndanna fá höfðingleg verðlaun.
Ljósmyndakeppni
sjómanna 2016