Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 9
Verðbólgudraugurinn er vaknaður og kom- inn á stjá. Bílaleigubíl- ar eru helmingi dýrari hér en í Noregi. Kjúkl- ingabringur eru keypt- ar með léttgreiðslum. Til þess að kaupa íbúð þarf á endanum að kaupa hana þrisvar, út af þeim kjörum sem hér þykja sjálfsögð. Svo lengi sem ég man hefur Ísland verið í tómu rugli efnahagslega. Allt frá frumbernsku hafa hinar undarlegu, en lymskufullu óværur, Kreppa og Þensla, verið á sveimi í umhverfi mínu. Ég held að ég hafi verið innan við 10 ára þegar ég lærði að bera fram tungubrjótinn „verg þjóðarframleiðsla“ snurðu­ laust, án þess þó að vita fyrr en mörgum áratugum síðar hvað það hugsanlega þýddi. Ég er enn ekki viss. Minningar af jakkafataklædd­ um mönnum í sjónvarpssal að ræða víxlverkun launa og verðlags, hækkun lánskjaravísitölu, vísitölu neysluverðs og loðnuafla, standa mér ljóslifandi fyrir hugskots­ sjónum. Ég á náttfötunum með Star Wars dót í sjónvarpssófanum. Logi geimgengill að skylmast við Verð­ bólgudrauginn. Jóhannes Nordal að ræða við Helga E. Helgason. Köflótt tvíd ráðandi. Stöðugleiki. Íslenskur stöðugleiki. Það er eitt hugtakið. Að honum hefur verið stefnt frá því elstu menn muna, með ótal stefnumarkandi og ábúðarfullum yfirlýsingum í sjónvarpssal, en hann hefur líklega aldrei náðst. Íslenskur stöðugleiki er eins og andartakslogn í Vestur­ bænum. Í smástund heldur maður þegar vind lægir að á Íslandi sé gott veður að jafnaði, að hægt sé að spila badminton utandyra, eins og karlinn sagði, en svo kemur alltaf rokið aftur. Hafgolan. Vindurinn. Lætin í flaksandi bréfalúgunni í suðvestanhvelli. Á eftir Kreppu kemur Þensla, og á eftir Þenslu kemur Kreppa. Þar sem er Karíus, þar er Baktus. Þannig vindur þessum leikþætti, þessum farsa, fram sífellt og endalaust, inn og út, upp og niður og úti í sal situr Krónan í myrkrinu og kastast til og frá eins og áhorfandi í hlátra­ sköllum, hláturhóstandi í andnauð og við það að detta af sætisbríkinni út af enn einni bakfallandi fimm­ aurabrandarasenunni í leikhúsi fáránleikans. Svona gengur þetta. Um skamma hríð, að mig minnir, var um það rætt á Íslandi að kannski mætti hugsanlega reyna eitthvað til þess að koma meira jafnvægi á partíið. Skipta út Krónunni. Fá Evru. Setja annað leikrit á svið. Minnka sveiflur. Koma meiri ró á atburðarásina. Sú umræða náði einna helst siglingu í kjölfar þess að allt efnahagskerfið í heild sinni hrundi mánudaginn 6. október 2008 klukkan þrjú og allir bankar á Íslandi fóru á hausinn. Það var bakslag fyrir stöðugleika­ umræðuna. Eftir því sem tímanum vatt fram náðu íhaldsöflin að snúa gagnrýnendur sveifluhagkerfisins niður í Evrópudaðri sínu og veru­ leikinn varð aftur eins og hann átti að vera með tilheyrandi rússíbana­ lykkjum. Og nú er hún komin aftur, Þenslan. Ísland orðið dýrasta land í heimi og spámenn sitja á steinum í fjöruborði í lopapeysum, horfa út á hafið, setja fingur upp í loft og reyna að ímynda sér í krafti píreygðrar reynslu hvenær hún komi þá líka vinkonan hennar með látum, Kreppa. Og jafnvel Hrun. Þetta þýðir ekkert, er það, að vera eitthvað að reyna að breyta þessu, er það nokkuð? Er ekki best að kjósa bara Framsókn? Þannig er stemningin. Stjórnmálin segja pass. Liðin er sú tíð að hér á landi takist á ólíkar stefnur varðandi það hvernig best verði komið á þessum margumrædda stöðugleika, öllum í hag. Við það er unað að jafnvægið í efnahagslífinu verði áfram bara fjarlægur draumur, leiðarminni í umræðu, inntak alvörugefinna en innistæðulausra yfirlýsinga, og að það verði aldrei raungert í sjálfu sér. Galdurinn við íslensku stöðug­ leikana er að stöðugleika verði aldrei komið á. Hann er blekking. Eftirsókn eftir vindi, í vindi. Ísland sveiflast. Það er eðli þjóðarinnar. Efnahagslífið á að vera eins og veðrið. Enginn á að vita á hverju er von. Bara klæða sig vel. Og þetta reddast. Atvinnulífið á hjóli sínu er þó löngu farið annað. Borgar allt í erlendum gjaldmiðlum og gerir upp. Allt í góðu þar. Það er bara almenningur sem er dæmdur til eilífðra skoðanaskipta í Kastljósi um réttmæti krafna á vinnumark­ aði, innistæður kjarabóta, svigrúm í hagkerfi, áhrif stýrivaxtahækkana og reiknigrundvöll verðlagsvísitölu. Verðbólgudraugurinn er vakn­ aður og kominn á stjá. Bílaleigu­ bílar eru helmingi dýrari hér en í Noregi. Kjúklingabringur eru keyptar með léttgreiðslum. Til þess að kaupa íbúð þarf á endanum að kaupa hana þrisvar, út af þeim kjörum sem hér þykja sjálfsögð. Í óbreytanlegri, ævarandi efnahags­ legri lygasögu. Þannig mun það verða hér um aldir alda, og ekkert breytist. Kaffi­ bolli og sveiflur. Gnauðandi vindur og ekkert jafnvægi. Raddir að meta stöðuna. Dæs í umferðarteppu á Hringbraut. Víðsjá í útvarpinu og óborganlegur pistill í gangi um mikilvægi þess, í fjarstæðunni sem hér ríkir, að finna gleðina í því að ljúga til um viðhorf sín í skoðana­ könnunum, því ekkert skiptir máli. Ekkert gerist hvort sem er. Ég ætla að gera það næst þegar Gallup hringir, og hvíl í friði, minn kæri Eiríkur Guðmundsson. n Stöðugleikarnir Guðmundur Steingrímsson n Í dag FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fjölbreytt fréttaumfjöllun í opinni dagskrá fyrir fólkið í landinu. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti til að ræða helstu mál líðandi stundar. Þátturinn er sýndur á Hringbraut og frettabladid.is FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.