Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 10
Þar er ákveðið endurmat á viðbrögðum danskra stjórnvalda við þessum hamförum og sýnir hve seint þau brugðust við. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Gróa Bjarnadóttir lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi miðvikudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Eyrún Harpa Hlynsdóttir Torfi Jóhannsson Berglind Hrönn Hlynsdóttir Steinar Smári Einarsson Arnþór Ingi Hlynsson barnabörn og systkini. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona okkar, Ragnheiður Thelma Björnsdóttir lést þann 5. ágúst. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Nýrnafélagið. Brynjar Örn Sigurðsson Írena Ósk Brynjarsdóttir og fjölskylda Aron Lloyd Green og fjölskylda Björn Árnason Sif Björnsdóttir og fjölskylda Svava Friðþjófsdóttir Hafsteinn Halldórsson Kristján Hafsteinsson og fjölskylda Friðþjófur Hafsteinsson og fjölskylda Ragnheiður Sigurðardóttir Sigurður Jónsson Olga Ólafsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingvar Gíslason fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem lést miðvikudaginn 17. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 31. ágúst klukkan 13.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Karl Sævar Benediktsson sem lést þann 19. júlí sl. verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 1. september kl. 13. Helga Steinunn Hróbjartsdóttir Hróbjartur Darri Karlsson Þórhildur Sveinsdóttir Bjarni Karlsson Jóna Hrönn Bolladóttir Árni Heiðar Karlsson Aldís Ívarsdóttir og aðrir ástvinir. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma, Agnes Kjartansdóttir til heimilis í Mörk, Suðurlandsbraut 58, lést þann 23. júlí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Mörk þökkum við einstaka hlýju og alúð við umönnun síðustu vikurnar í lífi hennar. Dadda Guðrún Ingvadóttir Sveinn Óskarsson Benedikt Ingvason Áshildur Jónsdóttir Sigrún Björg Ingvadóttir Halldór Þorvaldsson barnabörn og barnabarnabörn. Nýútgefin bók um séra Jón Steingrímsson varpar nýju ljósi á viðbrögð danskra stjórnvalda við hamförum móðuharðindanna. arnartomas@frettabladid.is Jón Steingrímsson og Skaftáreldar er nýútgefin bók Jóns Kristins Einars- sonar sagnfræðings, sem býður upp á nýja sýn á atburðarás sem eldklerkurinn lenti í í miðjum Skaftáreldum. Bókin er að stofninum til BA-ritgerð í sagnfræði sem Jón Kristinn skilaði í byrjun árs 2020 undir leiðsögn Más Jónssonar. Hún er nú komin út í auknu og endurbættu bókarformi. „Miðpunkturinn í rannsókninni er séra Jón Steingrímsson sem er í seinni tíð aðallega þekktur fyrir sjálfsævi- söguna sem hann ritaði á árunum eftir Skaftárelda og hins vegar eldritin þar sem hann lýsir Skaftáreldum og áhrifum þeirra,“ segir Jón Kristinn. „Hann lendir svo í máli sumarið 1784 þegar hann er beðinn af Lauritz Thodal stiftamtmanni á Bessastöðum um að flytja sex hundruð ríkisdali í innsigluðum böggli til sýslu- mannsins í Vík í Mýrdal.“ Á leiðinni ákvað séra Jón að opna böggulinn og deildi úr honum pen- ingum til bágstaddra sem og sín sjálfs. Sú ákvörðun átti eftir að koma honum í vandræði og var hann kærður til yfir- valda í Kaupmannahöfn. Hann þurfti fyrir vikið að greiða sekt og biðjast opin- berlega afsökunar. Síðbúin viðbrögð Í bókinni greinir Jón Kristinn málið út frá áður ónýttum samtímaheimildum. „Það má segja að meginniðurstaðan sé sú að þarna eru íslenskir embættismenn annars vegar og danskir hins vegar í átökum um hvernig skuli haga þess- ari neyðaraðstoð, sem er að einhverju leyti nýtt sjórnarhorn á þessa atburði,“ útskýrir Jón Kristinn. Hvernig var sýn þeirra á hvernig skyldi haga neyðaraðstoðinni ólík? „Thodal stiftamtmaður vill senda Jón með peningana til Lýðs Guðmundssonar sýslumanns með mjög nákvæmar leið- beiningar og vildi fá reikninga og kvitt- anir fyrir því hvernig þeim væri úthlut- að. Það má eiginlega segja að hann hafi viljað fjarstýra þessari atburðarás með einhverjum hætti frá Bessastöðum,“ segir Jón Kristinn. „Þetta er í takt við þróun innan dansk-norska ríkisins, sem hófst um miðbik átjándu aldar og fólst í því að reynt var að auka miðstýringu og herða tök miðstjórnarinnar á fjarlægum svæðum eins og Íslandi.“ Þessar aðgerðir mættu andstöðu frá íslenskum embættismönnum sem vildu fá að haga málum eftir sínu lagi. Það tók Jón Kristin talsverðan tíma að vinna sig inn í skjölin sem hann notaðist við í rannsóknum sínum. „Skriftin er torlesin og ég naut mjög góðrar leiðsagnar frá Má leiðbeinanda mínum við að komast í gegnum þetta,“ segir hann og bætir við að eitt og annað hafi komið á óvart við rannsóknina. „Þeir sem hafa skrifað um atburði áður segja að það hafi verið sendir peningar til landsins frá Kaupmannahöfn 1784 og að peningarnir sem Jón deildi út hafi verið afrakstur söfnunar sem átti sér stað þar um veturinn.“ Þegar Jón Kristinn fór að gaumgæfa skjölin kom hins vegar í ljós að engir peningar voru sendir til landsins um vorið. „Þessir peningar sem Jón deildi út voru því ekki úr þessari söfnun heldur voru teknir úr sjóði tukthússins við Arn- arhól. Þannig að þar er ákveðið endur- mat á viðbrögðum danskra stjórnvalda við þessum hamförum og sýnir hve seint þau brugðust við.“ n Eldklerkur í nýju ljósi Bókin byggir á BA-ritgerð Jóns Kristins sem hann skilaði inn 2020. MYND/AÐSEND Framhlið á fimm ríkisdala seðli frá árinu 1779. Hugsanlega hafa seðlarnir sem séra Jón hafði með sér litið svona út. MYND/MYNT-SAFN SEÐLABANKA ÍSLANDS 1896 Jarðskjálfti ríður yfir Suðurland og falla margir bæir í Rangárvallasýslu. Styrkur skjálftans hefur verið metinn 6,9 stig á Richter. 1929 Vélbáturinn Gotta kemur úr Grænlandsleiðangri með fimm sauðnautskálfa til Íslands. 1972 Sumarólympíuleikar eru settir í München í Vestur- Þýskalandi. 1978 Albino Luciani verður Jóhannes Páll I. páfi. 1979 Snorrahátíð er haldin í Reykholti til að minnast átta alda afmælis Snorra Sturlusonar. 1984 Fyrsta Reykjavíkur- maraþonið er haldið með 214 þátttak- endum. 1991 Ísland tekur fyrst allra ríkja upp form- legt stjórnmálasam- band við Eistland, Lettland og Litáen. 2001 Norska flutningaskipið Tampa bjargar 438 flótta- mönnum við Jólaeyju í Kyrrahafi. 2002 Leiðtogafundur um sjálfbæra þróun hefst í Jóhann- esarborg. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.