Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 14
Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR Maður verður að geta hlegið að hlut- unum. Trúðanótt er einstakur viðburður í Tjarnarbíói í næstu viku þar sem trúðar landsins mæta og spinna saman atriði. Leikstjórinn Rafael Bianciotto verður spunameistari kvöldsins, en hann er sprenglærður og hefur kennt trúðleik í LHÍ frá 1994 og leik­ stýrði Dauðasyndunum. Fyrirkomulag sýningarinnar er þannig að áhorfendum er velkomið að mæta klukkan 19.00 og vera til 23.00, en einnig verður opnað inn í salinn klukkan 20.00, 21.00 og 22.00. Á þessum tímum skiptast inn á og út af trúðar, þannig að á hverjum klukkutíma er eitthvað nýtt að sjá. Spunahópurinn er samansettur af leikurum sem eiga það sameigin­ legt að hafa farið í gegnum þjálfun í trúðatækni, ýmist hjá Rafael Bian­ ciotto, Mario Gonzalez eða öðrum. Trúðatækni á uppruna sinn í franskri leiklistarhefð en hefur verið þróuð í núverandi mynd af Mario Gonzalez sjálfum. Þetta er í fjórða skipti sem áhorfendum er boðið að koma og sjá afrakstur og hugmyndir hópsins. Gríma Kristjánsdóttir er meðal trúða í Tjarnarbíói en hún vinnur einnig að nýrri trúðasýningu í leik­ stjórn Rafaels sem verður frumsýnd 23. september. Um er að ræða hálf­ gerðan einleik, en trúðurinn deilir sviðinu með tónlistarmanninum og organistanum Þórði Sigurðar­ syni. Gríma skrifar verkið og byggir á eigin reynslu af missi. „Trúðurinn er fullkominn til að takast á við missi. Hann segir sann­ leikann og er einlægur og gerir grín að hlutunum,“ segir Gríma, en hún missti báða foreldra sína og fjallar um bæði þau og missinn sjálfan. „Hann hífir upp sannleikann og raunverulegar aðstæður upp í eitthvað fyndið og skemmtilegt. Maður verður að geta hlegið að hlutunum.“ n Trúðurinn fullkominn til að takast á við missi Gríma Kristjáns- dóttir leikkona. Vinsælasta jarmið í vikunni er án efa bann karlrembunnar And­ rews Tate á ýmsum stórum og smáum miðlum. Eftir að Facebook, Insta­ gram og TikTok tilkynntu um algjört bann á efni frá Andre Tate vegna kvenhaturs, tóku netverjar upp á því að senda frá sér sínar eigin yfirlýsingar fyrir hönd annarra jaðarforrita og vefsíðna. n n Nýjustu fréttir: Andrew Tate hefur verið bannaður á Bland.is n Andrew Tate kominn í lífs- tíðarbann á Jeremy Renner appinu n Nýjustu fregnir herma að Andrew Tate hafi verið gerður brottrækur af Porn- hub n Andrew Tate fær ekki að keppa í RuPaul’s drag race n EduRoam Wifi hefur bannað Andrew Tate að tengjast þráðlausu neti Andrew Tate bannaður á Bland.is n Netfyrirbærið n Uppskriftin Nú þegar sumarleyfinu er að ljúka og skólaárið að hefjast eiga margir erfitt með að snúa við sólarhringnum og hafa lítinn sem engan tíma til að huga að morgunmatnum. Því er gott að kunna nokkrar uppskriftir sem taka aðeins nokkrar mínútur. Vegan vefja Tortilla vefja Kryddblanda (papríka, chili, laukur, hvítlaukur, engifer) ½ laukur 1 stór tómatur 2-3 sveppir 100 g tófú ½ dós af svörtum baunum Vegan majónes Rífið tófú niður í litla bita og steikið á pönnu með lauk, tómat og svepp­ um. Kryddið eftir smekk og bætið svörtum baunum út í sömu pönnu með vökvanum. Blandið sömu kryddblöndu við majónes og smyrjið vefjuna. Rúllið svo öllu saman og njótið áður en strætó kemur. n Tíu mínútna vegan vefja í morgunmat Einnig má nýta allt afgangs grænmeti sem er til og skella því á pönnuna. 29. ágúst mánudagur n Buck’s Moonlight Revival Gakurinn kl. 20.00 Kandadíska Lo-Fi þjóðlaga- dúóið Buck’s Moonlight Revival hefur Evrópureisu sína á Íslandi. n Fyndið kvöld Frederiksen kl. 21.00 – 22.30 Uppistandskvöld á hverjum mánudegi á Frederiksen Ale House. Sviðið er laust, vilt þú prufa? 30. ágúst þriðjudagur n Trúðanótt Tjarnarbíó kl. 19.00 – 23.00 Trúðar landsins mæta og spinna saman atriði sem aldrei hafa sést áður. n Pant spila við Pant vera blár! Spilavinir kl. 18.30 Stjórnendur vinsælasta borð- spilahlaðvarps Íslands spila við gesti. Frítt inn og kaldur á krana. 31. ágúst miðvikudagur n Þetta veit ég / Þetta ímynda ég mér Norræna húsið kl. 19.00 – 20.30 Alþjóðleg ljóðadagskrá með skáldum frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð og Mexíkó. Það sem tengir skáldin sem koma fram á viðburðinum er sjálfssögulegur þráður í sumum verka þeirra. n Warhammer spilakvöld Nexus kl. 18.00 – 22.00 Warhammer spilakvöld þar sem fólk getur komið og spila allt sem heitir Warhammer. 1. september fimmtudagur n Óperan Mærþöll Gamla bíói kl. 20.00 – 22.00 Óperan Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frum- sýnd. Henni er best lýst sem fullorðins ævintýraóperu, en söguþráðurinn er byggður á gömlu íslensku ævintýri, Mær- þallar sögu. n Intelligent Instruments Mengi kl. 19.30 – 23.00 Afmælistónleikar Intelligent Instruments. Fram koma Jo- nathan Chaim Reus, Marco Donna rumma, Hekla og Bob Hermit. Hvað er um að vera í næstu viku? Akureyrarvaka Akureyri Hvað? Akureyrarvaka verður haldin hátíðleg 26. til 28. ágúst eftir tveggja ára hlé. Um er að ræða árlega bæjarhátíð til að fagna afmæli Akureyrarbæjar. Drauga­ slóð, útitónleikar, hjólað í tweed­ fötum og miðnætursigling er meðal þess sem er í boði. Fyrir hvern? Alla fjölskylduna. Hátíðin er full af fjölbreyttum uppákomum og upplifunum sem gestir, bæjar­ búar og ferðamenn geta notið saman. Í túninu heima Mosfellsbær Hvað? Líf og fjör á bæjarhátíð Mos­ fellsbæjar. Þekktir dagskrárliðir verða í boði eins og Ullarpartí og markaðsstemning í Álafoss­ kvoð, flugvéla­ og fornbílasýning á Tungubökkum, kjúkliunga­ festival, Tindahlaup, stórtón­ leikar á Miðbæjartorgi, götugrill og glæsilegt Pallaball. Fyrir hvern? Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki taka virkan þátt í hátíðinni og ættu allir að geta fundið eitt­ hvað við sitt hæfi. Frítt verður í Strætó allan laugardaginn fyrir Mosfellinga og gesti þannig að það er tilvalið að skilja bílinn eftir heima. n

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.