Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 18
 Burnirót er notuð gegn stressi og þróttleysi og til að auka einbeitingu og úthald. Þóra Ellen Þórhallsdóttir Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í LIFE- verkefni ESB, sem er fjármögnunaráætlun fyrir umhverfið og aðgerðir sem sporna gegn hlýnun jarðar. Samvinna Evrópusambands- ins og Íslands er margháttuð þegar kemur að nýsköpun. Fjármögnunartækifærum fyrir íslensk verkefni er alltaf að fjölga og ef velgengni Íslands heldur áfram munum við sjá virkilega spennandi hluti í framtíðinni. Þetta segir Lucie Samcová Hall- Allen, sendiherra Evrópusam- bandsins á Íslandi, og bætir við að það sé varla hægt að ræða íslenska nýsköpun án þess að minnast á þátttöku Íslands í fjármögnunar- áætlunum Evrópusambandsins. „Síðastliðin 30 ár hefur árangur Íslands í nýsköpun verið eftir- tektarverður. Allir græða í þessu samstarfi: Íslenskar stofnanir og fyrirtæki fá fjármagn frá ESB og leggja á móti til lausnir við ein- hverjum af mest áríðandi áskor- unum samtímans. Íslenskt hugvit hefur snert líf fólks um allan heim – hvort sem er með aðgerðum sem sporna gegn loftslagsbreytingum eða framsæknum lausnum í læknavísindum. Ég er einstaklega ánægð með það hlutverk sem ESB hefur leikið í því að styðja við hug- vitsfólk á Íslandi,“ segir Lucie. Þegar hún er spurð hvernig Ísland standi sig í samanburði í nýsköpunarheiminum, er það á einhvern hátt frábrugðið, svarar hún: „Horizon 2020 verkefni ESB var starfrækt í sjö ár og lauk nýlega, þar náðu íslenskir þátttakendur árangri svo eftir var tekið. 20% af umsóknum sem bárust frá Íslandi voru samþykkt og er það langt yfir meðaltali annarra landa sem tóku þátt. Á þessum árum var um 20 milljörðum króna veitt í styrki til íslenskra verkefna á sviði vísinda og tækni og ég er mjög bjartsýn með framtíð þessa góða samstarfs. Arftaki Horizon 2020, hið svokall- aða Horizon Europe-verkefni, er stærsta og metnaðarfyllsta rann- sóknar- og nýsköpunarverkefni ESB til þessa, en um 14 milljörðum íslenskra króna verður varið í verkefnið. Því eru næg tækifæri fram undan.“ Eru f leiri tækifæri sem bjóðast Íslendingum og er vert að nefna? „Horizon er langt því frá eina nýsköpunarprógrammið sem Ísland tekur þátt í. Annað gott dæmi um slík verkefni er Nýsköp- unarsjóður ESB, sem veitti Carbfix nýverið stærsta styrk sem nokkurt íslenskt fyrirtæki hefur hlotið – 16 milljarða króna sem munu fara í að þróa og byggja móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíoxíð,“ greinir Lucie frá og heldur áfram: „Síðan er Erasmus+ senni- lega best þekkta fjármögnunar- áætlun ESB á Íslandi, en hún gerir íslenskum nemendum kleift að læra við menntastofnanir víðs vegar um heiminn. Frá og með árinu 2021 hefur því verkefni verið úthlutað 3.900 milljörðum króna í fjármagn, sem er tvöfalt meira en það hafði áður til ráðstöfunar. Þetta þýðir að enn fleiri ungmenni munu njóta góðs af verkefninu og ég trúi því að alþjóðleg reynsla eins og skiptinám komi til með að móta nýja kynslóð af frum- kvöðlum. Að lokum má nefna að Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í LIFE- verkefni ESB, sem er fjármögnun- aráætlun fyrir umhverfið og aðgerðir sem sporna gegn hlýnun jarðar. Ísland er einnig þátttakandi í Digital Europe og European Space Programme ásamt ýmsum fleiri spennandi verkefnum. Fjár- mögnunartækifærum fyrir íslensk verkefni er alltaf að fjölga og við munum sjá virkilega spennandi hluti í framtíðinni,“ segir Lucie. n Framtíðarlausnir – árangur Íslands í nýsköpun Á myndinni eru frá vinstri Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, Björn Örvar, einn stofnenda BIOEFFECT, Stuart Bronson, fjármálastjóri Nanom og einn stofnenda fyrirtækisins, Birgir Örn Smárason, fagstjóri á sviði sjálfbærni og eldis hjá Matís, og Lucie Samcová Hall-Allen, sendiherra Evrópusambandsins. Í afar áhugaverðu nýsköp- unarverkefni hjá Háskóla Íslands verða ólíkir stofnar burnirótar bornir saman með hliðsjón af möguleik- um til ræktunar á plöntunni í fremur stórum stíl. Verkefnið er einstaklega hagnýtt því árlegt markaðsvirði afurða úr burnirót er að minnsta kosti 3,5 milljarðar króna og eftirspurn vex stöðugt eða um hartnær 8 prósent á ári, að sögn vísindafólks við HÍ. Í verkefninu er meðal annars horft til vistfræði, efnafram- leiðslu, erfðafjölbreytni og skyld- leika plöntunnar, að sögn Þóru Ellenar Þórhallsdóttur, prófessors í grasafræði við HÍ, en hún leiðir rannsóknateymið sem fékk styrk úr Tækniþróunarsjóði til rann- sókna á burnirótinni. „Burnirót er vafalaust ein allra verðmætasta lækningaplantan í íslensku flórunni,“ segir Þóra Ellen. „Á láglendi er hún núna nánast bundin við kletta, gljúfur og hólma en þar sem búfjárbeit er lítil á hálendinu finnst hún sums staðar í stórum breiðum í mólendi og deigu landi. Svo vex burnirót uppi á mjög hrjóstrugum fjöllum, til dæmis á Vestfjörðum. Ég held að burnirót hafi eitthvað verið safnað hér á landi síðast- liðinn áratug og á að minnsta kosti einum stað á miðhálendinu sé ég að hún virðist vera horfin og ég tel líklegra að það sé vegna söfnunar frekar en beitar. Það er jarðstöng- ullinn sem er notaður og því þarf að grafa alla plöntuna upp.“ Þóra Ellen segir að burnirótar- plöntur verði settar í tilrauna- ræktun í tvö ár til að bera saman vaxtarhraða og eiginleika ólíkra stofna og leiðir þeirra til fjölgunar. „Þótt burnirót finnist í öllum landshlutum, allt frá sjávarmáli og upp í 1.000 metra hæð, þá er hún alls ekki algeng. Áreiðan- lega hefur burnirót verið víðar áður fyrr en hún er mjög eftirsótt beitarjurt og hverfur þar sem sauðfjárbeit er stöðug,“ segir Þóra Ellen, sem hefur sérhæft sig í gróðurframvindu, blómgunar- líffræði og í verðmætum náttúru sem allt skiptir máli í þessu verk- efni, auk þess sem hún hefur beint sjónum að loftslagsbreytingum í rannsóknum sínum. Notuð til að auka einbeitingu og líkamlegt þol „Burnirót er notuð gegn stressi og þróttleysi og til að auka einbeit- ingu og úthald. Klínískar rann- sóknir virðast styðja við þessa verkun þótt hún sé ekki að fullu sönnuð og þörf sé á ítarlegri rann- sóknum. Þá má nefna að burnirót hefur sýnt mótverkandi áhrif gegn veirum og öndunarfærasjúk- dómum af þeirra völdum og rann- sóknir hafa meðal annars beinst að áhrifum hennar á æðasjúkdóma, krabbamein og sykursýki. Í þessu verkefni koma saman aðilar sem vilja finna bestu leið fyrir ræktun burnirótar á Íslandi með afurðum sem markaðssetja má sem sjálf- bært framleidda hágæðavöru.“ Fjölfræðilegt verkefni – ryður burt hindrunum Þau sem koma að verkefninu frá HÍ eru til dæmis grasafræðingur, erfðafræðingur og tveir lyfja- fræðingar og sérfræðingar í nátt- úruefnum. Þóra Ellen er eins og áður sagði verkefnisstjóri, en auk hennar koma eftirfarandi vísinda- menn að verkefninu: Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði, Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna, og Maonian Xu, sérfræðingur hjá Heilbrigðisvísindastofnun. Aðrir þátttakendur eru María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson sem reka Hulduland í Skagafirði þar sem tilraunaræktun burni- rótarinnar mun fara fram og Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiski- og fiskavistfræði við HÍ, en hún er frumkvöðull í hagnýtingu náttúruefna, ekki síst úr sjó og er einnig stofnandi nýsköpunarfyrir- tækisins Taramar. Möguleikar á nýrri búgrein Þóra Ellen segir að með verkefninu skapist möguleikar fyrir nýja auka- búgrein hjá íslenskum bændum og skilgreint verði framleiðsluferli sem leiðir til þess að ný verðmæt afurð spretti á markaði sem íslensk fyrirtæki á snyrtivöru-, náttúru- lyfja- og fæðubótarefnamarkaði, geti nýtt sér. „Samstarfsaðilar okkar, Flore- alis og PureNatura, fá tækifæri til að kaupa og markaðssetja íslenska burnirót sem sjálfbæra hágæðavöru. Eins og staðan er nú er enginn hér á landi sem fram- leiðir jurtir eftir þeim kröfum sem gerðar eru til hráefna jurtalyfja. Mikil efnahagsleg tækifæri felast í ræktun lækningajurta á Íslandi, meðal annars þar sem framboð á hráefnum hefur í mörgum til- fellum verið af skornum skammti vegna mikilla þurrka í Evrópu og víðar síðastliðin ár. Samkeppnin er hörð og framleiðendum hefur farið fækkandi, sérstaklega þeim sem framleiða hráefni sem samræmast kröfum lyfjayfirvalda. Horft er til Íslands varðandi hreinleika og því mikill áhugi bæði í nálægum og fjarlægum löndum um kaup á íslensku hráefni.“ n Burnirótin getur gefið mikið af sér Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við HÍ, leiðir rann- sóknateymið sem fékk styrk úr Tækniþró- unarsjóði til rannsókna á burnirótinni. MYND/KRISTINN INGVARSSON 4 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.