Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.08.2022, Blaðsíða 22
Ríki heims keppast við að vera með sem hagfelldast hagkerfi til að lokka til sín sprota- fyrirtæki. Ísland má ekki vera eftirbátur annarra landa í þeim efnum. Verkefnið okkar snýst um að rann- saka áhrif sýklalyfja af þessum flokki makról- íða á frumusérhæfingu húðþekjufruma. Lyf eru gríðarlega mikilvæg við að takast á við sjúkdóma og þau veita í sumum til- vikum varanlega lausn frá þeim. Fyrir kemur að auka- verkun af lyfi reynist mjög gagnleg gegn allt öðrum vandamálum eða sjúkdóm- um en lyfið var upprunalega þróað fyrir. Aukaverkanir af svona toga eru einmitt til rannsóknar þessa dag- ana í sérstöku nýsköpunarverkefni hjá Lífvísindasetri Háskóla Íslands, en ætlunin er að létta fólki með húðsjúkdóma lífið. Lífvísindasetrið er formlegur samstarfsvettvangur rannsókna- hópa í sameinda- og lífvísindum. Rannsóknin miðar að því að skoða hvernig og hvort breiðvirka sýklalyfið azitrómýcín geti hjálpað mörgum þeim sem glíma við alvar- lega húðsjúkóma. Margir kannast við sýklalyfið azitrómýcín sem selt er í lyfjaversl- unum eftir ávísun frá lækni, en þau tilheyra flokki lyfja sem kölluð eru makrólíðar. Azitrómýcín kom fyrst á markað skömmu fyrir 1990 og þótti þá marka nokkur tímamót en lyfið hindrar vöxt baktería með því að stöðva próteinframleiðslu þeirra. „Verkefnið okkar snýst um að rannsaka áhrif sýklalyfja af þessum flokki makrólíða á frumu- sérhæfingu húðþekjufruma. Þótt húðsjúkdómar séu sjaldan ban- vænir eru þeir mikil byrði öllum þeim sem af þeim þjást og sömu- leiðis á heilbrigðiskerfið. Hátt hlut- fall húðsjúkdóma sýnir veikingu í þekjuvefnum sem undirliggjandi orsök.“ Þetta segir Þórarinn Guðjóns- son, prófessor og forseti Lækna- deildar, sem leiðir rannsókna- verkefnið. Hann segir að sýnt hafi verið fram á að makrólíðar, og þá sérstaklega lyfið azitrómýcín, hafi þekjustyrkjandi og bólgu- hamlandi áhrif á vefi. „Við vinnum náið með íslenska lyfjafyrirtækinu EpiEndo pharma- ceuticals en fyrirtækið hefur þróað lyfjaafleiður af azitrómýcín þar sem búið er að fjarlægja sýkla- drepandi áhrif þeirra.“ Það er sannarlega nýsköpunar- flötur í þessu verkefni sem lýtur að mjög áhugaverðum prófunum á virkni nýrra lyfja. Ætlun Þórarins og félaga er að rannsaka áhrif þessara nýju efnasambanda sem vísindamennirnir nefna dermó l- íða á húðþekjufrumur í rækt. „Við erum að byrja þessa rann- sókn og erum að byggja upp vefjaræktunarkerfi fyrir húð. Þess vegna er of snemmt að segja til um virkni þessar lyfja enn sem komið er, en rannsóknunum er ætlað að skapa vettvang fyrir þróun dermólíða sem arðbærrar vöru til notkunar gegn húðsjúkdómum.“ Miklar væntingar Þórarinn hefur allan sinn rann- sóknaferil haft mikinn áhuga á þekjuvef í hinum ýmsum líffærum og þeim sjúkdómum sem verða í þekjunni. Áhugi hans hefur lengi legið í stofnfrumum í þekjuvef og hvernig þær byggja upp þekju- vefi og viðhalda byggingu þeirra, en jafnframt hefur Þórarinn lagt kapp á að skilja hlutverk stofn- fruma í þróun sjúkdóma á borð við krabbamein og ýmsa aðra lang- vinna sjúkdóma. „Ég hef lengst af stundað rann- sóknir í tengslum við brjósta- krabbamein en einnig á sjúkdóm- um í lungum. Það voru einmitt rannsóknir í lungum sem tengdu mig inn í rannsóknir á sýklalyfum. Ég og samstarfsfélagar mínir sýndum árið 2006 að azitrómýcín styrkir lungnaþekjufrumur í rækt. Síðan leiddi eitt af öðru og árið 2014 var EpiEndo pharmaceuticals stofnað af Friðriki Rúnari Garðars- syni lækni. EpiEndo smíðaði og fékk einkaleyfi á lyfjaafleiðum af azitrómýcíni þar sem búið var að fjarlægja sýkladrepandi áhrifin. Til að gera langa sögu stutta þá er ein af þessum lyfjaafleiðum komin í klínískar prófanir erlendis, gegn langvinnri lungnateppu.“ Þórarinn segir að í ljósi þess árangurs sem rannsóknahópur hans hafði náð í samstarfi við Epi- Endo með rannsóknir og prófanir lyfja í lungum, þá hafi legið beinast við að prófa sambærilegar lyfja- afleiður á aðrar þekjufrumur. Í því sambandi hafi húðþekjan þótt tilvalin þar sem hún verði fyrir miklu áreiti. „Við höfum miklar væntingar varðandi þessa rannsókn í ljósi fyrri rannsókna okkar í lungum.“ Gríðarleg samfélagsleg áhrif Þegar horft er til áhrifa þessarar rannsóknar Lífvísindaseturs HÍ á samfélagið, liggur fyrir að mark- miðið er að þróa lyf og betri með- ferðarúrræði gegn þungbærum sjúkdómum. Verkefnið á þannig beinlínis að stuðla að bættri lýð- heilsu. Til viðbótar þessu er efling rannsókna í heilbrigðisvísindum og betri heilsa hluti af heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna sem er mikilvægur hluti af heildarstefnu Háskóla Íslands, HÍ26. „Svona rannsókn er liður í að efla velsæld þjóðar, efla lífsgæði og ævilengd. Okkar þekking á frumu- og vefjaræktunum og samstarf við lyfjaþróunarfyrirtæki sýnir hvernig samstarf háskóla og atvinnulífs getur leitt til aukinar nýsköpunar. Í þessu samstarfi hefur aðgengi að innviðum Lífvísindaseturs Háskóla Íslands verið algjört lykilatriði.“ n Verður sýklalyf grunnur að nýju lyfi? Þórarinn Guð- jónsson, pró- fessor og forseti Læknadeildar, leiðir rann- sóknaverkefnið. MYND/KRISTINN INGVARSSON Samtök sprotafyrirtækja eru öflugustu samtök sprota á Íslandi og mikilvæg hags- munasamtök í nýsköpun. „Til að byrja með er fyrirtæki aðeins hugmynd og þess vegna er orðið sproti svo fallegt; þetta er fræ sem þarf að vökva svo það fái vaxið.“ Þetta segir Nanna Elísa Jakobs- dóttir, viðskiptastjóri á iðn- aðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI). Undir hana heyra fjórir starfsgreinahópar hjá SI, þar á meðal Samtök sprotafyrirtækja (SSP). „Þegar Samtök sprotafyrir- tækja voru stofnuð árið 2004 var lítill stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki á fyrstu stigum. Til- gangur samtakanna hefur frá upphafi verið að höfða til stjórn- valda og almennings að tryggja að hér sé umhverfi sem styður við vöxt sprotafyrirtækja og vekja athygli á því hversu mikilvægt sé að sprotafyrirtæki geti vaxið og dafnað hér á landi, og hvað þurfi til svo það sé hægt. Í samtökunum er mikil gróska og grasrótarstemn- ing, og hópurinn samanstendur af skemmtilegu og öflugu fólki því það eru magnaðir einstaklingar sem ákveða að stofna fyrirtæki,“ greinir Nanna Elísa frá. Nýsköpunarlandið Ísland Það er margt á verkefnalista Sam- taka sprotafyrirtækja. „Eitt stærsta hagsmunamálið hefur verið skattfrádráttur vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar; að sprotafyrirtæki fái endurgreidd- an hluta af skatti sem þau greiða af kostnaði sem fer í rannsóknir og þróun. Það er grundvöllur nýsköp- unar því fyrirtæki í nýsköpun hala ekki inn tekjur fyrstu árin þegar þau eru í þróun lausna sem fara á markað síðar. Þá þurfa þau nauð- synlega á stuðningi frá ríkinu að halda, til að geta skapað og komið hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Nanna Elísa og heldur áfram: „Við tölum um þennan skattfrá- drátt sem fjárfestingu því það er jú það sem þetta er; fjárfesting ríkisins í störfum framtíðar, hagvexti og lausnum sem koma til með að leysa okkar stærstu áskoranir, lofts- lags vána, öldrun þjóðar og fleira. Almennt liggur bann EES við að ríki styðji við fyrirtæki í rekstri, en veitt er sérstök undanþága þegar um nýsköpunarfyrirtæki er að ræða, enda metur EES nýsköpun eitt af grundvallaratriðum í uppbyggingu samfélaga þegar kemur að störfum, hagvexti og samfélagslegum áskor- unum.“ Tímabundinn skattfrádráttur til tveggja ára hefur þegar áunnist fyrir sprotafyrirtæki, en Nanna Elísa segir mestu skipta að hann verði ótímabundinn. „Annað skapar óvissu gagnvart fjárfestum sem í auknum mæli gera kröfu um að sprotafyrirtæki séu staðsett í ríkjum með öflugt stuðningsumhverfi. Við þurfum því að geta sent út boð um að Ísland ætli að vera nýsköpunarland og festa það í sessi,“ segir Nanna. Annað hagsmunamál SSP er kortlagning á aðstöðu fyrir sprota- fyrirtæki í líf- og djúptækni. „Slík fyrirtæki þurfa vottaðar rannsóknastofur og oft þróaðri aðstöðu og aðgang að tólum og tækjum. Fyrirtæki eins og Össur, Marel og Controlant eru dæmi um sprotafyrirtæki sem þróuðu tækja- búnað og til þess þarf góða aðstöðu sem mætir þörfum til þróunar og prófana. Þess háttar aðstaða er af skornum skammti hér á landi og við köllum eftir að stjórnvöld komi á fót aðstöðu og tækjabúnaði til að mæta þessari þörf,“ segir Nanna Elísa. Heimurinn slæst um sprotana Íslendingar standa framarlega í nýsköpun og má nefna Marel, Össur og CCP sem byrjuðu sem sprotafyrirtæki en eru nú orðin risavaxin alþjóðleg fyrirtæki. „Það er til mikils að vinna að styðja við íslensk sprotafyrir- tæki og við erum með mörg mjög spennandi fyrirtæki í dag, eins og Alor með sjálf bærar rafhlöður, Ankeri sem þróar hugbúnaðar- lausnir til að tryggja orkunýtni f lotans og GeoSilica sem vinnur fæðubótarefni úr kísli. Sprota- fyrirtæki eru jafnframt grunnur að sívaxandi hugverkaiðnaði Íslendinga, hann leggur til 16 prósent af útf lutningstekjum þjóðarbúsins og þar gegna sprota- fyrirtæki stóru hlutverki,“ segir Nanna Elísa. Flóra sprotafyrirtækja er fjölbreytt í SSP og segir Nanna mikilvægt að ólíkir aðilar komi að borðinu til að deila hindrunum og tækifærum. „SSP eru langöflugustu samtök sprota á Íslandi og mikilvæg hags- munasamtök sem miðla áherslu- atriðunum áfram. Hópurinn sækir styrk sinn í fjölbreytileikann og þess vegna reynum við að hvetja fleiri og fleiri sprotafyrirtæki til að ganga í félagsskapinn.“ Hún segir ríki heims í dag kepp- ast við að vera með sem hagfelldast hagkerfi til að lokka sprotafyrir- tækin til sín. „Allir vilja störf í sitt hagkerfi, og þetta eru góð og skapandi störf sem krefjast mikillar menntunar við rannsóknir og þróun, og skapa auðvitað tekjur fyrir þjóðarbúið. Því leggjum við ríka áherslu á að Ísland verði ekki eftirbátur ann- arra landa í þeim efnum.“ Öll kyn fái aðgang að fjármagni SI og SSP eiga í góðu samstarfi við Tækniþróunarsjóð. „Við höfum lagt okkar á vogar- skálarnar til að ná fram auknum fjármunum til styrkja úr sjóðnum, sem og aukna skilvirkni í umsókn- arferli og útdeilingu styrkja. Þá höfum við lagt ríka áherslu á kaup réttarkerfi svo sprotafyrirtæki geti umbunað starfsfólki sínu með kaupréttum,“ upplýsir Nanna Elísa. Að undanförnu hafi jafnrétti í fjármögnun fyrirtækja verið mikið í umræðunni. „Tölfræðin sýnir að konur og kvenkynsleidd teymi fá ekki jafn mikið fjármagn og karlkyns leidd teymi. Við vinnum nú með hags- munaaðilum til að leita ástæðu þessa og til að vinna bót á þessu, þegar við vitum hvert vandamálið er. Til að nýsköpun á Íslandi nái vaxtarmöguleikum sínum er áríð- andi að öll kyn hafi jafn mikinn aðgang að fjármagni.“ n Sjá allt um Samtök sprotafyrir- tækja á si.is Fræ sem þarf að vökva svo vaxi Nanna Elísa hvetur sprotafyrirtæki til að ganga í samtökin. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 8 kynningarblað 26. ágúst 2022 FÖSTUDAGURNÝSKÖPUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.