Fréttablaðið - 01.09.2022, Side 2
Notkun ADHD-lyfja
jókst um tæp tuttugu
prósent frá 2020 til
2021.
Þrír heimar mætast
Það er óhætt að segja að veðrið hafi ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins og nágrennis í gær þegar rigning og rok einkenndu daginn. Þessir þrír létu
veður og vinda þó ekki stoppa sig og sinntu sínu meðan þeir ýmist hlupu eða gengu með fram Sæbrautinni í úrhellisrigningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
helenaros@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Notkun ADHD-
lyfja árið 2021 var mest á meðal
drengja á aldrinum 10 til 14 ára.
Á síðasta ári fengu 166 af hverjum
þúsund drengjum ávísað slíkt lyf að
minnsta kosti einu sinni.
Þetta kemur fram í nýjasta tölu-
blaði Talnabrunns, fréttabréfs Emb-
ættis landlæknis.
Notkun ADHD-lyfja hjá börnum
og fullorðnum jókst um tæp tutt-
ugu prósent á milli áranna 2020 til
2021. Notkunin nam rúmlega 51
dagskammti á hverja þúsund íbúa á
dag samanborið við 43 dagskammta
árið áður.
Samkvæmt fyrri úttektum Emb-
ættis landlæknis á notkun ADHD-
lyfja á Íslandi má sjá að notkun
þeirra hefur aukist mikið undan-
farinn áratug. n
Ungir drengir
notuðu mest af
ADHD-lyfjum
Unnur Ösp Stefánsdóttir
leikkona sótti dóttur sína í
Reykjadal fyrir tveimur vikum
og áttaði sig á að staðurinn
væri byrjaður að drabbast
niður. Aðgengismálum væri
ábótavant. Hún sendi því póst
á Harald Þorleifsson sem svar-
aði um hæl og verður fyrsti
rampurinn vígður á morgun.
benediktboas@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Haraldur á að vera
okkur öllum fyrirmynd. Þetta er
ekki síst innblástur varðandi það
hversu hratt hlutir geta gengið fyrir
sig með samtakamætti og kannski
smá brjálæði. Þarna kemur hann,
grípur boltann og þrykkir öllu í
gang. Við erum í alvörunni í sjokki
yfir því hversu hratt þetta hefur
gengið fyrir sig. Það eru tvær vikur
síðan við sóttum dóttur okkar í
Reykjadal,“ segir Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir en á morgun verður fyrsti
nýi rampurinn í Reykjadal vígður.
Ramparnir í Reykjadal voru margir
hverjir orðnir lúnir og þreyttir og
því er þetta kærkomið.
Leikarahjónin Unnur Ösp og
Björn Thors þekktu athafnamann-
inn Harald Þorleifsson ekki neitt
fyrir. Þau sóttu dóttur sína Bryn-
dísi í Reykjadal og keyrðu burt með
tárin í augunum en hjartað fullt
af þakklæti enda Reykjadalur ein-
stakur staður.
Á heimleiðinni helltust tilfinn-
ingarnar yfir þau. „Þessi staður er
uppfullur af slíkum mannauði og
kærleika að maður á ekki orð af
þakklæti en húsnæðið er byrjað að
drabbast niður. Og merkilegt nokk
eru aðgengismálin ekki í lagi. Við
fórum að tala um þetta og í algjöru
hvatvísiskasti settist ég niður við
tölvuna og sendi á Harald. Ég þekkti
hann ekki neitt. En ég segi honum
söguna, hann svarar örskömmu
síðar og spyr hvað þurfi að gera og
hvernig.“
Unnur viðurkennir að hún hafi
ekki alveg átt von á svona skjótum
svörum.
„Ég hef alveg setið í stjórnum sem
hafa fundað um safnanir svo mán-
uðum skiptir en þetta kennir manni
að það er hægt að gera hlutina ansi
hratt. Stjórnsýslan mætti alveg
vinna á þessum hraða,“ segir hún.
Unnur og aðrir foreldrar ætli ekki
að láta staðar numið heldur gefa
hreinlega í og taka Reykjadal í gegn
enda margt komið til ára sinna inn-
andyra. „Mér finnst þetta vera inn-
blástur fyrir okkur sem samfélag og
eins fyrir fólk með fjármagn á milli
handanna sem getur látið hjartað
tikka á réttum stað og láta gott af sér
leiða. Okkur, ásamt fleiri foreldrum,
langar að þetta verði okkur hvatn-
ing til að halda áfram, þetta er bara
byrjunin. Við ætlum að starta átaki
um að taka Reykjadal í gegn.
Við eigum dóttur sem kemst
ekki í barnaafmæli í Ævintýralandi
í Kringlunni eða Smáralind. Börn
í hjólastól hafa ekki þau tækifæri.
Auðvitað eigum við þá að búa til
f lottasta Ævintýralandið í Reykja-
dal, í sumarbúðum fatlaðra barna.
Búa til herbergi með boltalaug,
dýnum, litum og gleði. Þess vegna
langar okkur til að hvetja fyrirtæki
til að hoppa um borð í þessa lest
okkar og hjálpa okkur að skapa fal-
legan ævintýraheim á þessum stór-
kostlega stað sem Reykjadalur er,“
segir Unnur. n
Tók Harald tvær vikur að
gera nýja rampa í Reykjadal
Leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors ætla að láta kné fylgja
kviði og taka Reykjadal í gegn að innan. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Haraldur
Þorleifsson
sigurjon@frettabladid.is
COVID-19 Umboðsmaður Alþingis
segir Covid-19 hafa reynt töluvert á
þanþol grunnreglna réttarríkisins.
„Sú hætta virðist óneitanlega fyrir
hendi að eftir langvarandi ástand,
líkt og það sem skapaðist í heimsfar-
aldrinum, fari stjórnvöld í auknum
mæli að líta á skerðingu grund-
vallarréttinda sem léttvægan eða
jafnvel sjálfsagðan hlut með þeirri
afleiðingu að réttaröryggi borgar-
anna skerðist til frambúðar,“ segir í
ársskýrslu Umboðsmanns Alþingis
fyrir árið 2021.
Í skýrslunni bendir umboðsmað-
ur á að, ólíkt ýmsum nágranna ríkj-
um Íslands, virðist engar fyrirætl-
anir uppi hérlendis um heildstæða
úttekt á þeim ráðstöfunum sem ráð-
ist hafi verið í vegna heimsfaraldurs
Covid-19. n
Covid-19 hafi
reynt á réttarríkið
kristinnhaukur@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Fílabeinsstytta er nú á
uppboði hjá Gallerí Fold. Styttan
er af stúlku, 23 sentimetrar að hæð,
upprunnin frá Ife-Lodun í Nígeríu.
Verðmatið er á bilinu 110 til 130
þúsund krónur en uppboðinu lýkur
5. september. Þegar þetta er skrifað
hefur borist 21 boð í styttuna.
Fílabein er vandmeðfarið og víða
um heim eru viðskipti með það
ólögleg.
Samkvæmt íslenskum lögum um
menningarminjar gilda ákveðnar
reglur um fílabein.
Það er ekki er heimilt að f lytja
erlendar menningarminjar úr fíla-
beini úr landi. n
Fílabeinsstytta frá
Nígeríu á uppboði
Nýr
tilboðs-
bæklingur
fylgir með
inni í
blaðinu
í dag
Það verða tilboðsdagar hjá okkur allan septembermánuð. Kælitæki,
þvottavélar, þurrkarar, uppþvottavélar, kaffivélar ásamt fleiri afbragðs
vörum frá Siemens og Bosch á tilboðsverði. Einnig m.a. ljós, rakatæki,
pottar, pönnur og rafmagnsofnar frá öðrum virtum fyrirtækjum.Sölusýning verður í verslun okkar laugardaginn 3. september. Þennan dag höfum við til viðbótar afslátt af öllum vörum sem ekki eru þegar á afslætti.
Vefverslun okkar er opin allan sólarhringinn á sminor.is
Tilboð í s
ep
te
m
be
r
2 Fréttir 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ