Fréttablaðið - 01.09.2022, Qupperneq 4
Klárlega er þá ástæða
til að svipta umrædda
aðila leyfum til rekst-
urs spilakassa.
Alma
Hafsteinsdóttir,
formaður SÁS
Starfshópur um happdrætti og
fjárhættuspil hefur ekki skilað
inn tillögum að úrbótum þrátt
fyrir að upphaflegur frestur
hafi runnið út fyrir rúmu ári.
Formaður Samtaka áhuga-
fólks um spilafíkn segir ekki
boðlegt að bera fyrir sig tíma-
leysi í svo alvarlegum málum.
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG Starfshópur um happ-
drætti og fjárhættuspil, skipaður af
dómsmálaráðuneytinu, sem hefur
það hlutverk að kanna mögulegar
réttarbætur á sviði happdrættis-
mála hefur ekki skilað tillögum til
ráðherra. Fyrst stóð til að hópurinn
skilaði tillögum eigi síðar en 1. júní
árið 2021 en honum var veittur ótil-
greindur frestur.
Sa m k væmt sk r i f leg u s va r i
d óm s m á l a r áðu ney t i s i n s v ið
fyrirspurn Fréttablaðsins segir
að fresturinn hafi ekki síst verið
framlengdur vegna þess hversu
umfangsmikið verkefni hópsins
reyndist vera. Vonir standi til að
tillögum verði skilað mánaða-
mótin september-október. Kostn-
aður við starfshópinn er rúmar
þrjár milljónir króna.
Meðal þess sem starfshópnum
er falið að athuga er að kanna leiðir
til að koma á spilakortum, þar með
talið í spilakössum, og hvernig
rannsóknum á spilafíkn og ólöglegu
fjárhættuspili skuli háttað.
Alma Hafsteinsdóttir, formaður
Samtaka áhugafólks um spilafíkn
(SÁS), segir ekki boðlegt að bera
fyrir sig tímaleysi í eins alvarlegum
málum og happdrættismálum. SÁS
hafi lagt til að spilakössum verði
lokað til frambúðar og það ekki að
ástæðulausu.
„Samtök áhugafólks um spila-
fíkn fagna allri umræðu og vinnu á
happdrættismarkaði en það breytir
ekki þeirri staðreynd að fyrir liggja
staðreyndir um rekstur og skað-
semi spilakassa. Spurningin snýst
því ekki um þekkingarleysi heldur
viljaleysi,“ segir Alma.
Í því samhengi bendir hún á að
niðurstöður starfshóps Háskóla
Íslands, rekstraraðila Happdrættis
Háskólans, sem lágu fyrir síðasta
sumar hafi verið afgerandi þegar
kemur að rekstri spilakassa og skað-
semi þeirra. Þar segir meðal annars:
„Þótt spurningin um það hvort
reka eigi spilakassa sé torleyst, er þó
óhætt að segja að ámælisvert væri
að beita ekki öllum tiltækum ráðum
til þess að tryggja ábyrga spilun og
grípa tafarlaust til slíkra aðgerða.
Vandséð er að samkeppnissjónar-
mið og mögulegt tekjutap dugi sem
rök til að slá þeim á frest.“
Alma segir að miðað við þessar
alvarlegu niðurstöður og það hvern-
ig rekstraraðilar og stjórnvöld dragi
lappirnar þegar kemur að rekstri
spilakassa spyrji hún sig hvort verið
sé að tefja málið.
„Því spyrjum við okkur hvort
Háskóli Íslands, HHÍ, Rauði kross-
inn á Íslandi og Landsbjörg séu
hreinlega að tefja málið og þæfa
til þess eins að geta haldið ótrauð
áfram rekstri spilakassa í núverandi
mynd?“ spyr Alma en þeir aðilar
sem hún telur upp eru rekstrarað-
ilar spilakassa hér á landi.
Alma segir ekkert standa í vegi
fyrir því að rekstraraðilarnir grípi
til takmarkandi ráðstafana, til
dæmis með því að taka upp spila-
kort. „Nema þá mögulega að eig-
endur spilakassa geri sér grein fyrir
að með upptöku spilakorta muni
þeir verða fyrir tekjutapi,“ segir hún.
„Þetta er ógeðfelld tilhugsun því
á mannamáli þýðir hún að rekstrar-
aðilar séu meðvitað tilbúnir að níð-
ast á spilafíklum í hagnaðarskyni.
Klárlega er þá ástæða til að svipta
umrædda aðila leyfum til reksturs
spilakassa,“ bætir Alma við.
Alma segir lokun spilakassa tví-
mælalaust vera ábyrgustu afstöð-
una. SÁS hafi engu að síður lagt fram
aðrar tillögur auk spilakorta, svo
sem að spilakassar verðir fjarlægðir
úr nærumhverfi barna, ungmenna
og við búsetukjarna viðkvæmra
hópa.
„Ef stjórnvöld eru á hinn bóginn
staðráðin í að fara ekki þessa leið
væri eðlilegt að loka kössunum
á meðan vinna við úrbætur færi
fram,“ segir Alma. n
Ekkert standi í vegi fyrir
takmarkandi ráðstöfunum
Starfshópur
átti að skila inn
tillögum að
úrbótum 1. júní
árið 2021
. FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
ninarichter@frettabladid.is
MENNTAMÁL Heiðar Ingi Svansson,
formaður Félags íslenskra bókaút-
gefenda, segir hneyksli að Íslending-
ar láti framhaldsskólanemum eftir
að greiða námsbókakost. Ísland er
eina landið á Norðurlöndum þar
sem ríkið greiðir ekki námsgögn
fyrir nemendur á framhaldsskóla-
stigi.
„Ég kem fyrst að þessu fyrir löngu
síðan sem almennur bókaútgefandi
og síðar námsbókaútgefandi,“ segir
Heiðar Ingi. „Við vorum með öðru-
vísi fyrirkomulag þá varðandi
grunnskólana, þegar Námsgagna-
stofnun keypti námsefni og þá var
til fjármagn til að kaupa náms-
bækur af almennum útgefendum,“
segir hann. „Svo breyttist það fyrir-
komulag og það fjármagn þynntist
út. Ýmis stoðútgáfa sem útgefendur
sinntu fyrir þetta skólastig datt upp
fyrir í markaðsbresti sem kom til af
því að ríkið skrúfaði fyrir fjármagn
og efldi í stað eigin útgáfu í gegnum
einokun Menntamálastofnunar.“
Heiðar Ingi segist hafa verið bjart-
sýnn í upphafi, þegar hann tók fyrst
við rekstri námsbókaútgáfunnar
Iðnú fyrir ellefu árum. „Ég hélt að ég
væri að horfa á eitt eða tvö ár með
þetta úrelta fyrirkomulag,“ segir
hann.
Heiðar Ingi segir að algjörlega
skorti skilning og stefnu hvað
varðar mikilvægi námsbóka fyrir
námsárangur nemenda. „Síðan eru
liðin mörg ár og lítið hefur gerst. Ég
hef lært að reka fyrirtæki sem þarf
að pluma sig með takmörkuðum
útgáfustyrkjum frá ríkinu,“ segir
hann.
„Mér hefur líka sviðið fálæti
innan úr menntakerfinu. Innan
kennaraforystunnar, sem hefur
litið á málflutning okkar sem eitt-
hvert prívat hagsmunamál, eða gert
þetta að pólitísku máli um hvort
ríkið ætti að sjá um útgáfu náms-
bóka fyrir framhaldsskólastigið.
Umræðan ætti að snúast um hvað
sé best fyrir okkur sem samfélag að
gera.“
Heiðar Ingi er um þessar mundir
staddur í Osló að sækja ráðstefnu
hjá helstu námsbókaútgefendum á
Norðurlöndunum. „Ég mæti hingað
með sömu glærurnar og síðast til að
kynna stöðuna hér á landi,“ segir
hann. „Þetta fyrirkomulag er ekkert
annað en skattlagning á fjölskyldur
og ungt fólk.“
Fréttablaðið bíður svara frá
mennta- og barnamálaráðuneytinu
við fyrirspurn vegna málsins. n
Ísland eina landið á Norðurlöndum
sem lætur nemendur borga bækurnar
Heiðar Ingi
Svansson, for-
maður Félags ís-
lenskra bókaút-
gefenda
bth@frettabladid.is
SAMFÉLAG Bylgja geisar nú um
höfuðborgarsvæðið þar sem nem-
endur, einkum á efri stigum grunn-
skóla, herða að eigin öndunarvegi
eða hvert annars með þeim afleið-
ingum að sum missa meðvitund.
Hvatinn að leiknum er spenna og
sókn í vímutilfinningu.
Í Austurbæjarskóla kom fram
á foreldrafundi í gær að í árgangi
9. bekkjar hefðu fjórir nemendur
fallið í yfirlið eða verið nálægt því
eftir þennan leik.
Kyrkingarleikir hafa reglulega
skotið upp kollinum undanfarna
áratugi í þessum aldurshópi að sögn
skólayfirvalda. Dauðsföll hafa orðið
utan landsteinanna. Fyrir nokkrum
árum lést til dæmis tólf ára drengur
í Bodø í Noregi eftir þátttöku í
leiknum.
Gissur Ari Kristinsson, forstöðu-
maður í félagsmiðstöðinni 101, segir
að um ræði bylgju sem virðist hafa
náð til f lestra félagsmiðstöðva út
um allt höfuðborgarsvæðið.
„Við erum að tala um hræðilegt
TikTok-trend,“ segir Gissur og vísar
til samfélagsmiðils sem ungmenni
nota mikið. „Þetta er komið á það
stig að við stefnum að því að ganga
í bekki og fræða börnin um skað-
semina.“
Gissur segir margt varasamt í
gangi á samfélagsmiðlum barna,
oftast án vitundar foreldra. „Eitt af
því sem við þurfum að gera er að
ef la fjölmiðlalæsi og eiga jákvætt
upplýst samtal við börnin.“ n
TikTok-æði veldur yfirliði barna
Forstöðumaður félagsmiðstöðvar
kennir TikTok um skaðlega tísku.
JEEP.IS • ISBAND.IS
KEMUR ÞÚ
AF FJÖLLUM?
PLUG-IN HYBRID
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
Íslensku fjöllin hafa mætt jafningja sínum.
Gerðu ferðalagið algjörlega rafmagnað með
Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid.
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
4 Fréttir 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ