Fréttablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 6
Er ríkið ekki einfald- lega að okra á ferða- manninum? Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss Verðmunur á sælgæti HöfuðborgarsvæðiðFríhöfnin í Keflavík Risa opal 100 g Omnom- súkkulaði 60 g 349 kr. 699 kr. Freyju- súkkulaði 100 g Sambó-þristur 250 g Mini-Marz o.fl. 25 stk. Marabou- súkkulaði 250 g Extra-tyggjó 30 stk. Nóakropp 600 g M&M partýpoki 1 kg Risa opal 100 g Omnom- súkkulaði 60 g Freyju- súkkulaði 100 g Sambó-þristur 250 g Mini-Marz o.fl. 71 stk. Marabou- súkkulaði 250 g Extra-tyggjó 30 stk. Nóakropp 900 g M&M partýpoki 1 kg 298 kr. 599 kr. 359 kr. 399 kr. 1.099 kr. 2.599 kr. 1.299 kr. 1.999 kr. 695 kr. 259 kr. 387 kr. 1.679 kr. 545 kr. 1.729 kr. 449 kr. 1.349 kr. Dumle- karamellur 270 g Dumle- karamellur 350 g 1.299 kr. 495 kr. Tíu algengar sælgætistegundir sem Fréttablaðið valdi af handahófi í verslun Fríhafn- arinnar í Leifsstöð reyndust í öllum tilvikum vera dýrari en í lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu. ser@frettabladid.is NEYTENDUR Almenningur á Íslandi og aðrir ferðamenn sem fara um Leifsstöð virðast ekki njóta þess að vörur sem ríkisvaldið býður upp á í Fríhöfninni bera engan virðisauka- skatt. Þær eru í mörgum tilvikum mun dýrari í verði en einkareknar lágvöruverðsverslanir á borð við Bónus, Krónuna og Costco á höfuð- borgarsvæðinu bjóða viðskiptavin- um sínum upp á, þótt þær verslanir þurfi að bæta opinberum álögum ofan á vöruverð sitt. „Er ríkið ekki einfaldlega að okra á ferðamanninum?“ spyr Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss – og minnir á tilfinningu almennings sem fer um þessar verslanir hins opinbera sem kallast Duty Free upp á enska tungu. „Nafnið gefur fólki til kynna að það sé að gera góð kaup, en það er öðru nær þegar raunveruleikinn er skoð- aður,“ bætir hann við. Fréttablaðið gerði í ágúst verð- könnun á tíu algengum sælgætis- tegundum í Fríhöfninni í Leifsstöð og bar verðið á þeim saman við sömu vörur, eða mjög sambærilegar, í fyrrgreindum þremur sparbúðum í bænum. Eins og meðf ylg jandi t af la sýnir er sælgætið í öllum tilvikum dýrara í verði í Fríhöfninni en í bænum – og munar oft miklu, allt að fimmtíu prósentum eins og á við í tilviki þrjátíu stykkja pakkn- ingar af Extra-tyggjói. „Þetta er gífurleg álagning af hálfu hins opinbera,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytenda- samtakanna, „og algerlega út úr korti fyrir verslun sem þarf ekki að standa skil á virðisaukaskatti upp á 24,5 prósent,“ bætir hann við. „Þetta er enn ein gildran sem neytendur á Íslandi þurfa að gæta sín á að falla ekki ofan í,“ segir Breki enn fremur. Þorgerður Þráinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar sem rekin er af ríkisfyrirtækinu Isavia, segir ekkert einfalt svar vera við ástæðu þessa verðmunar. „En við erum í sjálfu sér ekki í samkeppni við verslanir hér innanlands held- Verð á sælgæti hærra í Fríhöfninni en í bænum þrátt fyrir engan skattbth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Umboðsmaðu r Alþingis, Skúli Magnússon, segir að ekki hafi borist kvörtun til hans vegna skipunar Lilju Daggar Alfreðsdóttur ráðherra í stöðu þjóð- minjavarðar. Um það hvort umboðsmaður hyggist efna til frumkvæðisrann- sóknar á stjórnsýslu Lilju segir Skúli: „Engin ákvörðun hefur verið tekin um það. En umboðsmaður fylgist með svona málum.“ Skúli segir að svo virðist sem málið kunni að koma til umfjöll- unar Alþingis, það er stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar. „Engin kvörtun vegna þessa máls hefur borist til umboðsmanns,“ segir Skúli. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru minni líkur en meiri á að mál Lilju muni koma til kasta umboðsmanns. Stjórnsýslufræð- ingar sem blaðið hefur rætt við telja að Lilja þurfi fyrst og fremst að sæta pólitískri ábyrgð fremur en lagalegri vegna skipunar sinnar sem hefur verið mótmælt með ýmsum hætti síðustu daga. n Engar kvartanir vegna skipunar Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis ur miklu fremur við aðrar fríhafnir í löndunum í kring,“ segir hún og bendir jafnframt á að á stundum sé ekki um sömu vörur að ræða. Fríhöfnin sé til dæmis að selja bandarískt M&M, en verslanir í bænum höndli með breska vöru af því tagi. Rétt er að taka fram að verð- könnun blaðsins í Leifsstöð fór fram í Fríhöfninni í brottfararsal f lugstöðvarinnar, en ætla má að verðlagningin sé sú sama í komu- sal hennar. n Á myndunum má sjá nokkur dæmi um verðmun á sælgæti í Fríhöfninni og í öðrum verslunum. helenaros@frettabladid.is FLÓTTAFÓLK Bæjarstjórn Hafnar- fjarðarbæjar segir að f lóttafólki án samnings við bæjarfélagið hafi fjölgað um nokkur hundruð á síð- ustu vikum þrátt fyrir að því hafi ítrekað verið komið á framfæri við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið að bærinn geti ekki tekið á móti fleira flóttafólki í bili. Þetta kemur fram í ályktun frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Hún segir bæinn kominn að þolmörkum, sérstaklega hvað stuðning barna varðar og að hátt í 200 f lóttabörn séu nú í leik- og grunnskólum bæjar- ins. Bæjarstjórnin krefst þess að ríkið taki ábyrgð í málinu. n Flóttafólki komið fyrir án samráðs 6 Fréttir 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.