Fréttablaðið - 01.09.2022, Page 8
Ungverjar vilja ekki
banna rússneska ferða-
menn.
Ekki fundust neinar
sannanir um njósnir.
Þeir koma í veg fyrir
innflutta samkeppni
við eigin vörur og stýra
þannig verðinu.
Ólafur
Stephensen,
framkvæmda-
stjóri FA
Flokka hjálpargögn
Starfsmenn í Pakistan flokka hjálpargögn til að dreifa til þeirra sem hafa orðið fyrir flóðum í Karachi, stærstu borg Pakistan. Talið er að skyndiflóðin sem eru
af völdum mikillar rigningar hafi kostað yfir þúsund manns lífið víðs vegar um landið síðan um miðjan júní. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA-EFE
Ríkið innheimtir nærri 60
prósentum hærra útboðs-
gjald fyrir erlent nautakjöt í
ágúst miðað við apríl á þessu
ári. Félag atvinnurekenda
bendir á að núverandi kerfi
sé ekki að virka.
kristinnhaukur@frettabladid.is
NEYTENDUR Ríkið innheimtir allt að
58,8 prósentum hærra útboðsgjald af
erlendum búvörum nú í ágúst miðað
við apríl á þessu ári. Félag atvinnu-
rekenda hefur sent matvælaráðu-
neytinu erindi þar sem kallað er eftir
breytingum á kerfinu.
„Ef stjórnvöld vilja ef la sam-
keppni og lækka vöruverð á tímum
þar sem verðbólga er sú hæsta síðan
á hrunárunum þá hlýtur ráðherra
að bregðast við og gera breytingar
á kerfinu,“ segir Ólafur Stephensen,
framkvæmdastjóri félagsins, sem
einnig hefur sent Samkeppniseftir-
litinu erindi vegna málsins. Það er nú
í ferli innan stofnunarinnar.
Ríkið innheimtir í ágúst 665 millj-
ónir í útboðsgjald fyrir tollkvóta af
búvörum frá Evrópusambandinu.
Flestir vöruflokkar hafa hækkað og
það ríflega.
Sem dæmi var gjaldið fyrir inn-
flutning á nautakjöti 347 krónur á
kílóið í apríl en nú er það 551 króna.
Hækkun upp á 58,8 prósent. Gjald
vegna svínakjöts hefur hækkað um
55,8 prósent og lífrænt alifuglakjöt
49,6 prósent.
Eini vöruflokkurinn sem hefur
lækkað er pylsur, en hækkunin á
öðrum flokkum hefur verið um 5
til 19,1 prósent. Það er alifuglakjöti,
ostum, þurrkuðum og reyktum
skinkum og annarri eldaðri kjöt-
vöru.
„Innlendu framleiðendurnir eru
að bjóða mjög hátt í kvóta. Sérstak-
lega í svína- og kjúklingakjöti,“ segir
Ólafur. „Þeir koma í veg fyrir inn-
flutta samkeppni við eigin vörur og
stýra þannig verðinu. Það getur aldr-
ei verið gott fyrir neytendur.“
Í útboðinu í ágúst gerðist það í
fyrsta skipti að allur tollkvóti svína-
kjöts fór til innlendra framleiðenda.
Það er Mata og Stjörnugríss.
„Þetta þýðir að sú mjög takmark-
aða samkeppni sem innlend búvöru-
framleiðsla hefur frá innflutningi
verður dýrari en ella og þjónar ekki
þeim tilgangi sem lagt var upp með
þegar samningurinn við Evrópu-
sambandið var gerður. Það er að
samkeppni myndi aukast og vöru-
verð lækka,“ segir Ólafur.
Félag atvinnurekenda bendir á að
útboðsgjaldið hafi hækkað mikið
undanfarin þrjú ár, en f lakkað
hafi verið milli tveggja aðferða við
útboðið. Eldri aðferð þar sem hæst-
bjóðendur fengu úthlutað og jafn-
vægisútboð þar sem allir borga sama
verð. Eldri aðferðin var tekin aftur
upp í Covid sem aðferð til að verja
innlenda framleiðslu.
„Það er deginum ljósara að þessi
tímabundna aðgerð, að taka aftur
upp eldri aðferð útboðs, skemmdi
markaðinn,“ segir Ólafur. Gjald
vegna lífræns alifuglakjöts hefur til
dæmis hækkað um næstum 200 pró-
sent á tímabilinu og svínakjöts um
nærri 166 prósent.
Ólafur segir að stjórnvöld hafi ekki
verið til viðræðu um að lækka tolla
yfir línuna en aðrar leiðir er hægt
að taka upp. Til dæmis hafi Félag
atvinnurekenda og Neytendasam-
tökin lagt til blandaða leið útboðs
byggða á hlutkesti og viðskiptasögu.
Núverandi kerfi sé að minnsta kosti
ekki að virka. n
Útboðsgjaldið á erlendar búvörur
hækkaði um tugi prósenta í ágúst
Íslenskir fram-
leiðendur kaupa
upp stóran
hluta tollkvót-
ans frá Evrópu-
sambandinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
kristinnhaukur@frettabladid.is
UNGVERJALAND Ríkisstjórn Ung-
verjalands hefur samið við rúss-
neska gasfyrirtækið Gazprom um
kaup á 5,8 milljörðum kúbikmetra
af jarðgasi á dag til viðbótar við það
sem Ungverjaland fær nú þegar.
Þetta verður gert í gegnum gas-
leiðslu frá Serbíu.
Forseti landsins, Viktor Orban,
hafði þegar gefið það í skyn að hann
myndi semja við Rússa og hefur
hafnað því að setja nokkurs konar
efnahagsþvinganir tengdar gasi á
Rússland.
Á fundi utanríkisráðherra ESB-
ríkja í gær talaði Peter Szijarto, utan-
ríkisráðherra Ungverjalands, gegn
því að rússneskir ferðamenn myndu
ekki fá vegabréfsáritanir eins og
Finnar, Pólverjar og Eystrasalts-
menn hafa barist fyrir. Ungverjar
hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir
að vera vilhallir Rússum. n
Ungverjar semja
við Rússa um gas
í trássi við ESB
Viktor Orban
kristinnhaukur@frettabladid.is
ÞÝSKALAND Fjármálaráðuneyti
Þýskalands hefur óskað eftir því
að leyniþjónustan Bf V kanni tvo
starfsmenn sem grunur sé um að
hafi tengsl við Rússland. Það er
dagblaðið Die Zeit sem greinir frá
þessu en umræddir starfsmenn eru
þó ekki nafngreindir.
Ráðuneytið tilkynnti starfs-
mennina fyrr á þessu ári, en þeir
þóttu hafa talað máli Rússa í málum
sem tengdust meðal annars þving-
unaraðgerðum.
Samkvæmt Die Zeit var bak-
grunnur þeirra kannaður, sem og
ferðir og ýmis samskipti en engar
sannanir fundust um njósnir eða
spillingu. Fjármálaráðuneytið hefur
ekki viljað tjá sig um málið en segist
vera í góðum samskiptum við Bf V,
einkum í tengslum við orkumál. n
Embættismenn
grunaðir um
njósnastarfsemi
Höfuðstöðvar leyniþjónustunnar.
8 Fréttir 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ