Fréttablaðið - 01.09.2022, Page 12

Fréttablaðið - 01.09.2022, Page 12
Þörfin er þarna og Össur er í sterkri stöðu til að mæta þessari þörf. Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar Forstjóri Össurar segir kaupin á bandaríska stoðtækjafyrir- tækinu Naked Prosthetics hluta af sókn Össurar inn á nýja markaði. Þrátt fyrir ytri áskoranir í umhverfi fyrir- tækisins að undanförnu sé bæði mikilvægt og tímabært að sækja fram. ggunnars@frettabladid.is Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur gekk í vikunni frá kaupum á fyrir- tækinu Naked Prosthetics. Banda- ríski stoðtækjaframleiðandinn sér- hæfir sig í tækni fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hluta af hendi. Kaupin vöktu athygli þar sem Össur hefur að undanförnu glímt við áskoranir í kjölfar heims- faraldurs og stríðs í Úkraínu. Sveinn Sölvason, forstjóri Össur- ar, segir að þrátt fyrir áskoranir síð- ustu ára sé þetta góður tímapunktur til að sækja fram og breikka vöru- framboð fyrirtækisins. Það sé það sem vaki fyrir stjórnendum fyrir- tækisins með kaupunum. „Við erum að komast út úr tíma- bili þar sem Covid hefur haft mikil áhrif á alla starfsemi fyrirtækja og aðfangakeðjur. Það hefur skapað heilmikla undirliggjandi eftirspurn. Þótt við siglum ekki alveg lygnan sjó hvað það varðar þá er þetta að mörgu leyti góð tímasetning.“ Enda segir Sveinn það í anda Öss- urar að sækja stöðugt fram. „Ef við horfum á sögu Össurar þá hefur hún verið blanda af innri vexti og kaupum á fyrirtækjum sem passa inn í okkar stefnu. Þarna erum við að kaupa gott fyrirtæki sem býr til mekaníska fingur og það breikkar enn frekar okkar vöruframboð.“ Sveinn segir Össur markvisst vera að sækja í sig veðrið á nýjum mörkuðum og þetta sé liður í þeirri vinnu. „Það eru ekki nema nokkur ár síðan Össur fór úr því að framleiða eingöngu stoðtæki fyrir þá sem hafa misst fætur og yfir í að þróa og fram- leiða lausnir fyrir þá sem hafa misst hendur. Með þessum kaupum erum við að styrkja enn frekar vörufram- boðið fyrir þennan nýja notenda- hóp.“ En Sveinn segir Össur ekki bara horfa til þess að breikka vörufram- boðið heldur horfi fyrirtækið líka til þess að sækja af meiri krafti inn á markaði í löndum þar sem þörfin fyrir stoðtæki er hvað mest. „Í grunninn erum við að vinna á markaði þar sem þörfin er skýr. Ef við horfum á hinn vestræna heim, þar sem heilbrigðiskerfin eru sterk, þá vitum við að þar er mikill vilji og geta til að borga fyrir þjónustu og tæki. Enda kemur langstærsti hluti okkar tekna þaðan. En ef við horfum svo til landa sem búa ekki eins vel þá vitum við að okkar bíður risastórt verkefni á næstu árum. Sem er að tryggja f leira fólki aðgengi að stoðtækjum. Þar eru bæði áskoranir og tækifæri fram- tíðarinnar.“ Sveinn segir að þar skorti nær öll bjargráð fyrir einstaklinga sem þurfa á stoðtækjum að halda og Össur vilji taka þátt í því risastóra verkefni. „Þörfin er þarna og Össur er í sterkri stöðu til að mæta þessari þörf,“ segir Sveinn Sölvason. n Rétti tíminn fyrir Össur til að sækja fram Sveinn Sölva- son, forstjóri Össurar, segir sögu fyrirtækis- ins einkennast af innri vexti og kaupum á fyrir- tækjum sem passa inn í skýra stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ AÐSEND magdalena@frettabladid.is Fasteignasalar hafa fundið fyrir því að fasteignamarkaðurinn sé að hægja á sér eftir að hafa verið ansi fjörugur undanfarin misseri. Þetta segir Monika Hjálmtýsdóttir, vara- formaður Félags fasteignasala, en hún var gestur í Markaðnum sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gærkvöldi. „Við finnum að markaðurinn er að hægja á sér enda er hann búinn að vera ansi fjörugur í dágóðan tíma en eins og við lítum á þetta þá er markaðurinn meira að færast í eðlilegt horf. Það er svona okkar tilfinning,“ segir Monika og bætir við að það helsta sem bendi til þess sé að sölutími eigna sé að lengjast. „Við finnum vel að sölutími eigna er að lengjast og ég hugsa að þetta framboð sem núna er sé skyndilegt. Það er ekki að koma til nú vegna mikillar fjölgunar íbúða í sölu. Þetta er bara vegna þess að sölu- tíminn er að lengjast sem þýðir að það eru fleiri eignir í sölu á hverjum tíma.“ Monika segir að hún telji ósenni- legt að fasteignaverð muni koma til með að lækka á komandi misserum. „Mér finnst það ekki líklegt. Mér finnst í rauninni engar forsendur benda til þess miðað við núverandi aðstæður. Við erum enn í miklum skorti á fasteignum, það hefur ekk- ert breyst. Við erum ekki að sjá mikið af nýjum íbúðum koma inn. Þannig að ég sé ekki að það sé í stöð- unni að það sé að fara að lækka.“ Monika segir að ef horft sé yfir lengra tímabil sé framboð af fast- eignum ekki nógu mikið. „Við erum að upplifa miklar sveiflur og ástæð- an fyrir því að þetta er að hægjast núna hefur voða lítið með framboð og eftirspurn að gera. Það hefur að gera með ytri áhrif og ytri inngrip sem eru að valda þessari stöðu.“ Monika segir að þó svo einhverj- ar íbúðir séu að koma inn sé það ljóst að framboðið sé alls ekki nóg og líkur séu á að það verði ekki nóg næstu þrjú til fjögur árin. „Það hefur ekkert breyst og við sjáum bara að fyrir örfáum mán- uðum var mikill skortur og mikil eftirspurn. Þá lá ljóst fyrir að það er mikill skortur á framboði og það hefur ekkert breyst. Við þurfum talsvert meira framboð, eða um 4.000 til 5.000 íbúðir á ári.“ Monika bætir við að fasteigna- salar vilji alls ekki hafa markaðinn eins og hann hefur verið á undan- förnum misserum en miklar hækk- anir hafa einkennt hann. „Ég vona of boðslega mikið að markaðurinn nái jafnvægi. En ég veit að til að svo verði þá er ekki hægt að bregðast við þessum sveif lum endalaust og í sífellu vera að örva þetta og kæla með ytri aðgerðum,“ segir Monika og bætir við að fast- eignasalar vilji sjá alvöruaðgerðir af hálfu stjórnvalda. „Við viljum sjá alvöru aðgerðir í þessum málum hjá stjórnvöldum til að koma þessum markaði, sem skiptir alla máli, í öruggt kerfi sem við getum treyst að sé gott.“ Monika segir þar að auki að fasteignasalar vilji umfram allt sjá markaðinn komast í eðlilegan farveg. „Við fasteignasalar viljum alls ekki hafa markaðinn svona. Við viljum bara að þetta sé eins og á að vera og í eðlilegum farvegi þar sem framboð og eftirspurn ráða. Það er, nógu mikið af eignum að selja og að fasteignaverð sé í takt við verðlag.“ n Fasteignasalar finna að markaðurinn er að hægja á sér Monika Hjálmtýsdóttir, varaformaður Félags fasteignasala. 12 Fréttir 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 1. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.