Fréttablaðið - 01.09.2022, Side 20

Fréttablaðið - 01.09.2022, Side 20
Ég hvet þig því, neyt- andi góður, til að kaupa ekki sjókvíaeld- islax því ef fyrirtæki þurfa að blekkja svona mikið til að selja vöru sína, þá er líklega ekki allt með felldu. Nýlega gaf Matvælastofnun það út að ekki mætti selja eldislax sem íslenskan lax. Sjá frétt Fréttablaðs­ ins frá 24. ágúst. Einungis má nota afurðarheitið íslenskan lax yfir laxa sem veiddir eru á stöng eða í net á Íslandi. Það var afar ánægjulegt að heyra þetta og gríðarlega mikilvægt að leyfa ekki eldisfyrirtækjum að komast upp með að blekkja neyt­ endur. Lax sem er alinn í sjókvíum á Íslandi er allur af norskum upp­ runa. Eldislaxinn hefur verið kyn­ bættur áratugum saman til þess að stækka hratt, fitna hratt og komast sem hraðast á disk neytenda. Á Íslandi hafa verið villtir laxastofnar frá síðustu ísöld. Laxastofnar sem hafa aðlagast erfiðum aðstæðum í þeim ám sem þeir kalla heimili sitt. Strokulaxar af norskum uppruna úr sjókvíaeldi eru stærsta ógnin við þessa viðkvæmu stofna og því er það ekkert annað en móðgun að selja þann lax sem íslenskan lax. Mikil blekking er falin í sölu á sjókvíaeldislaxi. Orð sem gjarnan eru notuð í merkingum á eldislaxi eru til dæmis „sjálfbær“, „vistvænn“, „náttúrulegur“ og svo auðvitað „íslenskur“. Því miður eru öll þessi orð ekkert annað en fyrirsláttur þegar um er að ræða sjókvíaeldislax. Nýlega var ég staddur á Kef la­ víkurflugvelli og sá þar lax til sölu. Umbúðirnar voru eins og svo margt annað þar ætlaðar til að fá erlenda ferðamenn til þess að kaupa „hreina“ íslenska vöru. Þar mátti sjá fallega mynd af Fossálum í Skaftár­ hreppi en augljóslega kemur sjó­ kvía eldis lax ekki þaðan, og ýmsar fullyrðingar sem voru vægast sagt vafasamar. Á pakkanum stóð „Arc­ tic Salmon“ (tegundarheiti sem ein­ faldlega er ekki til), „100% naturally raised“ og „eco sustainable“. Við nánari athugun kom í ljós að þessi lax er frá sjókvíaeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Nafnið Arnarlax kom hvergi fram á pakkningunum, en þess í stað var QR­kóði og vefsíðan arcticsalmon.is. Við nánari athugun leiðir þetta þig á vefsíðu Arnarlax. Skoðum þessar fullyrðingar aðeins betur. „Arctic salmon“ er einfaldlega ekki dýrategund, heldur er það orð sem Arnarlax notar til Íslenskur lax og „íslenskur lax“ Heimamenn í Skorradal hafa átt í erfiðum samskiptum við rekstrar­ aðila Andakílsárvirkjunar í meira en 70 ár. Áhyggjuefni okkar hafa löngum þótt léttvæg í samhengi fjárhagslegra hagsmuna orkuvers­ ins, svo sem af hreiðrum sem fara á kaf þegar hækkað er í vatninu á varptíma. Eða þegar vatnið „stend­ ur“ í hæstu hæðum vikum saman með tilheyrandi landbroti um leið og hvessir. Eða þegar ísinn leggst niður á viðkvæmasta lífbelti Skorra­ dalsvatns þegar drenað er úr því. Náttúran hefur borið skaðann af starfsemi Andakílsárvirkjunar í 70 ár. Heimamenn hafa ítrekað borið fram óskir um að dregið verði úr umhverfisáhrifum virkjunarinnar, einkum að dregið verði úr yfir­ borðssveiflunni í Skorradalsvatni og að bætt verði skilyrði í efri hluta Andakílsár fyrir silung, en farveg­ urinn er mjög óstöðugur og þornar stundum upp í þurrkatíð. Andakílsárvirkjun hefur ekki virkjunarleyfi. Eina leyfið sem hún hefur og fellur undir raforkuöflun er miðlunarleyfi fyrir hækkun vatns­ yf irborðs Skorradalsvatns um 50 cm frá náttúrulegri vatnsstöðu, átta mánuði hvers árs. Þetta leyfi var gefið út af ráðherra árið 1957 til að mæta kröfu virkjunarinnar til framleiðsluaukningar vegna tilkomu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Áður, eða 1948, hafði virkjunin, án heimildar, látið gera stíf lu í Andakílsá þar sem hún rennur úr Skorradalsvatni. Auk 8 mánaða miðlunarheimildarinnar voru fleiri skilyrði bundin leyfinu sem ekki eru rakin hér. Þau eru um margt svo óskýr að orkumálastjóri taldi, árið 1994, að „mörg rök mæli með því að miðlun­ arleyfið verði endurskoðað.“ Síðan eru liðin 28 ár við óbreytt ástand og mikil orka heimamanna hefur farið í það að biðla til rekstraraðila um að draga úr miðluninni á þeirri forsendu að náttúran verði fyrir skaðanum. Þegar OR tók við rekstri virkjun­ arinnar árið 2004 og síðar dóttur­ félög OR reiknuðum við með að nú væri kominn rekstraraðili sem leggja myndi metnað sinn í að ganga fram af virðingu við nátt­ úruna. Fyrirheitin eru falleg: „Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn á ábyrgan og umhverfis­ vænan hátt til allra landsmanna“ (af vef ON). ON hefur vissulega staðið sig betur en fyrri rekstraraðilar og það hefur verið komið fram af meiri kurteisi en á árum áður, en stýring á yfirborði Skorradalsvatns, landbrot og umhverfisáhrif framkvæmda á vegum virkjunarinnar, eru enn sömu átaka­ og ágreiningsefnin, áratug eftir áratug – af því skýrar heimildir eru ekki fyrir hendi! Aldrei hefur bólað á vilja eigenda orkuversins til að sækja um virkj­ unarleyfi og fá þar með á hreint hverjar heimildir virkjunarinnar skuli vera. Er skákað í því skjóli að virkjunin sé svo gömul að þess þurfi ekki, og að hún hafi starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Í því starfsleyfi er verið að framfylgja ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, en það felur ekki í sér neinar heimildir á grundvelli orkulaga og er langt frá því ígildi virkjunarleyfis. Að halda því fram að svo sé, er óheiðarlegt og rímar ekki við Siðareglur Orkuveitunnar. Í „leiðarljósi“ í eigendastefnu OR eru sannarlega gefin fögur fyrirheit um „virðingu gagnvart umhverfinu“ um „ábyrga nýtingu auðlinda“ og að fyrirtækið umgangist náttúruna af virðingu. Á sama tíma rekur OR, í gegnum dótturfyrirtæki sín, orku­ ver sem ekki hefur virkjunarleyfi! Það er sorglegt að stjórn og eig­ endur OR/ON/Andkílsárvirkjunar skuli ekki hafa þann metnað, já setja það beinlínis á oddinn, að hafa gildar og skýrar heimildir fyrir nýt­ ingu sinni á náttúrunni í Skorradal. Það er staðreynd að Andakílsár­ virkjun hefur ekki virkjunarleyfi og því liggja ekki fyrir skýr skilyrði sem lúta að umhverfisvernd, landnýtingu og tæknilegri getu sem taka ber á í virkjunarleyfi. Á meðan afmörkun heimilda liggur ekki fyrir verður tortryggni í garð allra framkvæmda sem rekstraraðilinn, þ.e. dótturfyrir­ tæki OR standa fyrir – sama hversu áferðarfalleg fyrirheit liggja starf­ seminni til grundvallar. n Andakílsárvirkjun starfar án virkjunarleyfis Elvar Örn Friðriksson framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, NASF Hulda Guðmundsdóttir Fitjum í Skorradal þess að blekkja ferðamenn. „100% naturally raised“ er önnur blekk­ ing, þar sem það er ekkert nátt­ úrulegt við sjókvíaeldi. Laxinn í þessum pakka kemur úr sjókví þar sem 160.000­200.000 aðrir laxar af sama uppruna synda í hringi, éta og eru nagaðir af laxalús þangað til þeim er slátrað. Líklega hafa um 20­25 prósent af þeim löxum drepist í framleiðsluferlinu áður en þeir náðu fullri stærð, en það þykja eðlileg afföll í sjókvíaeldi. Rétt er að minna á það að árið 2021 dráp­ ust um þrjár milljónir eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Hvað er það nákvæmlega sem er 100% náttúru­ legt við þetta ferli? Þá komum við að orðinu sem eru svo hryllilega misnotað til þess að blekkja neytendur, „eco sustain­ able“. Skilgreining á þessu hugtaki hljómar einhvern veginn svona: „Hæfni vistkerfa til að halda uppi komandi kynslóðum með það að markmiði að vernda líffræðilegan fjölbreytileika þeirra“. Arnarlax hefur árum saman notað koparoxíð sem ásætuvörn á sjókvíum sínum, í leyfisleysi. Koparoxíð virkar sem staðbundið eitur á þörunga og hryggleysingja og hefur nei­ kvæð áhrif á lífeðlisfræðilega ferla. Norskættaði laxinn sleppur líka og hrygnir með villtum laxi, þynnir út erfðaefni hans og á endanum verður stofninn óhæfur til að lifa af í nátt­ úrunni. Skólp frá kvíunum rennur óhindrað í firðina, laxa­ og fiskilús fjölgar sér í milljarðatali með nei­ kvæðum áhrifum á villta stofna, og til að berjast gegn því er notast við lyfjablandað fóður, hrognkelsi og lúsaeitur. Allt hefur þetta neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Hvernig í ósköpunum telst þetta sjálfbært eða „eco sustainable“? Ég hvet þig því, neytandi góður, til að kaupa ekki sjókvíaeldislax, því ef fyrirtæki þurfa að blekkja svona mikið til að selja vöru sína, þá er líklega ekki allt með felldu. Þá hvet ég innkaupastjóra verslana til þess að standa með viðskiptavinum sínum og forðast vörur sem blekkja þá. Stöndum með náttúrunni og villta laxinum. Íslenskur lax kemur úr íslenskum ám, ekki úr sjókvíum í eigu norskra stórfyrirtækja. n 20 Skoðun 1. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.