Fréttablaðið - 01.09.2022, Page 24

Fréttablaðið - 01.09.2022, Page 24
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB FYRIR HAUSTIÐ SKOÐIÐ LAXDAL.IS hlý og vatnsvarin yfirhöfn frá Verð 39.900 kr. Ásgerður Ólafsdóttir stefnir á að sameina viðskipta- fræðigráðuna og gráðu í vöruhönnun eftir útskrift. Samhliða námi hefur hún hannað og saumað sundföt og ýmsan annan fatnað. Frá því Ásgerður Ólafsdóttir, nemandi í vöruhönnun við Lista- háskóla Íslands, man eftir sér hefur hún haft áhuga á listum og hönnun og stefndi alltaf að ein- hverju leyti í þá áttina í lífinu. „Ég lærði fatahönnun í tvær annir í Amsterdam áður en ég flutti heim til þess að hefja nám í viðskipta- fræði. Á þeim tímapunkti hafði ég fundið að ég vildi ekki einskorða mig við fatahönnun og vildi bæta við mig þekkingu í viðskiptum til þess að geta haldið utan um mögu- legan eigin rekstur í framtíðinni.“ Eftir útskrift úr viðskipta- fræðinni segist Ásgerður hafa fundið hvað hún saknaði listar- innar og ákvað því að sækja um hönnunarnám um haustið. „Það var bróðir minn sem benti mér á vöruhönnunina við Listaháskól- ann og reyndist það vera nákvæm- lega það sem ég hafði verið að leita eftir.“ Textíllinn heillar alltaf Samhliða náminu í vöruhönnun hefur Ásgerður hannað og saumað sundföt og ýmsan annan fatnað. „Mér hefur alltaf þótt vænt um sundmenninguna og held að áhugi minn á sundfötum sé sprottinn upp úr því. Umhverfið og fólkið í Vesturbæjarlaug og í Nauthólsvík, þar sem ég hef starfað undanfarin ár, er líka góður innblástur en áhuginn var þegar til staðar.“ Verkefnin í náminu hingað til hafa verið fjölbreytt að hennar sögn. „Þau hafa gefið mér tækifæri til þess að kynnast mismunandi aðferðum, bæði í hönnun og fram- leiðslu, og það hefur opnað marga nýja spennandi möguleika. Áhug- inn liggur víða en ég virðist alltaf koma aftur til baka í textílinn og er alltaf með nokkur verkefni í höndunum.“ Tveggja gráðu draumur Ásgerður stefnir á útskrift sumarið 2023 og segir framtíðina bæði spennandi og óljósa. „Draumurinn er að fá tækifæri til þess að tvinna þessar gráður saman í starfi í fram- tíðinni en hvernig það mun líta út er enn óljóst. Ég er þó viss um að þær haldast vel í hendur og er spennt að sjá hvaða tækifæri muni bjóðast. En fyrst er að klára BA- ritgerðina og lokaverkefnið fyrir útskrift næsta sumar. Einnig mun bekkurinn minn vinna saman að hópverkefni og verður lokaútkoma þess sýnd í lok árs.“ n Sækir innblástur í sundmenninguna Draumurinn er að fá tækifæri til þess að tvinna þessar gráður saman í starfi í framtíðinni en hvernig það mun líta út er enn óljóst, segir Ásgerður Ólafs- dóttir, nemandi í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Jakki gerður úr slitnum armkútum sem höfðu fallið til í laugum borgarinnar. Samstarfsverkefni Ásgerðar, Hrafn- hildar Gunnarsdóttur og Kamillu Henriau fyrir sýninguna Hlutverk á HönnunarMars árið 2021.  Lokaverkefni Ásgerðar af öðru ári í vöruhönnun ber heitið Sær og er sjósundsflík úr ull ásamt handklæði með útsaumuðum notkunarleiðbeiningum. MYND/FJÖLNIR ÓLAFSSON Ullin býr yfir eiginleikum sem henta sérstaklega til sunds í köldum sjó og náttúru- legt efnið losar ekki örplast við notkun og þvott eins og búast má við af öðrum sundfatnaði.  Handklæðið sem einnig geymir flíkina og hjálpar henni að halda lögun sinni má binda saman og bera á öxlinni.  4 kynningarblað A L LT 1. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.