Fréttablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 30
Sveindís var fljótasti
leikmaður Evrópu-
mótsins.
22 Íþróttir 1. september 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 1. september 2022 FIMMTUDAGUR
Ég get alveg
viðurkennt
að mér
fannst það
alveg smá
erfitt vegna
þess að ég
var svekkt
eftir mótið.
Sandra Sigurðardóttir, ný
krýndur bikarmeistari með
Val og landsliðsmarkvörður
íslenska landsliðsins í knatt
spyrnu, segir andstæðing
föstudagsins, Belarús, vera
sýnda veiði en ekki gefna.
Landsliðið er nú komið saman
á nýjan leik eftir hálfgert von
brigðamót að mati Söndru
sem segist hafa dregist niður í
svekkelsi eftir mótið.
aron@frettabladid.is
FÓTBOLTI Fram undan eru mikil
vægir leikir landsliðsins í undan
keppni Heimsmeistaramótsins
2023, leikir sem munu skera úr um
örlög Íslands í riðlinum. Fyrri leikur
liðsins er gegn Belarús á Laugardals
velli á föstudaginn.
Sandra varð bikarmeistari með
Val um síðustu helgi og er það í
fyrsta skipti frá árinu 2011 sem lið
inu tekst að krækja í bikarmeistara
titilinn í kvennaflokki. Hún segir
það ekki erfitt fyrir sig að kúpla sig
úr því verkefni beint yfir í mikilvægt
verkefni með landsliðinu.
„Mér persónulega finnst það ekki.
Vissulega á ég nokkur ár inni á suma
af leikmönnum okkar en ég tel að
heilt yfir sé það ekki erfitt fyrir
okkur sem erum leikmenn Vals
hér að skipta frá þessu afreki sem
við unnum og yfir á þetta verkefni
hér. Hér erum við mætt í allt annað
dæmi og oft á tíðum getur það bara
verið mjög gott. Þó við höfum orðið
bikarmeistarar á laugardaginn þá
skiptir það engu máli þegar við
erum mættar hingað í landsliðs
verkefni. En það sem við getum
tekið með úr bikarúrslitunum
er sjálfstraustið sem því fylgir að
standa uppi sem sigurvegari.“
Sýnd veiði en ekki gefin
Andstæðingur föstudagsins er Bel
arús en liðin mætast á Laugardals
velli. Ísland vann nokkuð öruggan
sigur á Belarús í fyrri umferð und
ankeppninnar en Sandra segir að
ekki sé um auðveldan leik að ræða.
„Þær eru vaxandi knattspyrnu
þjóð og hafa sýnt það í riðlakeppn
inni, unnu meðal annars góðan
sigur á Tékkunum. Þó svo að við
höfum unnið þær nokkuð auðveld
lega 50 á útivelli fyrr í keppninni
þá byrjaði leikurinn samt þannig
að við vorum lengi að brjóta þær.
Fyrst og fremst snýst þetta bara um
okkur og á meðan við spilum okkar
besta leik þá eigum við alveg að ná
sigrinum.“
Á sætið fyllilega skilið
Ásdís Karen Halldórsdóttir, liðs
félagi Söndru hjá Val, var kölluð inn
í landsliðshópinn með skömmum
fyrirvara vegna meiðsla Öglu Maríu
Albertsdóttur. Sandra segir hana
fyllilega verðskulda landsliðssætið.
„Það býr hellingur í Ásdísi og
hún hefur sýnt það og sannað
með okkur í Val í sumar. Þorsteinn
(landsliðsþjálfari Íslands) hefur
úr mörgum leikmönnum að velja
en það er frábært fyrir Ásdísi að fá
þetta tækifæri. Hún hefur verið í
kringum undir 23 ára landsliðið
undanfarið og á þetta sæti sitt núna
í landsliðshópnum fyllilega skilið.
Vonandi mun þetta gefa henni auk
inn kraft í framhaldinu.“
Ekkert frí
Nú hafa nokkrar vikur liðið frá því
að íslenska landsliðið lauk leik á
Evrópumótinu í knattspyrnu. Liðið
gerði þrjú jafntefli á mótinu í því
sem margir kalla vonbrigðamót.
Á meðan margir af leikmönnum
Íslands héldu í sumarfrí eftir mótið
hóf Sandra að leika á ný með Val.
Hún segir það að einhverju leyti hafa
verið erfitt fyrir sig.
„Ég held að það hafi verið fínt fyrir
margar hverjar úr landsliðinu okkar
að komast í frí eftir Evrópumótið, ná
að kúpla sig út, vinna almennilega úr
reynslunni og jafna sig á löngu tíma
bili. Á meðan hafði ég í raun og veru
ekki tíma til þess að velta mér upp
úr mótinu. Ég get alveg viðurkennt
að mér fannst það alveg smá erfitt
vegna þess að ég var svekkt eftir
mótið. Að sama skapi tel ég það bara
hafa gert mér gott að fara bara um
leið aftur að spila með Val.“ n
Svekkti sig á EM en er klár í verkefnið
Sandra Sigurðar-
dóttir er einn
reynslumesti
leikmaður
íslenska lands-
liðsins um
þessar mundir
með 45 A-lands-
leiki á feril-
skránni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Aron
Guðmundsson
aron
@frettabladid.is
helgifannar@frettabladid.is
FÓTBOLTI „Við erum allar mjög
spenntar. Það er geggjað að fá loks
ins heimaleik,“ segir Sveindís Jane
Jónsdóttir landsliðskona um leik
Íslands gegn Belarús á morgun.
Með sigri verður Ísland í kjörstöðu
á toppi riðilsins fyrir lokaleikinn
gegn Hollendingum, þar sem sæti á
HM verður undir. Liðið sem sigrar í
einvígi Íslands og Hollands fer beint
á HM á næsta ári, hitt fer í umspil.
„Þetta er mjög mikilvægur leikur
upp á að vera í góðri stöðu á móti
Hollandi. Ef við vinnum getum við
gert jafntefli þar. Við hugsum fyrst
og fremst um að vinna Belarús og
taka svo líka Holland,“ segir Svein
dís.
Henni finnst alltaf jafn skemmti
legt að hitta stelpurnar í íslenska
liðinu í landsliðsverkefnum.
„Að vera í þessu landsliði er frá
bært. Við erum allar hundrað pró
sent, engin meiðsli svo það er allt
klárt.“
Sveindís segir svekkelsið yfir því
að hafa ekki komist upp úr riðli
sínum á lokakeppni EM í sumar
vera að baki, en að það geti hjálpað
liðinu í að ná enn lengra.
„Okkur langar að gera betur, svo
við fáum vonandi annað tækifæri á
HM til að sýna okkur.“
Það er stærsti draumur allra leik
manna að spila á HM. „Markmiðið
hjá mér er að komast á HM og allar
stelpurnar vilja komast þangað.
Það er klikkað að geta tekið þátt í
þessu og átt möguleika á að komast
á mótið.“
Sveindís er að fara inn í sitt annað
tímabil með þýska stórveldinu
Wolfsburg. Það leggst vel í þennan
hæfileikaríka leikmann.
„Undirbúningstímabilið hefur
verið svolítið erfitt, en þetta er
skemmtilegt, ég er mjög spennt fyrir
því að þetta byrji.“
Hún stefnir á að taka að sér stærra
hlutverk í liði Wolfsburg á komandi
leiktíð. „Þetta er ógeðslega sterkur
hópur. Við erum með svo marga
frábæra sóknarmenn. Markmiðið
mitt er fyrst og fremst að komast í
hópinn og vinna mér inn sæti í byrj
unarliðinu.“ n
Vilja annað tækifæri til að sanna sig á stærsta sviðinu
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með Íslandi á EM. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR