Norræn tíðindi - 01.05.1964, Blaðsíða 1

Norræn tíðindi - 01.05.1964, Blaðsíða 1
0ó~0 JGr NORRÆN TÍÐINDI FRÉTTABRÉF NORRÆNA FÉLAGSINS ■ MAl 1964 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: MAGNÚS GlSLASON • PÓSTHÓLF 912 • REYKJAVÍK Fylgt úr hlaði Á síðasta sambandsþingi Norræna félagsins, sem haldið var í Reykja- vík 30. mai 1963, var ákveðið að gera þá breytingu á útgáfu félags- ritsins, að félögunum verði í fram- tíðinni send tvö fréttabréf á ári og kæmi annað bréfið út að vorinu, en hitt að haustinu. Auk þess væri eitt vandað hefti af Norrænum tiðindum gefið út í árs- lok, og væri lesmál þess heftis að nokkru leyti á öðrum Norðurlanda- málum en íslenzku. Þar væru birtar yfirlitsgreinar um íslenzk málefni, m. a. um hvað gerzt hefur á sviði bók mennta og lista á liðnu ári. Þarflegt væri að fá gefið út slíkt tímarit um íslenzk málefni til land- kynningar meðal norrænu frænd- þjóðanna. Félagsmönnum Norræna félagsins væru þannig skapaðir möguleikar til að senda vinum og kunningjafólki á Norðurlöndum ár- lega vandað myndskreytt rit með greinum og fréttum frá Islandi á öll- um Norðurlandamálunum. Fréttabréfum Norræna félagsins er hins vegar ætlað það hlutverk að flytja félagsmönnum fréttir og upp- lýsingar um ýmis málefni, sem efst eru á baugi í félagsstarfinu hverju sinni. Kennaraboð Nýlega barst félaginu boð frá Norræna félaginu í Danmörku, þar sem 25 Islenzkum kennurum er boðin mánaðardvöl í Danmörku í sumar, væntanlega i júlímánuði. Ráðgert er að þeir dveljist mestan hluta dvalar- tímans á Askov lýðháskóla, en einnig verður skipulögð nokkurra daga dvöl í Kaupmannahöfn. — Þetta er liður í hinum gagnkvæmu kennara- heimboðum, sem átt hafa sér stað milli Dana og Islendinga nú um 10 ára skeið. Vina bœjaferö Ákveðið hefur verið að efna til vinabæjaferðar til Norðurlanda í sumar á vegum Norræna félagsins eins og tilkynnt hefur verið í blöð- um og útvarpi. Farið verður flugleiðis til Kaup- mannahafnar 20. júní n.k. og dvalið þar í einn eða tvo daga, en síðan fara fulltrúarnir hver til síns vina- bæjar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og dvelja þar tvo til þrjá daga í hverjum vinabæ. Þar verða þeir gestir viðkomandi vina- bæjar, en hugmyndin er að allir þátt- takendurnir verði komnir til Helsing- fors 5. júlí og taki þar m.a. þátt í ráðstefnu Norrænu félaganna dag- ana 6., 7. og 8. júlí, en farið verður flugleiðis frá Helsingfors beint til Reykjavíkur síðari hluta dags mánu- daginn 8. júlí. Ferðin verður mjög ódýr. Flug- far til Kaupmannahafnar og heim aftur frá Helsingfors, dvalarkostnað- ur í Kaupmannahöfn og Helsingfors og ferðakostnaður erlendis verður ca. 11.000,00 kr. Þessi 18 daga Norður- landaferð verður þannig mjög ódýr, m.a. vegna þess að þátttakendurnir verða gestir vinabæjanna. Áríðandi er, að þeir félagsmenn, sem óska eftir þátttöku í þessari ferð, útfylli umsóknareyðublaðið á fjórðu síðu fréttablaðsins og sendi það sem allra fyrst og eigi síðar en 10. júní n.k. til formanns hlutaðeig- andi félagsdeildar, — i Reykjavík til framkvæmdastjóra félagsins (Box 912), og gæti þess, að dagsetja inn- sóknina, þar sem liklegt er, að þeir sem fyrst sækja muni ganga fyrir þátttöku. —• Þeim, sem ekki eru fé- lagsmenn í Norræna félaginu, en vilja taka þátt í ferðinni, er heimilt að sækja um þátttöku, ef þeir gerast félagsmenn. Megintilgangur ferðarinnar er að L/.' ' KASAFN 25384? ÍSLANDS efna til gagnkvæmra persónulegra kynna bæði milli einstaklinga og vinabæja, en líklegt má telja að minningar úr slíkri kynnisför geti orðið þátttakendum til ánægju og starfsemi félagsdeildanna til örvun- ar. Fararstjórar verða Hjálmar Ólafs- son, bæjarstjóri, og Jónas Eysteins- son, kennari. Á undanförnum árum hafa milli tíu og tuttugu bæir og byggðarlög hér á landi stofnað til vinabæja- tengsla við bæi á Norðurlöndum. Félagsdeildir N. F. eru nú 27 að tölu, svo tæplega helmingur deildanna hefur ennþá ekki stofnað til slíkra tengsla. Unnið er nú að því að fjölga vinabæjatengslum og æskilegt er að sem flestir þeir bæir, þar sem félagsdeild er starfandi, hafi tengzt vinabæjum á Norðurlöndum áður en þessi ferð er farin. En félagsmenn frá bæjum, sem ekki hafa formlega samþykkt vinabæjatengsl, er einnig heimilt að gerast þátttakendur og munu þeir þá væntanlega verða gest- ir í þeim bæjum, sem ráðgert er, að verði þeirra vinabæir, eða að öðrum kosti verða þeir í hópi þátttakanda frá höfuðborginni. Vinabæjastarfsemin er víða orðin vinsæll liður í norrænu samstarfi. þessi þáttur norrænnar samvinnu er tiltölulega nýr. Hann hófst fyrst fyr- ir alvöru að lokinni síðustu heims- styrjöld, en starfsemi þessi hefur þegar orðið mörgum til gleði og gagns. Efnt hefur verið til gagn- kvæmra heimsókna og margs konar samskipti hafa átt sér stað milli vina- bæjanna í nágrannalöndunum. Mörg mót eru haldin árlega í einhverju landanna til gagnkvæmra persónu- legra kynna og aukins sklinings á högum frændþjóðanna.

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.