Norræn tíðindi - 01.05.1964, Blaðsíða 2

Norræn tíðindi - 01.05.1964, Blaðsíða 2
Norrœnar bókanefndir Að frumkvæði Norræna félagsins var nýlega stofnuð bókanefnd til að efla þátt okkar Islendinga í norrænu samstarfi á sviði bókmennta og bóka- miðlunar. Slíkar bókanefndir hafa verið skipaðar í nágrannalöndunum til að örva samstarf frændþjóðanna á þessu sviði. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Norrænu menningarmálanefndinni, samtökum rithöfunda, bókaútgefenda og bóksala, og ennfremur eiga bóka- fulltrúi ríkisins, útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Norræna félagsins sæti í nefndinni. Formaður nefndarinnar er Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Aðrir nefndarmenn eru: Gísli Ólafsson, bókaútgefandi; Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri; Guðmundur G. Hagalín, bókafulltrúi ríkisins; Sigurður Bjarnason, ritstjóri; Stefán Júlíusson, rithöfundur og Magnús Gíslason, fram- kvæmdastjóri N. F. og er hann ritari nefndarinnar. Bókanefndin hefur haldið fundi undanfarið og rætt um nokkur að- kallandi verkefni á þessu sviði, — m.a. um bókasýningar og bókmenntakynn- ingar og um nauðsyn þess að fá fleiri góð skáldrit íslenzk þýdd og gefin út í nágrannalöndunum, og ennfremur að gera athugun á þvi hvaða skáld- verk hafa þegar verið þýdd. Ennfremur hefur nefndin rætt nauðsyn þess að finna leiðir til að auka kynni frændþjóðanna af íslenzkum nútímabókmenntum, með því m.a. að hlutast til um, að greinar um íslenzkar bókmenntir birtist við og við i nor- rænum blöðum og tímaritum, og að efnt verði til kynningaþátta um ís- lenzkar bckmenntir bæði almennt og þátta um einstakar bækur og höfunda i útvarpi og sjónvarpi á Norðurlöndum. Bókanefndin vill einnig örva miðlun og lestur norrænna úrvalsrita á Norðurlandamálum meðal íslenzkra lesenda, og athuga í því sambandi hvað til er af slíkum ritum á frummáli eða þýddum á íslenzku, í bókasöfnum hérlendia. Mikilvæg verkefni bíða úrlausnar á þessu sviði. Það er fagnaðarefni, að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli skuli nú hafa tekið höndum saman um þessi mál, svo að tilviljunin ein ráði því ekki, hvernig þessi mál þrcast i framtíðinni. Ennfremur hefur verið skipuð þriggja manna nefnd í samvinnu við Norrænu menningarmálanefndina, sem hefur það hlutverk að annast fyrir- greiðslu á þýðingum íslenzkra visinda- og fræðirita á Norðurlandamál. 1 þeirri nefnd eru: Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri, Halldór Halldórsson, prófessor og Magnús Gíslason, framkvæmdastjóri N. F. Nokkur vísindarit hafa þegar verið þýdd á dönsku og norsku og fáein hafa þegar verið valin til viðbótar. IMámskeið fyrir æskufólk frá íMorðurlöudum Á vegum Norræna félagsins verð- ur efnt til noræns æskulýðsnám- skeið hér á landi í ágústmánuði í sumar. Sex fulltrúum frá hverju landanna í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóð og 3—4 unglingum frá Fær- eyjum hefur verið boðin þátttaka. Norrænu félögin í hlutaðeigandi löndum munu velja þátttakendurna úr hópi umsækjenda. Norrænu gestirnir munu koma sjó- leiðis 6. ágúst og fara utan 4. sept. Dvölinni verður þannig háttað að fyrst verður vikudvöl, kynning og nám, á heimavistarskóla í sveit. Síð- an 10—12 daga dvöl á sveitaheimili, svo dvalist nokkra daga á heimavist- arskóla að nýju og að lokum dvalið 2—3 daga í Reykjavík. Þátttakendur greiða ferðirnar en fá uppihald, kennslu og leiðbeining- ar hér þennan mánaðartíma er að mestu ókeypis. Norræna félagið hef- ur fengið fjárhagsstuðning úr ríkis- sjóði til þessarar fyrirgreiðslu, sem skoða má viðleitni til þess, að gera þá mikilvægðu nemendamiðlun gagn- kvæma sem félagið hefur annast á undanförnum árum. Á síðustu tveimur áratugum hafa mörg hundruð íslenzk ungmenni notið ódýrar eða ókeypis skólavistar á norrænum æskulýðsskólum fyrir milligöngu félagsins. NÁMSKEIÐ í SUMAR NÁMSKEIÐ FYRIR ÆSKUFÓLK 27. juni—2. juli Sverige „Nordisk kunstkursus for ungdom“ 28. juni—5. juli Danmark Kursus for nordiske lærerstuder- ende 28. juni—4. juli Sverige Nordisk ungdomskursus 19. —26. juli Danmark ,,Norden“s ungdomsuge 3.—8. august Norge ,,Norden“s ungdomsstævne 3.—9. august Finland Nordisk ungdomskursus 20. —24. oktober Danmark Nordisk gymnasiastmode 28. dec. 1964—4. jan. 1965 Norge Nordisk gymasiastæve ÖNNUR NÁMSKEIÐ 15.—18. juni Sverige „Nordisk ekonomi p& láng sikt“ 18.—22. juni Sverige Nordisk midsommer 23. —30. juni Sverige „Visa, lek och dans i Norden" 3.—18. juli Sverige „Det litterara verkets logik“ 5.—11. juli Sverige „Farg och form i hemmiljö" 5. —12. juli Danmark Ferieophold for medlemmer 6. —8. juli Finland ,,Norden“s kongres i Helsingfors 10.—16. juli Sverige Lærerkursus. „De nordiska f jállens natur“ 12.—18. juli Sverige „Norden i dag“ 12.—19. juli Danmark Nordisk kulturuge 27. juli—2. august Sverige Nordisk lærerkursus. „Den svára lyriken“ 2.—8. august Sverige „Nordiskt 1500-tal“ 10.—15. august Norge Nordens tillitsmannskonferanse 24. —29. august Sverige „Att företráda Norden“ 7. —11. september Sverige Nordisk litteraturskole 20.—26. september Sverige „Ungdom med anpassningssvárig- heter“ 20.—26. september Norge Nordisk pressekursus 28. sept.—1. okt. Sverige „Ungdom och demokrati" 2

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.