Norræn tíðindi - 01.05.1964, Qupperneq 3

Norræn tíðindi - 01.05.1964, Qupperneq 3
FRÁ FÉLAGSDEILDUNUM AKRANES. Norræna félagið á Akranesi efndi til kvöldvöku 30. apríl s.l. Þórleifur Bjarnason, námsstjóri, formaður fé- lagsins, flutti ávarp og bauð félags- menn og gesti félagsins velkomna. Þá flutti Guðmundur Björnsson, kennari, kveðju frá vinabæjamóti, sem haldið var í Narpes, vinabæ Akraness i Finnlandi, á s.l. sumri, þar sem hann mætti sem fulltrúi. Siðan las Þorvaldur Þorvaldsson, kennari, ljóð eftir Nordahl Grieg. Því næst flutti Odd Didriksen, sendikenn- ari við Háskóla íslands, erindi um norska skáldið Tarje Vesaas, sem eins og kunnugt er fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs á þessu ári. Áheyrendum gafst kostur á að heyra upplestur höfundarins úr eig- in verkum af segulbandi. Síðan voru sýndar tvær stuttar litkvikmyndir frá Noregi. Að lokum var svo stig- inn dans. — Aðalfundur var haldinn 14. maí s.l. Stjórn félagsins var end- urkjörin. AKUREYRI. Aðalfundur Norræna félagsins á Akureyri var haldin 10. maí 1964. Sænski sendikennarinn við Háskóla Islands Lars Elmér hélt erindi á fund- inum og sýndi litkvikmyndir frá Svíþjóð. — Stjórn félagsins var end- urkjörin. Formaður er Steindór Steindórsson, menntaskólakennari. Félagar eru rösklega 50. Ráðgert er að 5. bekkur mennta- skólans fari í vinabæjaheimsókn til Vásterás í Svíþjóð í maílok. Með því er endurgoldin heimsókn mennta- skólanema í Vásterás, en þeir komu til Akureyrar ásamt rektor sinum í páskafríinu í fyrra og bjuggu þá i heimavist M.A. — Því nær allir fimmtubekkingar M.A., um 70 manns fljúga beint frá Akureyri til Stokkhólms, þar sem Vásterásmenn munu taka á móti hópnum og fylgja honum til vinabæjarins, en þar er ráðgert að dveljast til 3. júní. Gist verður á heimilum sænskra mennta- skólanema. Faarrstjórar verða Þór- arinn Björnsson, skólameistari og Steindór Steindórsson, menntaskóla- kennari. ISAFJÖRÐUR. Norræna félagið á ísafirði hélt kvöldvökur hinn 6. mai s.l. í hinu nýja veitingahúsl Mánakaffi. Dag- skrá kvöldvökunnar var þannig að fyrst flutti Aðalbjörn Tryggvason, formaður félagsins ávarp og skýrði þar m. a. frá vinabæjarferð þeirri, sem nú er fyrii’huguð. Síðan flutti ritari félagsins Maríus Helgason sím- stjóri erindi um norræna samvinnu. Því næst var fluttur skemmtiþáttur (íslenzkt sjónvarp). Svo sagði Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri og norsk- ur vararæðismaður, frá vinabæjar- ferð til Tönsberg í Noregi s.l. sumar og var það einkar fróðlegt og skemmtilegt. Að því loknu var sýnd litkvikmynd frá Danmörku. Að lok- um var spilað „bingó“ til kl. 1 um nóttina. Á þessari kvöldvöku voru rúmlega 60 manns og var það al- mennt álit manna, að þetta hafi ver- ið eitt hið bezta fræðslu- og skemmti- kvöld, sem haldið hefur verið á veg- um félagsins. Félagsmenn eru nú 101, þar af einn heiðursfélagi Jónas Tómasson, tónskáld. — Töluverður áhugi virðist vera fyrir hinni fyrir- huguðu vinabæjarför. Isafjörður hefir nú í röskan ára- tug verið í vináttusambandi við f jóra bæði á Norðurlöndum, þ.e.a.s. Hró- arskeldur í Danmörku, Joensuu í Finnlandi, Tönsberg í Noregi og Linköping í Svíþjóð. Vinabæjamót eru haldin til skiptis í þessum bæjum og hefir Isafjörður átt fulltrúa á nokkrum þeirra. Sum- arið 1958 fór vinabæjamótið fram hér á ísafirði og tóku 25 erlendir fulltrúar, frá öllum vinabæjunum, þátt í því. Hafa mót þessi mjög stuðlað að aukinni vináttu og kynn- um milli vinabæjanna og verið öllum, sem að þeim hafa staðið, til óbland- innar ánægju. Sumarið 1957 fór ísfirzkur knatt- spyrnuflokkur í keppnisferð til Nor- egs og Danmerkur og heimsótti þá og keppti við vinabæina Tönsberg og Hróarskeldu. Þá átti Isafjörður fulltrúa á vigsluhátíð „Riskildehald- en“ 1959. Ýmis önnur boð hefir Isa- fjörður fengið um að senda fulltrúa á ráðstefnur, fundi og hátíðir hjá vinabæjum sinum, en eigi hefir reynzt unnt að taka þeim. Á undanförnum árum hefir Hróars- kelda sent Isafirði að gjöf veglegt jólatré, sem ávallt hefir verið valinn staður á áberandi stað i miðbænum. Á degi Norðurlanda, 13. apríl, s. 1. ár, efndi Linköping til kynningarsýning- ar á vinabæjum sinum, og sendi Isa- fjörður all rnikið af margskonar sýningarefni þangað. Árlega skiptast vinabæirnir á jóla- og nýárskveðjum og senda hver öðr- um ársreikninga sína og hafa annað slíkt samband sín í milli, þegar til- efni gefst til. Föreningarna Mordens Kongress i Helsingfors den 6.-8. juli 1964 Kongressen öppnas mándagen den 6 juli kl. 14.00 i Finska handelshög- skolans festal i Helsingfors av för- bundet Pohjola-Nordens ordförande, generaldirektör K.-A. Fagerholm, som ger en översikt av Pohjola-Nor- dens verksamhet undir 40 ár. Dár- efter fjöler de allmánna föredragen: „Riktlinjer för Nordens ekonomiska utveckling", „Norden som handels- politisk helhet i várldshandeln“, „Mál och medel i nordisk kulturpoli- tik“ och „Finlands sárstállning i det nordiska samarbetet“. Tisdagen den 7 juli reserveras för utskottsarbete. Deltagarna uppdelas efter eget val pá tvá utskott, av vilka det ena behandlar ámnet „Industriali- sering och annan ekonomisk utveckl- ing av Nordens u-omráden“ Til grund för diskussionen ligger ett inledn- ingsreferat av en expert frán vart och ett av de fem nordiska lánderna, medan det andra utskottet behandlar det nordiska kultursamarbetets ut- veckling. I detta utskott hálles fjöl- ande inledningsanf öranden: „Öms- esdig information i Norden“, „Det nordiska samarbetets utveckling pá vetenskapens omráde" och „Det nordiska samarbetets utveckling pá teatrens, litteraturens och konstens omráde". Onsdagen den 8 juli hálles kong- gressens gemensamma plenarmöte för behandling av de resolutioner, som utskotten antagit. Kongressen avslutas den 8 juli ca kl. 12. Aret 1964 ár márkesár för Pohjola-Norden. Föreningen fyller 40 ár i höst. i : i ■ :, n rj'wji 3

x

Norræn tíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1681

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.