Austurglugginn - 09.10.2003, Blaðsíða 2
2
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 9. október
wstuttar
FRÉTTIR
FRÉTTIR
■ .>•
Hólmaborgin
aflahæst
Hólmaborg SU frá Eskifirði
varð aflahæsta skipið á ný-
liðnu fiskveiðiári en afli skips-
ins varð rúmlega 80.000 tonn.
Börkur NK var ekki langt á
eftir Hólmaborginni með tæp-
lega 79.000 tonn, Ingunn AK
veiddi 69.000 tonn og Jón
Kjartansson SU er fjórða afla-
hæsta skipið með tæplega
68.000 tonna afla. Þrjú þessara
skipa, Hólmaborg, Börkur og
Jón Kjartansson, eru skráð í
Fjarðabyggð. Öll þessi skip
eru kolmunnaveiðiskip.
www.eskja.is sagði frá.
Borgarfulltrúar
hafna tillögu vegna
ástands við Kára-
hnjúka
Ólafur F. Magnússon, borg-
arfulltrúi F-lista, gagnrýndi
borgarráðsfulltrúar Reykjavík-
urlistans og Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir að samþykkja ekki til-
lögu sem hann lagði fram í
borgarráði Reykjavíkur í dag
vegna vinnubragða sem við-
höfð hefðu verið vegna virkj-
anaframkvæmda við Kára-
hnjúka. í tillögu Ólafs var
kveðið á um að borgarráð lýsti
yfir áhyggjum af „margendur-
teknum brotum á kjarasamn-
ingum og eðlilegum leikregl-
um í samskiptum verktaka við
verkafólk vegna virkjanafram-
kvæmda við Kárahnjúka og
krefðist þess að úr yrði bætt
hið fyrsta.
Jafnframt að borgarráö fæli
borgarstjóra að óska eftir upp-
lýsingum frá forstjóra Lands-
virkjunar, sem Reykjavík ætti
45% hlut í, um stöðu fram-
kvæmda við Kárahnjúka og
upplýsingum um starfsmanna-
mál á virkjunarsvæðinu.”
www.mbl.is sagði frá.
Bæjarstjórn Fjarða-
byggðar leggst
gegn línuívilnun
Á fundi bæjarstjórnar
Fjarðabyggðar þann 2.október
sl. var eftirfarandi ályktun
samþykkt gegn gildistöku laga
um línuívilnunina svokölluðu:
„Bæjarstjórn Fjarðabyggðar
mótmælir hverskonar sértæk-
um aðgerðum stjórnvalda við
úthlutun aflahlutdeildar, hvort
sem fiskur er veiddur á línu
eða með öðrum veiðarfærum.
Heildarhlutdeild smábáta sem
ekki eru á aflamarki í afla hef-
ur aukist jafnt og þétt og sú
aukning eðli máls samkvæmt
gengið á rétt annarra. Sú
línuívilnun sem nú er í umræð-
unni mundi enn auka forrétt-
indi smábáta á kostnað annarra
útgerðaflokka.
Afleiðingar línuívilnunar
gagnvart Fjarðabyggð yrðu
þær að aflaheimildir flyttust úr
sveitarfélaginu og atvinnu- og
tekjumöguleikar sjómanna,
fiskverkafólks og fyrirtækja
drægjust saman. Bæjarstjórn
Fjarðabyggðar skorar því á
stjórnvöld að hverfa frá öllum
hugmyndum um línuívilnun.”
3000 fm. verslunarmiðstöð
á Reyðarfirði, Molinn
Viljayfirlýsing
undirrituð
Síðastliðinn fimmtudag var
undirrituð viljayfirlýsing á Foss-
hóteli á Reyðarfirði milli sjö aðila
sem ákveðið hafa með undirritun-
inni, eins og segir í fréttatilkynn-
„nútímalega matvöruverslun,”
eins og segir í fréttatilkynning-
unni. Auk Kaupfélagsins munu
Hönnun hf, Landsbankinn, ÁTVR
og LyQa verða í „Molanum". Auk
Frá undirskriftinni á Fosshóteli siðastliðinn fimmtudag.
ingu „að vinna að frekari þróun
við hönnun og byggingu 3000 fm,
verslunarmiðstöðvar í miðbæ
Reyðarfjarðar“. Það voru Hönnun
hf., íslenskir Aðalverktakar, sveit-
arfélagið Fjarðabyggð, Landsafl
hf., Landsbanki Islands hf., Kaup-
félag Héraðsbúa svf. og eignar-
haldsfélagið Molinn ehf. sem
stóðu saman að undirskriftinni.
Kvikmyndahús
kemur til greina
Að sögn Sveins Jónssonar, eign-
arhaldsfélagi Molans, hefur þegar
verið úthlutað nær helmings alls
rýmis í húsnæðinu ef til kemur.
Stærstan hluta þess rýmis mun
Kaupfélag Héraðsbúa (Spar-
kaup/Samkaup) ætla sér undir
þess sem fataverslanir, kaffihús,
lögfræðiskrifstofa og fleira munu
væntanlega verða þar. Einnig kem-
ur til greina að sögn Sveins að
kvikmyndahús verði í „Molan-
um”.
400 - 500 milljónir
fullklárt
Áætlaður kostnaður við bygg-
ingu sem þessa er að sögn Sveins
milli fjögur og fimmhundruð
milljónir, en húsið mun að öllum
líkindum verða klædd stálgrindar-
bygging. Áætlað er að fyrsta
skóflustungan að húsinu verði tek-
in í kringum áramót og að húsið
geti verið fullklárt í september
- október á næsta ári.
helgi@agl.is
Austur-
byggð skal
það heita
- Steinþór Pétursson
endurráðinn sveitastjóri
Á fyrsta fundi nýkjörinnar
hreppsnefndar Austurbyggðar,
áður Búða- og Stöðvarhreppur,
var samþykkt samhljóða tillaga
um nafn á nýsameinað sveitar-
félag sem áður hafði orðið hlut-
skarpast í nafnakosningu sam-
hliða kosningum til sveitar-
stjómar á dögunum. Á fundin-
um var einnig lögð fram tillaga
meirihluta þar sem oddvita er
falið að ganga til samninga við
Steinþór Pétursson um starf
sveitarstjóra, en hann gengdi
áður sömu stöðu í Búðahreppi
fyrir sameiningu hreppana. Til-
lagan var samþykkt með 5 at-
kvæðum meirihluta Framsókn-
ar, Samfylking sat hjá. Einnig
voru kjörnir oddviti og varaodd-
viti á fundinum, Guðmundur
Þorgrímsson var kjörinn oddviti
og Jónína Óskarsdóttir varaodd-
viti. helgi@agl.is
Aðalfundur SAMGÖNG
Breyttar for-
sendur að mati
fundarmanna
Samtök áhugafólks um jarð-
göng á Mið-Austurlandi héldu um
liðna helgi aðalfund á Hótel Hér-
aði á Egilsstöðum. En markmið
samtakanna er „að gera Mið -
Austurland að einu atvinnu og
þjónustusvæði, rjúfa vetrarein-
angrun og stytta vegalengdir milli
byggðalaga á Mið - Austurlandi
með jarðgöngum”.
Á fundinum var auk venjulegra
aðalfundarstarfa rætt um nauðsyn
ganga á Mið-Austurlandi og þá
sérstaklega þeirra sem félagið hef-
ur lagt áherslu á, það er ganga frá
Eskifirði - Seyðisfjarðar, með við-
komu í botni Norðfjarðar og
Mjóafirði, auk ganga frá Mjóa-
firði upp á Fagradal í tengslum
við hin göngin.
Göngin í arðsemismat
Á fundinum urðu miklar um-
ræður um framtíð verkefnisins og
þar var meðal annars greint frá því
að nú stæði til að vinna félagslega
rannsókn í tengslum við arðsemis-
mat ganganna, en Háskólinn á Ak-
ureyri, Byggðastofnun og Vega-
gerðin, vinna það nú af frum-
kvæði sveitarfélaga á svæðinu,
Seyðisljarðar, Fjarðabyggðar og
Mjóafjarðar. Á fundinum kom
fram sú skoðun fundarmanna að
krafan um göngin í kjölfar stór-
framkvæmda hér eystra og á-
standsins í atvinnumálum á Seyð-
isfirði væri enn sterkari.
Stækkun
atvinnusvæðis
mikilvægur þáttur
I umræðum á fundinum vörp-
uðu menn fram því sjónarmiði
sínu að nauðsynlegt væri að nálg-
ast umræður um jarðgangagerð út
frá fleiri þáttum en arðseminni
einni saman, það er umferð um
þau. Einnig væri mikilvægt að
skoða hversu mikið það kæmi til
með að kosta þegar bæir legðust
að hluta til af eða þar fækkaði
mjög, en þar væru ijárfestingar í
opinberum stofnunum sem ríkið
hefði lagt út í. Einnig væri mikil-
vægt að menn opnuðu betur fyrir
stækkun á atvinnusvæði á Austur-
landi í kjölfar álversbyggingar
Alcoa við Reyðarfjörð, bættar
samgöngur eru þar skilyrði að
mati fundarmanna.
„Hvað kostar
aflagður
Seyðisfjörður"
„Hvað kostar aflagður Seyðis-
fjörður,” sagði Hrafnkell A. Jóns-
son, einn stjórnarmanna í félag-
inu, á fundinum og bætti við:
„Umræðan um arðsemiskröfu op-
inberra framkvæmda er af ein-
hverjum orsökum meiri ef í hlut á
framkvæmd sem þessi á lands-
byggðinni en í Reykjavík, þess
vegna er nauðsynlegt að fleiri
þættir séu teknir inn í arðsemis-
matið en umferð bíla um göngin”.
Sama stjórn
kosin áfram
Á fundinum var stjórn samtak-
anna endurkjörin en i henni sitja:
Guðrún Katrín Árnadóttir, Hrafn-
kell A. Jónsson, Kristinn Jóhann-
esson, Sigfús Vilhjálmsson, Jónas
Hallgrímsson og Sveinn Sigur-
bjarnarson. í félaginu eru nú um
600 manns af svæðinu öllu.
helgi@agl.is
Höfuðlús
- Er og verður staðreynd
Lús hefur verið að stinga sér
niður nú á haustdögum eins og
reyndar oft áður.
Að sögn Hilmars Sigurjónsson-
ar skólastjóra á Eskifirði hefur
lúsin verið að stinga sér niður í
skólanum hjá honum en ekki vald-
ið neinni röskun á skólastarfinu.
„Þetta eru ekki mörg tilfelli innan
við fimm það ég veit, en foreldrar
kemba börnum sínum í tíu daga”
segir Hilmar.
Lifum með henni
Halla Eiríksdóttir hjúkrunar-
stjóri HSA á Egilsstöðum segir
lúsina vera árvisst fyrirbæri sem
fólk verði að fara að læra að lifa
með. Lúsin hefur verið að stinga
sér niður í skólum á austurlandi en
hvergi í miklum mæli.
„Lús er ekki bráðsmitandi hún
er í því hári sem hún er komin í og
vill ekki fara þaðan.Lúsin veldur
samfélagslegu vandamáli þegar
hún er að stinga sér niður á haustin
vegna þess að hún veldur fordóm-
um á því fólki sem fær á sig lús.
Fólk kann ekki lengur að umgang-
ast lús, það koma upp “panikk”
aðstæður sem er alger óþarfi.
Það er kominn tími til að fólk
læri að umgangast lús og lifa með
henni” segir Halla.
sigad@agl.is