Austurglugginn


Austurglugginn - 09.10.2003, Blaðsíða 3

Austurglugginn - 09.10.2003, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. október AUSTUR • GLUGGINN 3 1800 fm. verslunar- miðstöð á Egilsstöðum Verslunarmiðstöðin sem er áætl- uð 1800 fermetrar að stærð verður reist á 7900 fermetra lóð við Mið- vang 13 milli Hótels Héraðs og Blómabæjar. Fasteignafélagið Þyrping mun eiga verslunarmiðstöðina en ís- lenskir aðalverktakar munu byggja hana. Gunnlaugur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Is- lenskra aðalverktaka, segir „að framkvæmdir á lóðinni hefjist í næstu viku og stefnt sé að opnun verslunarmiðstöðvarinnar í maí á næsta ári”. Gert er ráð fyrir að Bónus, BT tölvur og Oíficel verði þarna til húsa, ásamt fleiri verslunum, en nýlega var um Qórðungur af rými hússins auglýstur til leigu. Bónus og BT tölvur eru í dag til húsa í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Níunni á Egilsstöðum. Fyrirhugað er að Bónusverslun- in í nýju verslunarmiðstöðinni verði á 900 fermetra gólffleti en það er veruleg stækkun frá því sem nú er, en núverandi verslun Bónuss í Níunni er um 300 fer- metrar. sigad@agl.is "Norðfirðingarnir" veiðast í laxveiðiám á Austurlandi Eldislaxinn sem slapp úr slátur- kví á Norðfirði í haust er nú farinn að veiðast í mjög smáum stíl í lax- veiðiám á Austurlandi. Alls hafa átta eldislaxar veiðst, 1 í Selá, 4 í Hofsá í Vopnafirði og 3 í Breiðdalsá. Þeir hafa verið greindir hjá Veiðimálastofnun sem flökkufiskar úr sjókvíum. Einn þessara laxa var örmerktur, hann veiddist í ádrætti í Breiðdalsá og reyndist hann vera úr sjókvínni sem laskaðist á Norðfirði, þar sem nærri 3000 eldislaxar sluppu. Samkvæmt áliti manna á Veiði- málastofnun eru þessir flökkulaxar líklega allir “Norðfirðingar”. Fram hefur komið í fréttum að sér- fræðingar á Veiðimálastofnun telja ekki líkur á að þessir tæplega 3000 laxar sem sluppu á Norðfirði hafi nokkur áhrif á villta laxastofna í austfiskum ám. Að sögn Braga Vagnssonar for- manns veiðifélags Hofsár í Vopna- firði „eru þessir flökkulaxar af- skaplega óvelkomnir í árnar okkar og hægt að segja að þetta sé versta mengun sem við getum fengið í árnar”. Bragi telur talsvert mikla hættu á mengun í ánum en næsta sumar verða bæði hængar og hrygnur úr eldinu á sveimi kringum landið. „Hver á er með sinn sérstaka stofn sem búinn er að þróast með ánum. Þegar svona stofn kemur inn í árnar með annan bakgrunn og annað erfðamengi og fer að hrygna þar boðar það ekki gott, þeir hafa til dæmis ekki ratvísina sem heimaaldi laxinn hefur. Það hafa þegar veiðst fjórir lax- ar úr eldi í Hofsá og það eru ör- ugglega eins margir eða fleiri eftir í ánni þá er bara spurningin hvað þeir gera af sér” segir Bragi. Bragi segist vera alfarið á móti Hönnun hf, starfsstöð Reyðarfirði auglýsir eftir starfsmanni til almennra skrifstofustarfa. Um er að ræða tímabundið starf frá október 2003 til loka júlí 2004. Starfshlutfall er 80%. Umsóknum skal skila á skrifstofu Hönnunar, Austurvegi 20, Reyðarfirði eða með tölvupósti á netfangið valqeir@honnun.is fyrir 16. október næstkomandi. Upplýsingar veitir Valgeir í síma 89-45211. EHHÖNNUN sjókvíaeldi með norskan lax. Hann segir það byggja á skamm- tímahagsmunum ekki eiga framtíð fyrir sér nema þetta hlýindaskeið sem nú gengur yfir verði varan- legt. „Eftirlit með þessu eldi er mjög slakt, þegar svo er kemur kæru- leysi í kjölfarið hjá þeim er annast eldið og þá verða slysin fleiri en orðið er. Reynslan segir að það verði alltaf slys tengd þessu sjó- kvíaeldi," sagði Bragi í samtali við Austurgluggann. sigad@agl.is Austfjarðaleið 477 1713 BADBOYSII Áformað að byggja þrjár stórar blokkir á Egilsstöðum Fasteignafélag Austurlands áformar að byggja þrjár stórar blokkir við Kaupvang 41-43 á Eg- ilsstöðum. Umhverfisráð Austur- Héraðs leggur til að auglýst verði deiliskipulag á þessum lóðum þar sem gert er ráð fyrir að Fasteigna- félag Austurlands reisi þrjár sjö hæða blokkir með kjallara og bíla- stæðum. Lóðirnar eru undir klett- unum sunnan mjólkurstöðvarinnar á móti kirkjugarðinum. Reiknað er með að 27 íbúðir verði í hverri blokk svo þarna munu verða alls 81 íbúð í þremur blokkum. Fram kemur í pistli bæjarstjóra Austur-Héraðs á heimasíðu sveit- arfélagsins að nú þegar sé byrjað á eða áformað að byggja alls 420 íbúðir á Egilsstöðum og 21 á Hall- ormsstað á næstu árum. Þessi fyr- irhugaða íbúðabyggð mun rúma alls 1100 íbúa sem dugar fyrir þá fólksfjölgun sem reiknað er með til ársins 2009 en þá er áætlað að íbúar Austur-Héraðs verði um 3200 eins og segir í pistli bæjarstjórans. sigad@agl.is Þanriig líta fyrirhugaðar blokkir við Kaupvang á Egilsstöðum út á tölvugerðri mynd en þær munu rúma alls 81 íbúð. Mynd Kristinn Ragnarsson teiknistofa Skoðið nýja www. heimasíðu Sparisjóðsins sparnor.is - Kynntu þér málið - sparisjóður norðfjarðar -fyrirþigogþína-

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.