Austurglugginn - 09.10.2003, Qupperneq 4
4
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 9. október
Austur«glugginn
www.austurglugginn.is
Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf.
Umbrot & prentun: Héraðsprent
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Helgi Seljan 477 1750 - 849 7386 - helgi@agl.is
Blaðamaður:
Sigurður Aðalsteinsson 477 1755 - 899 1070 - sigad@agl.is
Framkvæmdastjóri 8i auglýsingastjóri:
Erla Traustadóttir 477 1571 - augl@austurglugginn.is
Auglýsingasími: 477 1571 - Fax 477 1756
Skrifstofa Austurgluggans er opin 8-4 alla virka daga.
Póstfang: Hafnarbraut 4, 740 Fjarðabyggð
Sími 477 1755 - 477 1750 - frett@austurglugginn.is
AÐSENDAR GREINAR
Austurglugginn birtir aðsendar greinar. Greinarnar eiga
að vera á bilinu 400 - 500 orð. Greinarnar skal senda
á netfangið jonknutur@agl.is ásamt mynd af höfundi.
Austurglugginn áskilur sér rétt til að velja og hafna og stytta greinar.
Er munur á
hávaða eða
hljóði?
Þá er víst komið að því enn eitt
árið að haustið er gengið í garð með
lækkandi sól föllnum laufblöðum
og öllu því sem tilheyrir. Einn af
jákvæðu fylgifiskum haustsins er
að nú styttist í að Blús, rokk og
djassklúbburinn á nesi blási til sinn-
ar árlegu tónlistarveislu. Aðalefni
þessarar greinar er sívinsælt deilu-
efni milli sumra gesta og hljóð-
manna á skemmtunum sem þess-
um: Er of mikill hávaði eða ekki ?
Það má til sanns vegar færa að á
rokktónleikum eins og sýningar
klúbbsins verða að teljst til er meiri
hljóðstyrkur í gangi heldur en þeg-
ar sungið er í sturtu eða með út-
varpinu á sunnudagsrúntinum. Það
er einfaldlega þannig að þegar 8-10
manna rokkhljómsveit í bullandi
sveiflu er mögnuð upp samkvæmt
nýjustu tækni og vísindum þá heyr-
ist nokkuð vel, enda er það náttúr-
lega ekkert rokk að bandið hljómi
eins og eitthvað mjálm útí homi.
Til þess að útskýra þetta nú að-
eins nánar held ég að rétt sé að
koma með sögu úr eigin reynslu-
banka sem er byggð á dagsönnum
atburði.
Arið 1997 var undirritaður annar
af hljóðmönnum á stuðmannaveislu
B.R.J.Á.N. og í miðri sýningu kom
norðfirskur góðborgari og kvartaði
yfir hávaða. Ég svaraði af mikilli
kurteisi að það væri ekki hægt að
lækka þetta væri nú bara þannig
lag, þá varð viðkomandi mjög æst-
ur og sagði að það væri bara einn
takki til að lækka og bauðst í fram-
haldi af því til að til að taka kerfið
úr sambandi. Það skal tekið fram
strax að málið leystist án þess að
það kæmi til átaka en ég ætla aðeins
að útskýra hvers vegna ég gat ekki
lækkað.
Þegar tekið er sánd eins og sagt
er á poppmállýskum eða hljóðið
stillt þá er ákveðinn lágmarksstyrk-
ur sem ekki er hægt að fara niður
fyrir, sá styrkur miðast einfaldlega
við hljómsterku hljóðfærin sem
berast vel eins og trommur og
bassa. Síðan eru það hin hljóðfær-
in í bandinu píanó, gítar, söngrödd
popparans o.fl. sem ekki eru mjög
hljómsterk og þarf að magna upp i
húsi eins og Egilsbúð t.d. til að eitt-
hvað heyrist.
Til að í öllum heyrist þarf að
hækka í hinum veikari svo hinn
sterkari yfirgnæfi hann ekki. Þetta
segir okkur það að ef lækkað er of
mikið þá heyrist ekkert nema
trommur og bassi en með fullri
virðingu fyrir þeim ágætu hljóðfær-
um þá væri það nú samt þunnur
þrettándi að heyra ekki í hinum.
Þetta er sem sagt sá lágpunktur sem
við er miðað, síðan til að allt hljómi
sem best er trommum og bassa að-
eins lyft í kerfið með hinu til að
hljóðið komi nú allt úr sömu áttinni
þ.e.a.s úr hátölurunum til hliðar við
sviðið.
Að lokum eru hér nokkur atriði
sem mig langar aðeins að impra á
varðandi það að fara á tónleika og
skemmtanir. Það er ágæt regla ef
maður er viðkvæmur fyrir hávaða
að setjast ekki beint fyrir framan
hátalara þegar maður velur sér sæti.
Það væri svipað og að fara á klass-
íska tónleika og stinga hausnum inn
í flygilinn.
Annað sem vert er að hafa í huga,
það á ekki að vera svo lágt í tónlist-
inni að menn geti auðveldlega
spjallað saman yfir borðið. Þá
heyra þeir sem eru að hlusta ekkert
nema skvaldrið í salnum. Fyrir utan
það að menn eiga náttúrlega ekkert
að vera að tala meðan flutningur er
PALLBORÐ
Allt eins og blómstriö eina...
fpnaið ákurur fyrir að hafa ekki verið nógu jákvæður r srðasta
pistli minum hér um “meint grln íróuMrst^annat'^f a
f-ramveais muni ég gangast jákvæðnrnnr a hond og ekkr skiiga v^
fvrr en vinkona hennar neikvæðnin freistar mín og dregur mrg i
Ss,*HSS*3S-Æ--53.-a«“- 2 322
já»rdæmi frak' Þ6 ég sé mikill andstæðingur árásarstríðs og þá
Tokum sem dæmr Irak. Þo g andstöðu flestra þjóða hermsrns -
r srrr; ;£ as ss ssáss
?£ ss5 ssshxsszi bs.-s=“- — -
komrð þ beirri dýrmætu reynslu sem það er — herl
hefðr þar með mrsst af þe Y strið til að berjast r! Hvað
kynslóð ungra hermanna hefð kk friðarhreyfinguna og kom þvi
varðar okkur Islendrnga þá styrktr skjóta svo - eða
til leiðar að nu eru flerrr sem h"9“ í « -jákvætt ef grannt er
öfugt, skiptir ekkr malr og hvoru rkÍðurinn I heiminum hafi
skoðað. svo má líka ^egga að stoðtækj Saddams _ það hlýtur að
fengið nyjan markað i þessu nýfrelsao ^ heldur þann sem
framleiðir'stoðtækin^sem "aftur færa okkur auknar gjaldeyristekjur og
Og hún lika Ekki hafði nú Dabbinn
Tökum annað mál, stefnuræðu or ræðu'sinni r þetta skiptið —
enda^ekki^nema fon^ttugu m/nfturnar dugðu varla ^sKý-fyrir
rrSi/fð
Steingrimur og Ossur alveg snar að “a haanfr^striðið var r raun
að skrifa undir eins atvinnuskapandr strrð og ^akstrroro va
(sjá umfjöllun hér að ofan) og ^^^^^f/í^kunnar velstandi og
^rkamönnum viö KarahnDuka (þar aaaðbeittar( ungarj sprengjuglaðar
konurf Þeir kfpánar össur og Steingrimur eru bara neikvæðrr og ættu
að ganga sólinni á band. Að fatta Það ekki að^^að^menn^segr^^
eitthvað i kosningabaráttu þa fvrir þessar kosningar með
ÖSSUb-fau sólrúnu /forsSf Hefekki orðið var við Ingibjörgu i eða
Ingrbgorgu Solrunu i torsætr skúringum með námrnu!
alltaf stöðugt. Og þó svo Félagsmálaráðherra þurfr að Xækka
fSnnfESþfbfffð foffbrffi nokkra dlga - fá
sér jafnvel kökur í staðinn.
Jákvæðnin er málið!
Helgi Seljan, jákvæði
Skoðanrr prstlahöfundar eru hans ergin, ekki blaðsins - það hefur
ekki skoðun.
Því miður...
Einhvern tímann á áttunda ára-
tugnum sendi ég sjónvarpinu Ieik-
rit á léttum nótum með söngvum
sem ég bauð til flutnings. Þetta
verk var handskrifað, ekki sett upp
skv. forskrift slíkra verka, enda
hafði ég tæpast glóru um þess
háttar uppsetningu. Þrátt fyrir þá
vankanta fékk ég, nokkrum dögum
síðar, upphringingu frá dagskrár-
stjóra sjónvarps, skemmtiefnis.
Hann þakkaði handritið og bað
mig að líta við ætti ég leið suður.
Líta við! Það fór um mig rafmagn-
aður straumur eins og þið lesendur
góðir getið vafalaust ímyndað ykk-
ur.
Skömmu síðar héldum við hjón-
in úr hlaði, enda búið að bera á
völl. Þetta var sem sagt á þeim
árum sem ég stundaði sportbúskap
og lagði bein í gamla kjötfjallið.
Daginn eftir komu okkar til höfuð-
borgarinnar héldum við til fundar
við dagskrárstjóra sjónvarps,
skemmtiefnis. Er við gengum inn á
skrifstofú stjórans sáum við hvar
hann var að fletta minni handskrif-
uðu „pródukt”. Eftir álúðlegar
kveðjur sagði dagskrárstjóri vafn-
ingalaust að þetta handrit væri
besta gamanleikriti sem hann hafði
fengið í hendur. Ég þurfti að halda
mér fast í bríkur stólsins, sem ég
hvíldist í, til að rjúka ekki um koll
eða svífa á rósrauðu skýi út í reyk-
vískt snemmsumarloftið. Næst
spurði dagskrárstjóri hvort ég hefði
ekki séð hvernig gera ætti handrit
að sjónvarpsefni. Ég svitnaði í lóf-
um og undarlegur, ljarlægur kliður
ómaði fyrir eyrum. Þrátt fyrir það
tókst mér að segja að svo væri
ekki, spurði jafnframt hvort ekki
væri hægt að fá tilsögn hjá sjón-
varpinu til þeirra hluta. Dagskrár-
stjóri var hinn altillegasti og sagði
að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur
af því. Bað einungis um að fá að
varðveita handritið um sinn eins og
það hefði komið af skepnunni. Var
það vitaskuld hið besta mál eins og
þið lesarar góðir vafalaust skynjið.
Framhald þessa handskrifaða
verks varð í sem stystu máli þetta:
Eftir sex mánuði frá komu okkar
hjóna á skrifstofu dagskrárstjóra
hringdi ég í hann. Hann sat við
sama keip. Sagði Ieikritið einkar
skemmtilegt og bað mig vera ró-
legan. Ég þakkað en var langt frá
því að vera rólegur. Þannig leið ár.
Innti ég þá dagskrárstjóra eftir
gangi mála. Hann sagði þetta allt í
skoðun. Næstu þrjú til fjögur ár
hafði ég samband. Alltaf fékk ég
sama svarið og hvort handritið
mætti ekki liggja enn um sinn. Ég,
sem orðinn var slæmur á taugum,
með bauga undir augum og melt-
ingartruflanir af spennu, gat stunið
uppjái.
Loks kom að því að viðkomandi
dagskrárstjóri hætti störfum „að
eigin ósk”. Bjallaði ég þegar í nýj-
an stjóra og bað hann athuga mál-
in. Hann lofaði því. Hringdi
nokkrum dögum síðar og sagði:
Því miður ... o.sfrv. Nokkrum dög-
um síðar kom mitt handritaða af-
kvæmi heim úr útlegðinni, var sett
ofan í skúffu enda lítið eitt lúð eft-
ir útivistina.
Frh. í nœsta blaði.
Eftir Guðjón Sveinsson,
rithöfund.
í gangi, menn geta gert það milli
laga eða fyrir og eftir skemmtun.
Einnig vil ég taka fram að það er
eðli tónlistar að vera ýmist sterk eða
veik hröð eða hæg og allt þar á
milli, í hröðu rokkurunum er
keyrsla og styrkur, í silkimjúkum
ballöðum er spilað veikt o.s.frv.
Niðurstaðan er sú að gott sánd er
allt frá hinum mýksta hljóm upp í
bullandi rock'n roll þar sem ekkert
er gefið eftir, það fer eftir því hvers
konar tónlist er verið að spila
hversu hátt er.
Ej'tir Bjarna Frey Ágústsson,
tónlistarmann.