Austurglugginn


Austurglugginn - 09.10.2003, Blaðsíða 5

Austurglugginn - 09.10.2003, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. október AUSTUR • GLUGGINN 5 Hugleiðingar Karólínu með kvæði eftir Bubba Austurglugganum barst ný- lega þessi hugleiðing frá Kar- ólínu Þorsteinsdóttur á Seyðis- firði. Með hugleiðingunni lét hún fylgja texta eftir Bubba, nokkurn, Morthens, sem hann hefur ekki enn gefið út. Hann er hér birtur með leyfi höfundar og útgefenda. „Mottó kvæði Bubba” Nú blæs hann að norðan Nóttin er dimm og köld skuggar skelfa börn með sín svörtu, svörtu tjöld já úti er myrkur og mugga mamma þarf að hugga lítinn labbkút óttanum ber að stugga hið illa reka út bíum bíum bamba ró pabbi er úti á sjó pabbi er sækja gull pabbi er að sækja sægreifans gull mamma hvíslar í húminu mamma hvíslar í húminu pabbi er úti á sjó hjarta þitt er hjarta hans þey, þey og ró kvóta skrímslið skelfir hann skaltu muna sannleikann þegar þú verður stór miljarðar sægreifans suður í bankann fór bíum bíum bambaró fagur fiskur í sjó sofðu litli ljúfurinn mömmu ljúfi strákurinn. Bubbi Morthens, 2003 Veturinn er farinn að sýna sig hráslagalegur og kaldur. Þessurn árstíma fylgja oft miklar náttúru- hamfarir, flóðbylgjur,fellibyljir, og jarðskjálftar, sem leggja heilu byggðarlögin í rúst og svipta íbúa öllum eigum sínum víða um heim. Það þarf mikinn kjark til að takast á við náttúruöflin, og hefjast handa á ný. Sumir missa kjarkinn þegar þeir horfa upp á eyðilegginguna en fjöldinn heldur áfram með óskilj- anlegri þrautseigju og byggir allt upp á ný. Karólína Þorsteinsdóttir Bæjarstjórn Fjarðabyggðar auglýsir 1. Tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reyðarfjarðar 1990- 2010 Samkvæmt 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í að: 1. Svæði fyrir opinberar stofnanir austan Heiðarvegar verði stækkað að Melgerði í austri og til suð- urs að lóðum við Sunnugerði. 2. íbúðarsvæði norðan Sunnugerðis verði stækkað til norðurs að Melgerði og til vesturs á móts við tengigötu að Austurvegi. 3. Svæði fyrir opinberar stofnanir við Sunnugerði er minnkað sem nemur stækkun íbúðarsvæðisins. 2. Tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Oddnýjarhæð í samræmi við ofan- nefndar breytingar á aðalskipulagi. Samkvæmt 25 gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í að: 1. Til koma 4 nýjar lóðir fyrir Fjölbýlishús við Melgerði 2. Lóðir nr. 9,11 og 13 falla niður og verða leiksvæði. 3. Lóð nr. 15 við Austurveg verður nr. 10 við Sunnugerði 4. Mörkum lóðanna nr. 12, 14 og 16 hefur verið breytt 5. Lóð fyrir spennistöð verður við Melgerði Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar Egilsbraut 1 Neskaupstað, Strandgötu 49 Eskifirði og Búðareyri 7 Reyðarfirði, og á heimasíðu fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is frá og með miðvikudeginum 15. október til miðvikudagsins 12. nóvember 2003. Þá verður einnig opið hús í Félagslundi föstudaginn 24. október kl. 15.00 til 19.00 Þar sem tillög- urnar verða kynntar þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila athugasemdum er til miðvikudagsins 26. nóvember 2003. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal þeim skilað til SkipulagsfuIItrúa Strandgötu 49 Eskifirði. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. í BYKO á föstudag og laugardag Helgi Sigurðsson málarameistari aðstoðar við lita- og efnisval á föstudag 10. okt. og laugardag 11. okt. Vnr.85540040-737 BYKO innimálning, gljástig 10, 4 lítra dós. Allir litir. Opið: virka daga 8-18, laugardaga 10-14 BYKO BYKO Reyðarfirði • S: 470 4200 BYGGIR MEÐ ÞER Af sértækum aðgerðum Nýverið samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar ályktun þar sem hún „mótmælir hverskonar sértækum aðgerðum stjórnvalda við úthlutun aflahlutdeildar, hvort sem fiskur er veiddur á línu eða með öðrum veið- arfærum, “ svo vitnað sé orðrétt í samþykktina. Ég tek mér það bessaleyfi að álykta sem svo að hverskonar sértækar aðgerðir, eigi m.a. við um byggðakvóta. Einnig gat að líta í fjölmiðlum nýverið, ummæli höfð eftir Aðal- steini Helgasyni hjá Samerja um að hann væri andsnúinn úthlutun byggðakvóta þar sem slíkt skekkti samkeppnisstöðu íyrirtækja í sjáv- arútvegi. Kannski ekki orðrétt þannig en þetta var inntakið í um- mælunum. Mér finnst full ástæða til að staldra við þetta tvennt og byrjum á ályktun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hafa ber í huga að í Fjarðabyggð á innan skamms að reisa eitt stykki álver og er þar um að ræða stærstu, sértæku atvinnu og byggðaaðgerð íslandssögunnar, þótt vissulega eigi heimamenn stærstan heiður af framtakinu en ekki línudansarinn í iðnaðarráðuneytinu. Að sjálfsögðu er ekkert nema gott um það að segja F.h. bæjarstjórnar Fjarðabyggðar Skipulagsfulltrúi. Auglýsing minni háttar breytingar á aðalskipulagi Austur-Héraðs 2002-201 7 meb vísan til 2. mgr. 2t.gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og 7.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 er hér meb auglýst tillaga ab minni háttar breytingu á abalskipulagi Austur-Hérabs 2002-2017. Landnotkun lóbanna vib Mibvang 18, 20 og 22 breytist úr því ab vera svæbi fyrir þjónustustofnanir í þab ab vera íbúbasvæbi. Hluti af svæbi milli Hringvegar (1) og Mibvangs sem skilgreint er blöndub landnotkun sem þjónustusvæbi / athafnasvæbi, breytist í mibsvæbi. Breytt lega er á sybsta hluta göngustígs sem liggur í gegnum svæbi fyrir þjónustustofnanir vib Mibvang. Stígurinn færist til vesturs og liggur nú milli íbúbasvæbis og mibsvæbis. Ný abkoma er frá Hringvegi (1) ab Mibvangi, um 200 m norban vib vegamót vib Fagradalsbraut. Uppdráttur sem sýnir umrætt svæbi, fyrir og eftir breytinguna, verbur til sýnis í anddyri bæjarskrifstofu Austur-Hérabs ab Lyngási 12, Egilsstöbum frá og meb 13. 10. 2003 til og meb 3. 11. 2003. Þeir sem hafa athugasemdir fram ab færa vib framangreinda skipulagstillögu skulu skila þeim skriflega til Austur-Héraös, Umhverfissvibs, Lyngási 12, 700 Egilsstaöir, eigi sföar en 3.11.2003. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir vib skipulagstillöguna innan framangreinds frests skobast samþykkur henni. Egilsstöbum 2. október 2003 Þórhallur Pátsson, skipulagsfulltrúi en mér þykir bæjarstjórn Fjarða- byggðar setja niður með því að vera á móti sértækum aðgerðum sem hugsanlega geta komið öðrum byggðalögum til góða. Rökin gegn línuívilnun eru fyrst og fremst þau að með henni sé verið að færa afla- heimildir frá einum útgerðarflokki til annars; þ.e.a.s. frá stórum út- gerðarfyritækjum til trillukarla og þannig muni meiri kvóti flytjast frá Austfjörðum en til þeirra því það munu helst vera Vestfirðingar sem hagnast á þessari ívilnun. Vera má að satt sé, en þetta hlýtur að vera hægt að leysa, t.d. með því að taka ekki kvóta af neinum, heldur verði einfaldlega úthlutað nýjurn kvóta til að dekka umframaflann; Davíð hlýtur að geta fundið einhver tonn til þess, líkt og hann gerði fyrir síð- ustu kosningar. Vestfirðingar eru heldur ekki að fá neitt álver svo að ég vorkenni Austfirðingum ekki baun að þurfa að sjá á eftir einhverj- um tonnum til þeirra. Byggðakvótinn, sú sértæka að- gerð við úthlutun aflaheimilda, hefur gefið góða raun hér á Stöðv- arfirði og vegna hans, hefur verið reist hér fiskvinnslufyrirtæki sem veitir að jafnaði ellefu manns vinnu en það er hátt hlutfall í 270 manna samfélagi, en það jafngildir um 120 störfum í Fjarðabyggð svo ég grípi til hinnar alræmdu höfðatölureglu. Og þar er komið að Aðalsteins þætti Helgasonar hjá Samherja, því eitt sinn var Samherji handhafi byggða- kvóta Stöðfirðinga en var sviptur honum þar sem sveitarstjórn taldi að fyrirtækið hefði ekki staðið þann samning sem gerður var við úthlut- un hans. Þá var Aðalsteinn ekki mótfallinn byggðakvótanum því rnikil var gremja hans yfir því að tapa honum og hrikti all verulega í stoðum atvinnulífs á Stöðvarfirði á meðan stormurinn gekk yfir. En Aðalsteinn hefur greinilega skipt um skoðun síðan þá og því fagna ég því slíkt er sjaldgæft á meðal Is- lendinga. Elsku vinir í Fjarðarbyggð; leyfið okkur sem erum töluvert háð smá- bátaútgerð að njóta þeirra mola sem til okkar falla af borðum Stjórnar- flokksins því þeir eru ekki margir og alveg óþarfi að þið séuð að öf- undast út í það. Þá höldum við á- fram að styðja ykkur í viðleitni ykk- ar til atvinnuuppbyggingar, líkt og við gerðum með álverið, og við verðum öll vinir áfram. Deal? Eftir Björgvin Val Guðmundsson

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.