Austurglugginn - 09.10.2003, Side 6
6
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 9. október
VIÐTALIÐ
Þetta er
úið að vera
Jónas Hallgrímsson fram-
kvæmdastjóri Austfars á
Seyðisfirði fyrir utan höf-
uðstöðvar fyrirtækisins á
Seyðisfirði. Auk þess að
vera við stjórnvölinn hjá
Austfar er hann Danskur
konsúll á Seyðisfirði eins
og sjá má á skildinum
sem sést í bakgrunni.
viðburðar-
ríkt ár”
Jónas Hallgrímsson er framkvœmdastjórí Austfar ehf
sem er umboðsaðili Smyríl Line á Seyðisfirði og situr í
stjóm Smyril Line sem gerir út farþegaferjuna Nor-
rænu. Jónas hefur séð um afgreiðslu Norrænu og fyrst
Smyrils frá upphafi eða frá árinu 1975. Fyrst með bæj-
arstjórastarfinu meðan hann var bœjarstjóri á Seyðis-
firði til 1983 en þá stofnaði hann Austfar og hefur verið
framkvæmdastjórí þess fyrirtækis alla tíð eða í 20 ár.
Jónas var stjómarformaður Smyríl Line 1994 til 2001.
Auk þess að vera við stjómvölinn hjá Austfar er hann
Danskur konsúll á Seyðisfirði
Áríð er búið að vera viðhurðaríkt hjá Jónasi ný glæsileg
Norræna var sjósett fyrr rúmu árí síðan eða 24 ágúst
2002 og fór i fyrstu reynslusiglinguna í mars á þessu ári
og kom síðan í fyrstu ferðina til Seyðisfjarðar 22. apríl
síðastliðinn. Alls kostaði nýja skipið um 7 miljarða ís-
lenskra króna.
Yfir hundrað þúsund farþegar
FYRSTA SUMARIÐ.
Nýja skipið kom í jómfrúrferðina til Seyðisfjarðar 22. apríl
með 530 farþega og í þá síðustu 11. september og var þá búið
að flytja 105 þúsund farþega á fyrsta sumrinu sem hún siglir
til Islands senr Jónas segir að sé sá fjöldi sem þeir reiknuðu
með í rekstraráætlunum fyrir hið nýja skip Norrænu. Af
þessum rómlega hundrað þúsund farþegum eru 23 þúsund
þeirra sem koma til og frá Islandi.
Farþegafjöldi jókst um 35% milli ára með nýju ferjunni.
Það var kominn tappi í farþegafjöldann sem stafaði af því að
gamla ferjan tók aðeins 300 bíla á bíladekk en sú nýja tekur
800 bíla. A næsta ári segir Jónas að reiknað sé með að 120 til
130 þúsund farþegar taki sér far með Norrænu. Utlit er gott
bókanir fyrir næsta ár eru góðar og mikið af fyrirspurnum.
Sama verð er á fargjöldum með skipinu og á síðasta ári.
Afar erfitt á smíðatímanum
Jónas segir að Smyril Line hafi átt afar erfitt á smíðatíman-
um. Það kom aðallega til vegna breytinga á olíuverði og
stöðu dollarans sem þaut upp. Þetta varð til þess að fresta
þurfti smíði nýja skipsins í ár og leita eftir auknu hlutafé en
afar sterkir fjárfestar komu að smíðinni „klukkan fimm mín-
útur yfir tólf’ segir Jónas. 18 öflugir stofnfjárfestar standa að
fjármögnun skipsins, þeir koma frá 3 löndum, íslandi Fær-
eyjum og Hjaltlandi. Þar af eru þrír opinberir sjóðir á veg-
um, Hjaltnesku landsstjórnarinnar, Færeysku landsstjórnar-
innar og Byggðastofnunar á íslandi.
Áætlanir staðist
EFTIR AÐ FJÁRMÖGNUM LAUK
Samkomulagið um fjármögnunina er til sjö ára frá því að
smíðasamningur var undirritaður. Þá eru fjárfestarnir lausir
frá þessu eða geta haldið áfram, allt eftir hvernig staða félags-
ins verður þá. „7 miljarðar eru mikið fé og það varð að gera
þetta svona til að mynda festu í félaginu” segir Jónas. Allar
áætlanir hafa staðist hingað til frá því að smíðasamningur
var undirritaður. Allt byggist þetta á góðu samstarfi stofnfjár-
festa og stjórnar félagsins.
Aðspurður hvort þetta sé gróðafyrirtæki svarar Jónas að eng-
inn viti sína æfi fyrr en öll er, „þetta er hugsjónastarf í og
með” en reiknað er með að fyrirtækið fari á markað í fram-
tíðinni.
Flestir farþegar frá Þýskalandi
Smyril Line hefur sölukerfi um mest alla Evrópu og er með
umboðsmenn í flestum Evrópulöndum. Auk þess eiga
Smyril Line og Austfar Norrænu ferðaskrifstofuna sem á-
samt Terra Nova Sól selja ferðir með ferjunni hér á Islandi.
Flestir farþegar ferjunnar koma frá Þýskalandi en Danir og
Norðmenn eru á uppleið segir Jónas. Um 80% farþeganna
eru útlendingar og 20% Islendingar. Það voru fleiri farþeg-
ar frá íslandi í sumar en áður og segir Jónas það vera vegna
bættra samgangna við þéttbýlið.
Jónas segir að þegar öllu er á botninn hvolft byggist þetta allt
á góðu og traustu samstarfsfólki hérlendis sem erlendis.
Draumsýnin er sumarvegur um hálendið
Jónas segist eiga sé draumsýn um sumarveg um hálendið frá
Kárahnjúkum, yfir á stíflunni og þvert yfir á Sprengisand.
Það er verið að vinna þeirri hugmynd fylgi af nefnd á vegum
Markaðsstofu Austurlands og er Jónas formaður stjórnar
Markaðsstofunnar. Fulltrúar Markaðsstofunnar í nefndinni
eru Sveinn Sigurbjarnarson og Skúli Björn Gunnarsson.
Þetta mun stytta leiðina frá og til Reykjavíkur um nær 200
kílómetra svo þangað verði undir 500 kílómetra vegalengd
og um 6 tíma akstur. Þetta er langstærsta samgönguhags-
munamál okkar hér á Austurlandi, það næst stærsta er að
breikka og lagfæra veginn yfir Oxi.
Það er kominn góður vegur inn að Kárahnjúk lagður
bundnu slitlagi, þaðan eru bara 90 kílómetrar yfir á
Sprengisand og við erum að vinna að því að þar á milli verði
lagður góður sumarvegur.
Það er langstærsta samgönguhagsmunamál okkar að sfytta
leiðina frá og til Reykjavíkur, auk þess sem góðir vegir um
hálendið minnka utanvegaakstur. Erfiðar slóðir um hálend-
ið bjóða upp á spjöll, þær eru oft ógreinilegar og hálf ófærar
vegna þess að þær eru djúpar og blautar, þá er farið að keyra
utan með Þar myndast ljót sár sem ekki þurfa að koma ef
þokkalegur vegur er til staðar. Þessi hálendisvegur mun
einnig auka möguleikana á að ferðast um Island. Af þessum
vegi þarf einnig að liggja góður vegur inn norðan Snæfells,
til dæmis að Hnútu við Vatnajökul, að tilvonandi Vatnajök-
ulsþjóðgarði.
Ekki grundvöllur fyrir ferðum
Norrænu allt árið
Við höfum kannað grundvöll fyrir ferðum Norrænu allt árið
til tslands, og það er ekki grundvöllur fyrir þeim eins og er
segir Jónas. Heilsársferðir eru því ekki inn í myndinni, það
gæti breyst ef góðu jarðgangnasambandi yrði komið á hér
eystra. Markmið Samtaka áhugafólks um jarðgöng á Mið-
Austurlandi að gera jarðgöng úr Héraði undir Mjóafjarðar-
heiði til Mjóafjarðar, þaðan til Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og
Eskifjarðar mundi gjörbreyta öllum samgöngum á Austur-
landi til hins betra og stórauka alla möguleika til ferða-
mennsku. Það gæti verið hluti af því að skapa grundvöll fyr-
ir ferðum Norrænu til landsins allt árið.
Höfum orðið fyrir miklu áreiti
Jónas segir að þeir hafi orðið fyrir miklu áreiti með að flytja
ferðir Norrænu á Suðvesturhornið, annað hvort til Reykja-
víkur eða Þorlákshafnar. „Þetta er liður í landsbyggðarand-
streymi, þar sem í hugum sunnanfólks verða allir hlutir að
„vera innan” Hringbrautar” segir Jónas.
Það er ekki grundvöllur fyrir því að fara með skipið suður
vegna þess að það verður að sigla því sfystu leið milli landa.
Aðal grundvöllurinn fyrir þeim ferðum sem Norræna er í
núna er að skipið sé á öllum stöðum sem það fer á, einu
sinni í viku á réttum tíma og það er ekki hægt nema það
komi að landi hér austanlands. Við erum að sigla til fimm
landa og erum að skipta um farþega í skipinu mjög títt á hin-
um ýmsu viðkomustöðum þess. Lengsti leggurinn er tveir
sólarhringar héðan til Danmerkur, þessi viku áætlun mundi
aldrei nást nema fara sfystu leið milli landa.
Lifir á bjartsýninni
Norræna kemur í sína fyrstu ferð á næsta ári 6. mai og þá síð-
ustu um miðjan september, skipið mun koma einni ferð
fleira á næsta ári en í ár.
Jónas er bjartsýnn maður, sem oft hefur komist langt á bjart-
sýninni, oft að því er virðist einni saman og ekki látið úr-
töluraddir telja úr sér kjarkinn þó á móti blási. Hann fer
gjarnan beina leið að markinu, er skorinorður þegar hann
viðrar skoðanir sínar, sérstaklega í ferðamálum en þar er
hann á heimavelli, hefur lifað og hrærst í ferðabransanum í
nær 30 ár og er hvergi nærri að brenna út á þeim vettvangi.
„Eg lifi á bjartsýninni en verð að vera jarðbundinn” segir
Jónas Hallgrímsson konsúll, ferðamálafrömuður og fram-
kvæmdastjóri Austfars á Seyðisfirði.
sigad@agl.is