Austurglugginn - 09.10.2003, Síða 7
Fimmtudagur 9. október
AUSTUR • GLUGGINN
7
„Samkenndin á stöðunum hér fyrir austan er mikil... sömu sögu er að segja
af Þorrablótum, sem þeim öllum fannst vera mikilvægur liður í bæjarbragn-
um á hverjum stað". Myndin er tekin á Þorrablóti i ónefndum þéttbýlisstað á
Austurlandi.
Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar ú austfirsku
samfélagi, í kjölfar stórframkvæmda við Kúrahnjúkavirkj-
un og úlver Fjaróaúls við Reyóarfjörð. „Fólk streymir aust-
ur ú land,” var forsíðufyrirsögn iþessu blaði nú í sumar og
ekki er óeðlilegt að úœtla að Austfirðingum haji nokkuð
brugðið í brún við þœr breytingar ú bíisetu sem nú eru uð
komast ígang - einstefnan hefur snúist við. En livað finnst
unga Jólkinu um þessi múl, er þeim kannski sama? Er það
sútt við breytingarnar? Hvernig hefur næturlífið þróast -
er það betra? Er eitthvað sem okkur Austfirðingum vantar
bróðnauðsynlega umfram attnað? Hvað mú ekki missa
sín? Ungt fólk ræðir hér um afleiðingar verkefnisins sem
tuluð var um sem „framtíð þeirra ú Austurlandi”.
Austurglugginn fékk fjórar ónafngreindar persónur ú
aldrinum 18 - 25 úra, tvær af sitt hvoru kyninu, allar af
Mið-Austurlandinu, til að rœöa þessi múl og almennt um
hvernig það er uð vera ungur í dag. Greinin er ekki fræði-
leg littekt og ekkert ungmennanna kærir sig um að vera
fulltrúar eins eða neins. Hvorki staðar, hóps, eða fót-
boltaliðs ef því er aö skipta.
Austurland er að breytast það voru þau öll sammála um,
en hversu hratt það gerðist það bar mönnum ekki saman um.
Öll voru þau þó sammála um að aðalkosturinn við þessa
fjölgun væri bætt þjónusta.
„Verslunarmiðstöðvar í hvern bæ"
Viðmælandi úr röðum karlkynsþátttakenda sagði strax
glottandi út í annað: „Hér er allt að breytast, verslunarmið-
stöðvar í hvern bæ, hægri vinstri og maður veit eiginlega
elcki hver á að fylla allt þetta verslunarpláss”.
Kvenkynið mælir: „Maður tekur samt ekkert svo mikið
eftir þessu, þetta gerist sem betur fer ekki alveg einn, tveir og
þrír, einna helst að maður sjái fleiri ný andlit en áður - þekki
bara tíunda hvern bíl í stað þriðja, fjórða hvern”.
„Ég veit ekki hvort við höfum svona mikla þörf fyrir allar
þessar litlu „Kringlur” útum alltsegir hin stúlkan í hópnum
og á þar við verslunarmiðstöðvarnar sem nú er verið að fara
að ráðist i að byggja hér eystra.
„Okkur vantar klárlega samkeppni og meira úrval, en ég
veit ekki hvort þetta þarf allt að vera í einhverjum miðstöðv-
um út um allt,” bætir hún við - hin jánka til samþykkis.
Djammið og dansinn
Þau voru sammála um að barir og skemmtistaðir risu upp
eins og gorkúlur um allar trissur. Egilsstaðir væri óumdeilt
skemmtanamiðstöð Austurlands í því tilliti að þar hafi verið
eini skemmtistaðurinn þar sem fólk allsstaðar að hefði hist
undanfarin ár, Menntaskólinn á þar stærstan þátt. Öll sökn-
uðu þau þó Ormsins (skemmtistaðarins í kjallara gömlu
löggustöðvarinnar á Egilsstöðum).
„Það var einhvern veginn eini skemmtistaðurinn hér fyrir
Austan þar sem var hægt að ganga að djamminu vísu alltaf,
allar helgar,” segir kvenþjóðin sammála.
Karlkynið tekur undir það og segir:” Böllin eru „off”, þau
eru dýr og takmarkað framboð af góðum hljómsveitum - og
fæstar þeirra að spila hér. Ormurinn var kannski lítill og nið-
urgrafinn en það var eini staðurinn hérna þar sem hægt var
mæta með tveimur öðrum og fylla dansgólfið í góðum fíling.
Svo var alltaf nóg af fólki þar allar helgar”.
„Sakna Ormsins"
Þau eru öll sammála um að ekki hafi tekist að fylla það
skarð sem Ormurinn Club skyldi eftir sig. „Ég sakna Orms-
ins,” segir einn viðmælendanna meira að segja.
En hvað er þá að hinum stöðunum - þessum nýju, spyr
blaðamaður (sem löngu er hættur að dansa). „Æ, ég veit það
ekki það er í sjálfum sér ekkert að þeim það bara er búið að
taka of mikið til á Café KHB einhvern veginn, allt orðið
svona fullorðins ein-
hvern veginn, vantar
rokkið,” segir karl-
kynið og kvenkynið
bætir við: „Svo er
bara eldra fólk þar,
enda á það að vera
þannig enda búið að
hækka aldurstak-
markið í 20 ár og
koma þar fyrir gler-
borðum. Það hefði
ekki gengið á Ormin-
um”.
Þau voru þó sam-
mála um að yngra
fólkið myndi finna
sér stað í framtíðinni
enda væri ekki annað
hægt í svona miklu framboði eins og nú væri að verða á
skemmtistaðamarkaðnum hér fyrir austan, það tæki bara
tíma en ljóst yrði að samkeppnin þar yrði mikil. V-ið, nætur-
klúbburinn í Valaskjálf, var nefndur þar sem hugsanlegur
arftaki Ormsins.
Hvað vantar?
Þau voru spurð út í það hvað vantaði þá helst, er það bara
nýr skemmtistaður eða hvað er það?
„Fyrst og fremst vantar náttúrulega aukið framboð á þjón-
ustu á öllum sviðum,” mælir ein meyjan, og bætir við: „Það
verður til dæmis fínt að fá hingað fleiri tískuvöruverslanir,
og þurfa ekki að vera eins og flestir fyrir vikið, geta verið
„spes”, það væri fínt”.
„Svo er þetta líka bara spurning um að Austurland nái að
verða sterkari heild og menn læri að skilja hrepparíginn end-
anlega við sig, það er aðalmálið held ég,” segir annar strák-
anna.
Öll telja þau að það sé mikilvægt að halda í smábæjarbrag-
inn og „allirþekkjaalla-andann,” eins og einhver viðmælend-
anna orðaði það, sem að þeirra mati er mjög mikilvægur. „Ef
fólk velur að búa hér þá er það vegna þess að hér er eitthvað
öðruvísi en á Reykjavíkursvæðinu og þess vegna megum við
ekki missa það sem aðgreinir okkur frá því svæði,” segir
önnur stúlkan.
„Beisik" hlutina vantar
Annar viðmælandi bætir við: „það er nauðsynlegt fyrir
okkur að fá áfram að vera eins og við erum þó okkur fjölgi,
og náttúrulega taka vel á móti þeim sem koma hingað”.
Samkenndin á stöðunum hér fyrir austan er mikil að mati
allra viðmælenda, og má ekki tapast. Sömu sögu er að segja
af sameiginlegum skemmtunum bæjarbúa eins og Þorrablót-
um, sem þeim öllum fannst vera mikilvægur liður í bæjar-
bragnum á hverjum stað. En þegar öllu er á botninn hvolft
eru það aðallega nauðsynjar nútímamannsins sem vantar.
„Það eru þessir “beisik” hlutir,” segir einn viðmælandi.
„Þessir hlutir eins og betri þjónusta, meiri samkeppni, lægra
verð á nauðsynjum og náttúrulega meira “rokk”,” segir hann
án þess að vilja útskýra hugtakið rokk betur fyrir blaða-
manni.
Fleiri karla - fleiri konur?
En hvað þarf að fást með þessum framkvæmdum, annað
en aukið framboð á karlmönnum á svæðinu (samkvæmt töl-
um Hagstofu Islands hefúr karlmönnum fjölgað mun meir en
konum í fjórðungnum, a.m.k. enn um sinn)?
„Meiri og fjölbreyttari vinna. Ég er persónulega meira
skotinn í afleiddu störfum virkjunar og álvers, en ég veit að
þau gera okkur sem eru í skóla til dæmis fært að flytja hing-
að aftur að loknu námi,” segir annar strákanna og hin taka
undir. Annar viðmælandi bætir við: „Þetta snýst líka um að
hafa vinnu á sumrin meðan við erum í skóla, það er ekki svo
auðvelt í dag en er að breytast. Svo kemur inn í þetta hlutir
eins og fjölbreyttara mannlíf t.d. með öllum Itölunum sem
hafa aldeilis hrist upp í skemmtanalífinu hjá okkur undanfar-
ið”.
Þau telja öll að fjölbreytni í atvinnulífinu sé aðal gulrótin
í ffamkvæmdunum og uppsveiflunni. „Við verðum samt að
passa okkur að skiptast ekki í innfæddra- og nýbúaklíkur
hérna þegar svona margt fólk flyst hingað á stuttum tíma,”
segir karlkynið sammála.
„Ég held nú samt að við megum ekki gera of mikið úr
þessu, verðum alveg að halda gleðinni héma, þetta gerist allt
hægt og rólega og um að gera fyrir menn að vera bara já-
kvæða,” segir önnu stelpnanna. Hin taka undir.
Svo snýst þetta um meira framboð af myndarlegum karl-
mönnum,” bætir hún við og strákarnir hvá. „Það er nú tölu-
vert meira kappsmál fyrir framtíð okkar hér að fá hingað
meira kvenfólk,” segir annar strákanna og bætir við glott-
andi: „Það þarf að jafna þessa kynjaskekkju”. Þetta var eina
málið sem viðmælendur urðu ekki sammála um.
Já, við verðum að halda gleðinni - umfram allt.
helgi@agl.is
„Ormurinn var kannski litill og niður-
grafinn en það var eini staðurinn
hérna þar sem hægt var mæta með
tveimur öðrum og fylla dansgólfið i
góðum fíling".
Ormsins er sárt saknað af viðmælend-
um Austurgluggans úr skemmt-
anaflóru Austurlands.