Austurglugginn - 09.10.2003, Blaðsíða 8
8
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 9. október
Spurning
vikunnar
Er veturinn
kominn?
Spurt í Fellabæ
WWl'iaifflf'i"!
Smárí Guðþórsson
Já, ég er alveg staðráðinn
i því.
Axel Jóhannsson
Já, svona að mestu leyti.
Jakob Karísson
Hann kom í gær og fer
10. maí.
Sigurrós
Sigurðardóttir
Nei, það held ég alls ekki.
Áslaug Ragnarsdóttir
Já, hann kom 17.
september.
MANNLIFIÐ
Eskifirðingur
formaður
Heimdalls
Atli Rafn Björnsson, ungur Esk-
firðingur tók í liðinni viku við for-
mennsku í Heimdalli, félagi ungra
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Bolli Thoroddsen, mótframbjóð-
Atli Rafn Björnsson formaður Heimdalls.
andi Atla hafði stuttu áður dregið
framboð sitt til baka.
Atli sem er 24 ára gamall er bor-
inn og barnfæddur Eskfirðingur en
fluttist til Reykjavíkur um það
leyti sem hann hóf nám í fram-
haldsskóla. Atli er menntaður við-
skiptafræðingur og starfar hjá
greiningardeild íslands-
banka í Reykjavík.
Hann er sonur Björns
Kristinssonar, frá Eski-
firði, fyrrum verk-
smiðjustjóra í fiski-
mjölsverksmiðju Eskju
á Eskifirði. Móðir hans
er Asta Ingibjörg
Björnsdóttir, og er af
Héraði, systir Emils
Björnssonar hjá
Fræðsluneti Austurlands
og fyrrum kennara í
M.E. í frændgarði Atla
Rafns eru m.a. Elfar
Aðalsteinsson, forstjóri
Eskju, og Aðalsteinn
Jónsson, fyrrum for-
stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar
(Alli ríki).
ÆMr
"Ríkið" á Seyðisfirði
Bárujárnshús við Hafnargötuna
á Seyðisfirði. Lætur ekki mikið
yfir sér en er þó “spes”, enda gam-
alt - gæti jafnvel heitið “Templar-
inn”. Nei, og þó það væri full kald-
hæðnislegt enda er þar höndlað
með áfengi. Gamlir menn segja oft
fræknar sögur af ölhneigðum
mönnum - sem þó drukku aldrei öl
enda var það bannað - sem ferðuð-
ust til Seyðisfjarðar í blindaþoku
og byl eftir einni Kláravín og
komu til baka rjóðir í kinnum með
fleyginn hálfann.
Húsið er ekki bara “mystískt”
heldur er innvolsið enn dularfyllra.
Innréttingar sem vel myndu sæma
sér á safni enda upphaflega úr
Mjóafirði, þar sem einhver útlend-
ingur sem skammstafaði nafnið
sitt “faktoraðist” fram og til baka
yfir það borðið með nauðsynjar
Mjófirðinga. Nú er ölið yfir borð-
ið lagt og gamlar hillur geyma
áfengt ný-ropvatn sem myndar
nokkra andstæðu við bæs-litaða
antíkina. Sjálfsagt eina áfengissal-
an á íslandi sem afgreiðir yfir
borðið bjórinn - enda menn hættir
að afgreiða hann undir borðið fyr-
ir margt löngu. Flottasta eldvatns-
verslun íslands. Staður vikunnar -
„ríkið” á Seyðisfirði.
Nýr Austfirðingur
Þessi myndar drengur sem hér situr í fangi stóru systur sinnar, Draumeyjar Ósk
Ómarsdóttur, fæddist þann 26. september síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu i
Neskaupstað. Hann var 15 merkur og 52 cm við fæðingu og heilsast vel að sögn
foreldranna, Vigdísar Þorgerðar Sigurðardóttur og Þórólfs Valberg Valssonar.
Hattapartí í
tilefni af átt-
ræðisafmæli
Félagar í félagi eldri borgara á
Reyðarfirði héldu einum félaga
sinna veislu í tilefni af afmæli
hennar á dögunum og mættu af
því tilefni með hatta í tilefni
dagsins. Hin ofurhressa Guðný
Finnbogadóttir (Guðný í Garði)
átti áttræðisafmæli og var þessi
mynd tekin af heiðurskonunum
í félaginu af því tilefni.
Afmælisbarnið er önnur frá
vinstri í stólaröðinni.