Austurglugginn


Austurglugginn - 09.10.2003, Page 9

Austurglugginn - 09.10.2003, Page 9
Fimmtudagur 9. október AUSTUR • GLUGGINN 9 Björn Egilsson á Reyðarfirði er matgæðingur vikunnar. ^Íatgæðingur VIKUNNAR ‘Kjötdaíía meðgráðostí 600 gr kálfalundir 400 gr nautahakk 200 gr ferskir sveppir 3 msk saxaður blaðlaukur mulinn rósapipar á hnífsoddi 1/2 tsk Season all 1-2 tsk salt milt karrý á hnífsoddi 1 dl Hunts tómatsósa 3 msk Soya-sósa, Sweet Soy-Sauce (indonesian style) 1 pk smjördeig 1 stk gráðostur Snöggsteikið lundirnar á þurri pönnu til að loka þeim, myljið rósapipar yfir við steikingu. Takið af pönnunni og setjið á fat. Ekki láta þær liggja í kjötsafanum. Steikið hakk, lauk og sveppi á pönnu, krydaið og bragðbætið með tómat- og sojasósu. Fletjið smjördeigið út og skerið út hringlóttar kök- ur, 16-17 cm í þvermál. Deigið nægir í 15 kökur. Skerið lundirnar í u.þ.b. 4 cm bita, þannig að þær passi innan í bökuna. Leggið hvern bita á bökuhelming, bætið við 1 msk af hakkinu og 1 tsk (litlum bita) af gráð- osti. Lokið bökunni og þrýstið brúnunum saman. Skreytið með afskurði af smjördeiginu. Bakið í ofni við 220°C í 10-15 mín eða þartil þærverða gullinbrúnar á litinn. Berið fram með koníakssósu, hrísgrjónum og fersku salati. %oníaiissósa: 1 dós sýrður rjómi, 10 % 2 tsk sykur 1 msk koníak Öllu blandað saman. Jísflréttar að hœttí húshóndans 2 dl hrísgrjón ýsa rækjur 1 lítil dós sveppir 4 msk majónes 2 tsk karrý 1/4 úr lítra matreiðslurjómi ostur Hrísgrjónin eru soðin og látin í botn á eldföstu móti. Fiskurinn er einnig soðinn og raðað ofan á hrísgrjónin. Þá er rækjurnar settar yfir. Vökvinn er síaður frá sveppunum og þeim raðað yfir. Majonesið er hrært með karrýinu, sveppasoðinu og rjómanum. Þessu er hellt yfir fiskinn og að lokum er rifnum ostinum stráð yfir. Bakað í ofni við 180°C þar til ostur- inn hefur tekið lit. Björn skorar á Álfheiði Hjaltadóttur á Reyðarfirði til að verða næsta matgæðing. „Hún er oft mjög sniðug og kemur örugglega með eitthvað skemmtilegt," segir Björn. ATH: Við vinnslu uppskriftar i siðasta blað urðu þau leiðu mistök að það gleymdist að geta þess að ger þarf i Hvítlauksbrauð Steinunnar Sigurð- ardóttir sem var matgæðingur vikunnar þá. I brauðið þarf 2 deildar af þurrger (pizzuger). Beðist er afsökunar á þessu. hagyrðinga Sæl, þið sem sjáið út og inn um Austurgluggann. í búðinni fellur til mikið af grænmetisafgöngum sem ég hef sent Þórði bónda á Skorrastað handa svínum og fleiri skepnum. Eitt sinn sagði ég að nú hlyti svínið að elska mig mikið því afgangakassinn var svo stór. Skrif- aði svo vísu ofan á lokið: Aldrei þó ég yrði best svo ófríð mjög á trýninu, þá samt er ég elskuð mest af Skorrastaðasvíninu. Svar: Ástarhjal þitt elskan mín yljar mér um hjartarætur. Vont er nú að vera svín og vaka einn um langar nætur. Svar: Langar nætur leiðist mér og líka ein að sofa. Sæl ég yrði svín með þér - steik í fjallakofa! Svar: Holdið mitt er harla veikt er heyri ég þig mæla. Þó mín yrði skinkan steikt skyldi ég þig tæla. Svar: Aftur tekin öll mín orð um eina vininn kæra. Ekki vil ég upp á borð elskhuga minn færa. Svar: Mér erfitt finnst að átta mig á öllum þínum orðum. Almáttugur áttu við að elskast uppá borðum?? Hlálegt hagyrðingagrín hvergi má það birtast. Karlinn minn og kerlan þín kynnu þá að fyrtast. Þetta telst e.t.v. ekki merkilegur kveðskapur. En við höfðum gaman af á meðan á því stóð. Og vona ég að fleiri líti það sömu augum. Kveðja, Kolfinna Þorfinnsdóttir GRÆNIR FINGUR Uppgjörið! Jæja, „Þetta” er núl ekki að verða hægt mikið lengur! Búinn að harka þetta hér í allt sumar og bara fyrir mína eigin á- nægju og að sjálfsögðu ykkur líka. Það er bara örlítið kaldara í dag. Eftir smá tima verður þessi vind- ur að baki og allir komnir út í glugga eða garð að dást að dásemd- um lífsins. Ég hef nú ekki heyrt frá mörgum ykkar en ég held að þið hafið hugsað svo mikið um það sem þið lásuð í „Græna homi” Austurgluggans, að ykkur hefur láðst að agnúast eitthvað út í mig. Fyrir mig er þetta búið að vera „Ævintýri”. Ég er búinn að hafa gaman og mikið gagn af því að skrifa þetta. Suma pistlana hef ég verið korter að skrifa, en í aðra hef ég eytt um 4klst og jafnvel meiri tíma. Það er viðurkennd staðreynd að öllurn er hollt að koma skoðunum sínum og hugrenningum á blað því þannig verða þær öllum ljósari og því eins gott fyrir mig að segja enga vitleysu. Ég hef reynt það en þar sem ég fékk nokkuð frjálsar hendur, þá mun það sennilega vera ég einn sem ber ábyrgð á því sem ég hef verið að segja og því við mig að sakast ef það hefur ekki verið rétt. Ég var ekki á svæðinu á tímabili en kom hér oftast um helgar í eins- konar „Ritbúðir” sem ekki alltaf var nóg því ritstjórinn sjúkdóms- greindi mig eitt sinn þegar áætlanir um skil á næstu grein ætluðu ekki að standast. Hans greining var: Með „Rit-teppu” en það er sjúk- dómur sem einkennist af há- stemmdri örvæntingu og bölvaðri andlegri líðan svo ekki sé meira sagt. Þetta byrjaði með því að bú- fræðingurinn Sigurður Aðalsteins- son frá Vaðbrekku kom að máli við mig í vor og bað mig um að skrifa smá pistil um garðyrkju og um- hverfismál til að setja í Austur- gluggann. Með þessari grein átti að fylgja litmynd af greinahöfundi en að sjálfsögðu átti efni greinarinnar ekki að snúast um hann heldur eitt- hvað umhverfisvænt eða grænt. Ég varð við bón gamals skóla- bróður og svo bættust fleiri greinar við. Þetta gekk vel og við höldum að nokkuð mörg ykkar hafi lesi þetta efni, a.m.k. í leyni. Ég held að greinarnar séu nú orðnar 25. Kæru lesendur, hér skilja leiðir okkar að sinni. Ég þakka ykkur fyrir að lesa þessa pistla því það segir mér það sem ég vildi heyra, að þið hafið áhuga á að fræðast og að nota aðra vinkla á þessi málefni. Ef ykkur vantar efni þessara greina þá getið þið nálgast það á heimasíðunni minni : www.simnet.isÆensib/ einka/greinaskrif min.htm eða hringt í mig. Benedikt Björnssoit garðyrkjumaður Nánari upplýsingar í síma 892-7709 og bensib@simnet.is

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.