Austurglugginn


Austurglugginn - 09.10.2003, Blaðsíða 10

Austurglugginn - 09.10.2003, Blaðsíða 10
10 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 9. október Tréhjörtu á Reyðarfirði - „rómans og húmor í bland" um með nokkrar tegundir, nokkrar gerðir af setningum, en þetta hefur smám saman undið upp á sig,” segir Hulda. En eru þær mæðgur þá svona miklir húmoristar eða hvað? “Já ætli það ekki bara, alla vega finnst okkur það,” segir hún og hlær. Rómantíkin er nú líka aldrei fjarri og hún viðurkennir að- spurð um rómantíkina að líklega sé hún líka bara rómantísk. MENNING I LISTIR Umsjón: jonknutur@agl.is sitt hvorum landshlutanum, hafa nóg að gera. og Hulda við hús sitt á Reyðarfirði sem er skemmtilega málað. „Stelpurnar i sauma- klúbbnum minum hjálpuðu mér við þetta hérna einn daginn svona þangað til við klárum að taka það igegn". upphaf þess að hún fór að selja smáskilaboð á tréhjörtum. Hluti af framleiðslunni sem nú telur alls 400 mismunandi texta. Margir kannast við tréhjörtun litlu sem ýmist gift fólk á hlaupum eða einhleypir í leit velja sem skraut á blómvendi eða gjafir. Færri vita þó að vörumerkið „Iðna Lísa” sem framleiðir þessi smellnu hjörtu er staðsett, í það minnsta að hluta, í skemmtilega máluðu húsi á Reyðarfirði, húsi Huldu Rúnars- dóttur blómaskreytingarkonu. Hulda sem hefur búið á Reyðar- firði í tvö ár stofnaði vörumerkið ásamt móður sinni fyrir nokkrum árum er þær ráku saman blómabúð í Reykjavík. Nú framleiða þær mæðgur hjörtun jöfnum höndum í Byrjaði smátt - en vatt svo upp á sig Setningar eins og „ég elska á þér betri hliðina - hina líka” og „ég vil eyða ævinni í bólinu með þér” eru ekki bara smellnar heldur einnig til þess fallnar að senda dulin skilaboð. Hulda segir hug- myndina hafa vaknað hjá móður sinni og þær hafi farið að fram- leiða hjörtun í smáum stíl fyrir blómabúð þeirra mæðgna. “Við fórum svo að fikra okkur áfram með þetta og selja í fleiri búðir og þetta smá vatt upp á sig,” segir Hulda aðspurð um hugmyndina og Humor og rómantík Hulda segir eftirspurnina hafa aukist mjög í gegnum árin og það hafi haft sitt að segja að varan hafi verið „svolítið spes og ný” og því hafi hjörtun selst vel. „Við byrjuð- Yfir 400 textar En hvaðan skildu þær fá hug- myndir af öllum þessum hnyttnu athugasemdum sem á hjörtun eru letruð? „Við höfum nú bara týnt til svona eitt og annað sem við höfum heyrt og séð, mamma er nú ansi nösk á þetta og stundum höfum við bara sest niður saman og skrifað niður það sem okkur hefur dottið í hug, þá er oft ansi mikið hlegið,” segir Hulda. í dag hafa þær alls framleitt í kringum 400 texta á mun fleiri hjörtu og eru hvergi nærri hættar enda stendur nú til að Hulda opni sjálf blómabúð á Reyð- arfirði á næstunni. Þar verður ör- ugglega hægt að nálgast hjörtun sniðugu. Ég skil hann alveg" Yfir 100 krakkar á kóramóti Barnakórar frá fimm skólum komu saman til æfinga og tón- leikahalds á Eskifirði og Reyðar- firði um helgina. Kórarnir voru úr Kársnesskóla í Kópavogi, Hafnarskóla á Horna- firði, Egilsstaðaskóla, Eskifjarðar- skóla og Reyðarijarðarskóla og voru skipaðir börnum á aldrinum 9-13 ára. Kórarnir sem alls töldu 110 börn æfðu í Eskifjarðarkirkju og héldu tónleika á sunnudeginum á Eski- firði og sungu síðan við messu á Reyðarfirði. Að sögn Astu B. Schram stjórnanda kórs Egils- staðaskóla var þetta hugmynd frá kórstjórum þessara kóra og til þess gerð að kórarnir fengju verðugt verkefni að glíma við og auk þess sem börnin höfðu nokkra skemmt- un af í leiðinni. Hópurinn allur borðaði í Grunn- skólanum á Eskifirði og um 100 krakkar gistu á dýnum í skólanum. sigad@agl.is Þór Ragnarsson leikur indíánann Bronden í uppfærslu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á Gaukshreiðrinu, en indíáninn segir söguna frá sínu sjónar- horni. Þór segist hafa slegið til og tekið að sér hlutverkið þegar Oddur Bjarni leikstjóri sagði honum að hann þyrfti lítið að segja í hlutverkinu. Eins og áður hefur komið fram í Austurglugganum gerist eikritið á geðsjúkrahúsi og eru persónurnar sjúklingar, læknir og hjúkrunarkona. Þór segir að þetta sé erfitt hlutverk. „Það er helmingi erf- iðara að standa á sviðinu mest allan tímann og segja ekki neitt og þykjast vera bæði heyrnar- laus og mállaus en verða samt að vera með í leikritinu. Samt gengur þokkalega að samlagast hlutverkinu. Ég skil hann alveg, svo er bara að koma þessu frá sér”. Bronden var snillingur í að halda kjafti og plataði með þvi lækninn og hjúkrunarkonuna sem héldu að þau hefðu endan- lega þaggað niður í honunt með raflostunum sem hann fékk. “Það er rosalega erfitt að vera á sviðinu hálft leikritið og segja ekki orð og raunar útiloka sig frá öllu í kringum sig en í rauninni bæði heyra og sjá. Leika mann sem getur talað en þorir ekki að vera með, vegna þess að hann var orðinn svo lít- ill í sér vegna þess að það var búið að fara svo illa með hann á geðsjúkrahúsinu,“ segir Þór um hlutverið. sigad@agl.is Nálægt hundrað börn sem sóttu kóramótið á Eskifirði og Reyðarfirði gistu á dýn- um í Grunnskólanum á Eskifirði.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.