Austurglugginn - 09.10.2003, Page 11
Fimmtudagur 9. október
AUSTUR • GLUGGINN
11
IÞRO TTA <* FRETTIR
Umsjón: helgi@agI. is
Þróttur 80 ára
Afmælishátíð á laugardaginn
Ungmennafélagið Þróttur í Nes-
kaupstað varð 80. ára þann 5. júlí
fyrr á þessu ári. Itilefni af afmæl-
inu ætla Þróttarar nú að halda veg-
lega afmælishátíð næstkomandi
laugardag, 12. október. Að sögn
Björgúlfs Halldórssonar, for-
manns Þróttar, byrjar hátíðin með
„sprelli og sundkeppnum barna og
fullorðinna,” í sundlauginni í Nes-
kaupstað, klukkan 10 á laugar-
dagsmorguninn. Klukkan 13:00
verður svo haldið áfram hátíðar-
höldunum í íþróttahúsi staðarins,
farið í leiki og skemmt sér, en
klukkan 15:00 er gert ráð fyrir að
Þróttarar bjóði svo öllum til mik-
illar afmælisveislu, með kökum og
tilheyrandi, í íþróttahúsinu.
Golf
Nýr golfklúbbur á
Reyðarfirði
- nýr völlur á næsta leyti
Nýr golfklúbbur hefur nýlega
bæst í golfflóru Austurlands, en
Reyðfirðingar stofnuðu á dögun-
um nýjan klúbb, GRG, Golfklúbb
Reyðarfjarðar, Grænafelli. Að
sögn Stefáns Ingvarssonar, ný-
kjörins formanns klúbbsins, eru
félagar í honum þegar orðnir á
fjórða tuginn, og var stofnfundur-
inn sem haldinn var á dögunum
fjölmennur.
Nýr par 70 völlur
í Grænafelli
Enn sem komið er vantar félag-
inu heimavöll, en það stendur til
bóta að sögn Stefáns. „Við erum
búnir að láta hanna fyrir okkur 9
holu völl sem við ætlum stað í
Grænafell við Reyðarfjörð. Ofan á melnum vinstra megin á myndinni ætiar ný-
stofnaður golfklúbbur að koma upp nýjum golfvelli sem á að verða tilbúinn árið
2006.
Teikning af væntanlegum Grænafellsvelli GRG.
<; R/IÍN AI'ELLSVÖLLUR
Mol;i Par Lengd
Guhir Rnuöur
L 5 470 380
2- 3 160 120
3. 4 230 180
4. 3 120 100
5. 4 340 260
6. 4 360 290
7. 3 170 140
8. 5 440 360
9. _4 310 240
35 2600 2060
M.K.V. 1:2000
Uönnun og teikn.
Guölaugur Gcorgsson
Hafnarfiröi 14-scpt 2003.
hlíðum Grænafells, hér innarlega í
firðinum,” sagði Stefán. Völlurinn
sem Stefán vísar í er par 70 völlur
og verður staðsettur rétt neðan við
gamla knattspyrnuvöllinn við
rætur Grænafells, en í sumar fékk
klúbburinn vilyrði frá Fjarða-
byggð fyrir landi undir völlinn.
„Við stefnum á að geta byrjað að
spila á vellinum sumarið 2006, en
fram að því þá verðum við með
æfingasvæði þarna, fyrst á gamla
knattspyrnuvellinum og loks á
svæðinu sjálfu. Við slógum öll
túnin þarna í sumar og ættum því
að geta byrjað að æfa þar næsta
vor,” segir Stefán en stefnt er að
því að útbúa allt að 6 par 3 brautir
á gamla fótboltavellinum á meðan
nýi völlurinn verður kláraður. I
nýrri stjórn klúbbsins eru auk
Stefáns, Þorgeir Sæberg og Sigrún
Birna Björnsdóttir.
Uppskeru-
hátíð Einherja
Félagar í ungmennafélaginu
Einherja héldu uppskeruhátíð i
félagsheimilinu á Vopnafirði
þann 28. sept. sl. Eftir að hafa
gætt sér á veitingum og farið
yfir árangur sumarsins, þá tóku
ungir fótboltamenn og konur
við viðurkenningum úr höndum
Birkis Kristinssonar landsliðs-
markvarðar. Einnig voru valin
fótboltakona og fótboltamaður
sumarsins úr meistaraflokkum.
Linda Björk Stefánsdóttir var
valin úr meistaraflokk kvenna
og Víglundur Páll Einarsson úr
meistaraflokk karla. Þá kom
Steindór Sveinsson og færði
Einherja 200 þúsund króna
styrk frá Mælifelli ehf.
Af www.vopnaJjordur.is
Golf
Fjarðabyggð
Open í
Neskaupstað
Helgina hélt Golfklúbbur Norð-
fjarðar „Fjarðabyggð Open”, opið
mót með punkta-fyrirkomulagi.
„Veðrið var með besta móti og
völlurinn er í topp ásigkomulagi
enda spiluðu keppendur “fanta”
gott golf,” sögðu mótshaldarar og
bættu við að mótið hefði tekist í
alla staði mjög vel. Veitt voru
verðlaun fyrir 5 efstu sætin og
nándarverðlaun á 4. og 13. braut
og 9. og 18. braut.
Úrslit urðu þessi:
1. sæti Kristinn J. Ragnarsson
GE 42 punktar
2. sæti Eysteinn Gunnarsson
GN 38
3. sæti Halldór F. Sveinsson
GN 37
4. sæti Guðni Þ. Steindórsson
GN 37
5. sæti Hjörvar O. Jensson
GN 37
Nándarverðlaun:
4. og 13.: Árni Guðjónsson
9. og 18.: Arnar Freyr Jónsson
Verðlaunahafar á mótinu.
Bikarkeppni HSÍ - SS bikar
Höttur
úr leik
Meistaraflokkur Hattar á Eg-
ilsstöðum lék um helgina í 32.
liða úrslitum bikarkeppni HSI í
handknattleik gegn b-liði ÍBV
frá Vestmannaeyjum. Leikurinn
fór fram í Eyjum síðastliðinn
laugardag. Hattarar voru undir í
leikhléi 11-7 og þegar leið á
leikinn dró enn í sundur milli
liðanna og fór svo að lokum að
ÍBV hafði sigur 24-16. Þar með
hefur Höttur lokið keppni í bik-
arnum í ár en stefnt er að því að
liðið taki þátt í utandeildar-
keppni HSÍ í vetur auk bikars-
ins.