Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 26
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 25 Hinn maðurinn mun ekki síður hafa átt þátt í því að móta sögu- skoðun Björns og fræðileg vinnubrögð. Hann hét Gordon Childe (1892–1957) og var fornleifafræðingur, fæddur í Ástralíu, en starfaði lengstan hluta ævinnar á Bretlandi, fyrst sem prófessor í fornleifa- fræði við háskólann í Edinborg og síðar við Lundúnaháskóla. Gordon Childe var víðfrægur vísindamaður á sínu sviði og mörgum að góðu kunnur fyrir bækur sínar um þróun menningar á forsögulegum tíma. Sumarið 1956 kom hann í heimsókn hingað til lands til að sitja þriðja fund Víkingafélagsins (The Viking Society for Northern Research) sem settur var í Háskóla Íslands föstudaginn 20. júlí. Af því tilefni skrifaði Björn grein um hann og lét þess þá m.a. getið að prófessor Childe beitti marxismanum, þjóðfélagsvísindum nútímans, í yfirlits- ritum sínum. En Björn hafði fleira um þennan frægðarmann að segja: Hann er einn þeirra fáu vísindamanna, sem hefur hlotið þá náðargáfu að geta verið strangvísindalegur og alþýðlegur í senn; og hann er einnig gæddur þeirri djörfung og karlmennsku að ganga ávallt hreint til verks, draga undanbragða- laust þjóðfélagslegar ályktanir af staðreyndum í vísindagrein sinni.47 Þessi orð mætti allt eins heimfæra upp á Björn sjálfan. Honum var einkar lagið að vera í senn fræðilegur og alþýðlegur, að miðla efni sínu bæði í ræðu og riti á þann hátt að eftir var tekið. Hann virðist snemma hafa orðið eftirsóttur fyrirlesari á mannamótum til að miðla sögulegu efni til áheyrenda. Meira að segja er þess getið að hann hafi eitt sinn verið fenginn til að flytja erindi á sameiginlegum fundi Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis (KRON) sem haldinn var í byrjun desember 1955.48 Björn Þorsteinsson verður naumast talinn fræðaþulur á borð við Sverri Kristjánsson, en þjóðin fékk samt að kynnast honum nokk- uð náið á næstu árum og áratugum, því að nærri lætur að hann hafi flutt um þrjátíu útvarpserindi á tímabilinu 1953–1982, auk bóka og fjölmargra greina sem hann skrifaði í dagblöð og tímarit.49 Enn eitt ber að nefna sem Björn hefur áreiðanlega kunnað að meta við rann- sóknir Gordon Childe og hann jafnvel numið af bókum hans: mikil- vægi fornleifa í þróunarsögu mannlegra samfélaga og áhrif umhverfis og samgangna í allri þeirri sögu. Þetta kann að skýra það hvers vegna Björn kaus að hefja sögu sína um íslenzka þjóðveldið á forsögulegum tíma, jafnvel í frumbernsku jarðarkringlunnar, þó að Gordon Childe hafi ekki þótt ástæða til að fara svo langt aftur í aldir.50 Björn var alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.