Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 44
ANDVARI BJÖRN ÞORSTEINSSON 43 Hvammstanga, hafði náð fjórum árum fyrr, en í hans skaut féllu þá 63 persónuleg atkvæði og þrjú á landslista.106 Þremur árum síðar var Björn enn í framboði og að þessu sinni í nafni Alþýðubandalagsins í Rangárvallasýslu. Þar hlaut hann 42 persónuleg atkvæði og eitt á landslista eða 2,6% gildra atkvæða og var nokkuð fjarri því að koma til greina við úthlutun uppbótarþingsæta. Fulltrúi sósíalista, Magnús Magnússon kennari, mátti sætta sig við enn lakara gengi í sýslunni við alþingiskosningarnar þremur árum fyrr, því að 35 kjósendur greiddu honum þá atkvæði sitt sem var 2,1% gildra atkvæða.107 Þrátt fyrir ófarir í þingkosningum var framaferli Björns í flokknum ekki lokið. Haustið 1956 réð Einar Olgeirsson hann til að vera fulltrúa íslenskra sósíalista í menningarreisu til Kína. Tildrögin voru þau að stjórn kínverska kommúnistaflokksins hafði boðið Sósíalistaflokknum að senda þrjá menn á flokksþing kommúnista þar í landi, og var ætl- unin í fyrstu sú að Björn yrði einn þessara þriggja manna, þótt ekki væri hann enn orðinn miðstjórnarmaður.108 Að auki var níu mönn- um úr ýmsum flokkum og starfsgreinum boðið í almenna kynnisferð um landið undir forystu Jakobs Benediktssonar, ritstjóra Orðabókar Háskóla Íslands og formanns Kínversk-íslenska félagsins. En þegar sjálfstæðismenn tóku að boða forföll hver á eftir öðrum, var ákveðið að Björn færði sig yfir í sveit Jakobs, en annar maður, Haukur Hafstað, bóndi í Vík í Skagafirði, tæki sæti hans sem fulltrúi íslenskra sósíalista á flokksþingi kínverskra kommúnista. Björn fullyrti síðar að honum hefði ávallt eftir þetta verið mjög hlýtt til Hauks.109 Ferð á framandi slóðir Asíulanda þótti nokkrum tíðindum sæta á þessum árum og eftirsótt frásagnarefni. Á vordögum árið eftir tók að birtast í Þjóðviljanum greinaflokkur eftir Björn um ferðina til Kína, og bæði fyrr og síðar kom hann fram á samkomum Kínversk-íslenska félagsins, Æskulýðsfylkingarinnar í Hafnarfirði og víðar til að segja ferðasögu sína og sýna skuggamyndir af mannlífinu þar eystra.110 Rúmlega tveimur áratugum síðar rifjaði hann upp þessar ferðaminn- ingar sínar í útvarpserindum og gaf þær síðan út á prenti undir heitinu Kínaævintýri. Björn er þar í hlutverki hins glaðbeitta og vökula ferða- manns sem leggur sína eigin mælikvarða á það sem fyrir augu ber en býr jafnframt yfir víðsýni og reynslu fræðimannsins til að setja mannlíf og kínverskt samfélag í heimssögulegt samhengi. Ferðasagan er rituð af miklu fjöri og þeir félagar einatt sýndir við spaugilegar að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.