Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 53

Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 53
52 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI Stýrimannaskólans við Öldugötu, tók Knútur Arngrímsson við af Ágústi H. Bjarnasyni. Undir forystu hins nýja skólastjóra vildu kenn- ararnir láta á það reyna hvort þeir gætu ekki byrjað kennslu á mennta- skólastigi og breytt skólanum smám saman í fullgildan menntaskóla. Að sögn Björns Þorsteinssonar var þá í skólanum mjög traustur og góður 4. bekkur, rúmlega 30 nemendur, og sömdu kennararnir við þá um að hlaupast ekki á brott, jafnvel þótt þeir gætu komist inn í Menntaskólann, heldur vera þarna áfram og fá kennslu til stúdentsprófs. Þetta gekk eftir, Björn kenndi stúdentsefnum skólans íslensku og sögu, og allt virtist ætla að fara eftir áætlun. En þá reið áfallið yfir. Knútur Arngrímsson lést skyndilega á annan dag jóla 1945. Kennarastofan var sem lömuð, og tilraunin um menntaskóla fór út um þúfur.143 Björn taldi eins og fleiri fulla þörf á því að stofna nýjan menntaskóla og skapa þannig mótvægi við hinn „virðulega Menntaskóla“ sem í hans augum var ein af stofnunum „fámennisveldisins“. Hann fylgdist þess vegna af áhuga með þeim byltingarkenndu nýjungum sem ruddu sér til rúms, ekki síst í menntamálum, á sjöunda áratug aldarinnar. Einn ávöxtur þeirrar umbyltingar var Menntaskólinn við Hamrahlíð sem tók til starfa haustið 1966.144 Tímamót urðu í sögu framhaldsskóla hér á landi við stofnun hins nýja skóla. Fyrstu sex árin var kennt í bekkjum, en árið 1972 var tekið upp svonefnt áfangakerfi þar sem nemendur gátu að nokkru leyti valið sér áfanga eftir sínu námssviði. Félagsvísindum var gert hærra undir höfði en áður með það háleita markmið að leiðarljósi að nem- endur yrðu virkir og víðsýnir þátttakendur í samfélaginu, hvað sem þeir kynnu síðar að taka sér fyrir hendur. Björn tók þessum nýjungum opnum örmum: „Með tilkomu Hamrahlíðarskólans var stórum áfanga náð á þeirri braut að gera stúdentsmenntun á Íslandi almenna en ekki forréttindi, hve lengi sem það á eftir að standa.“ Hann var einn sex fastra kennara sem ráðnir voru til skólans.145 Fyrsta veturinn kenndi Björn sögu í fjórum deildum og einungis tólf stundir á viku. Einar Laxness var sögukennari í tveimur deildum, auk þess sem hann sá um alla dönskukennsluna. Björn hafði þó nóg á sinni könnu við fararstjórn, námskeiðahald og fræðistörf, og hann var enn gagnfræðaskólakennari, á þeim tíma í Laugalækjarskóla, og stofnaði ásamt samstarfsmönnum sínum þar Kvöldskólann árið 1970.146 Á þessum árum var ekki mikið um nýjungar í sögukennslu, enda kvartaði Björn sáran yfir þeirri stöðnun sem þar ríkti. Í tilefni af út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.