Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 61
60 GUNNAR F. GUÐMUNDSSON ANDVARI
Einkahagir
Björn Þorsteinsson var fjölskyldumaður. Eins og fyrr er getið, var eig-
inkona hans Guðrún Guðmundsdóttir, dóttir Laufeyjar Vilhjálmsdóttur
kennara og Guðmundar Finnbogasonar landsbókavarðar. Hann var
frá Arnstapa í Ljósavatnsskarði, en móðurfólk Guðrúnar átti ættir að
rekja til Eyjafjarðar, langafi hennar var hið kunna sálmaskáld séra
Björn Halldórsson í Laufási. Þegar Björn og Guðrún staðfestu ráð sitt
í júní 1946, var faðir hennar fallinn frá, og bjuggu þau hjá Laufeyju
að Suðurgötu 22, þar til hún andaðist árið 1960. Þá fluttust þau til
Hafnarfjarðar þar sem Björn keypti íbúðarhús og tékkneskan bíl af
gerðinni Skóda („belgskóda“) fyrir afganginn, eins og hann sagði
sjálfur frá.169 Síðustu árin bjuggu þau að Hjallabrekku í Kópavogi.
Þar komu þau sér upp fallegu heimili með snyrtilegum skrúðgarði
umhverfis húsið, og í kjallaranum bjó um tíma einkadóttir þeirra,
Valgerður, ásamt eiginmanni sínum, Ágústi Þorgeirssyni, og börnum
þeirra þremur. Í Hjallabrekku var jafnan gott að koma, gestrisni, glað-
værð og hlýja húsráðenda brást aldrei. Um það getur sá vitnað sem
þessar línur skrifar. Björn undi sér óvíða betur en á kontórnum. Veggir
allir voru þaktir bókum, og gegnt skrifborðinu var legubekkur þar sem
þreyttur gestur fékk að hvíla sig, á meðan Björn gekk um gólf og viðr-
aði nýjustu hugmyndir sínar. Öðrum stundum sat hann við Olivetti-
ritvélina sína og samdi texta. En þar sem hann var alltaf að fá nýjar
hugmyndir og skipta um skoðun, þurfti oft að breyta textanum, klippa
í sundur og skeyta saman, svo að handritin litu iðulega út eins og flók-
inn bútasaumur. Bækur hans bera þess þó engan veginn merki, textinn
víða knappur og afdráttarlaus, eins og allt liggi ljóst fyrir. Guðrún var
hægri hönd Björns við bókaskrif. Hún var víðlesin, hafði mörg vest-
ræn tungumál á valdi sínu og þýddi fjölda bóka, jafnt skáldsögur og
barnabækur sem fræðirit.170
Björn bar umhyggju fyrir nemendum sínum og vildi helst ekki sleppa
af þeim hendinni fyrr en þeir hefðu náð fótfestu í lífinu að námi loknu.
En honum var líka annt um erlenda gesti sem höfðu áhuga á því að
kynna sér íslensk fræði og jafnvel hasla sér þar völl. Einn þeirra var Peter
Foote, prófessor í norrænum fræðum við Lundúnaháskóla (University
College London). Hann kvaðst hafa kynnst Birni í einni af fyrstu ferð-
um sínum til Íslands og lært þá að taka í nefið. Björn hefði í fram-
haldinu gefið honum tóbaksbauk með ískorinni mynd af Jóni helga.171