Andvari - 01.01.2017, Blaðsíða 142
ANDVARI MEÐ STJÖRNUR Í AUGUNUM 141
Þau leiðinlegheit gat ég aldrei lagt mér til munar“, skrifar hann.66 Þórbergur
segist hafa lesið ljóð „með svipaðri nákvæmni og ástfangin brúður leitar að
týndum trúlofunarhring, sem hún getur ekki bætt sér aftur“.67
Í kaflanum „Í dísarhöll standhörpunnar“ í Ofvitanum fjallar Þórbergur
um nokkur skáld og vitnar í þau. Þar á meðal er þessi vísa eftir Þorstein
Erlingsson:
Stjörnur háum stólum frá
stafa bláan ósinn
út‘ við sjáar yztu brá
eftir dáin ljósin
Og önnur eftir „Sigurð minn Breiðfjörð“:
Norður-loga ljósin há
loft um bogadregin,
himins vogum iða á,
af vindflogum slegin
Enn sem fyrr er það himinhvelfingin og fyrirbæri sem þar eru sem koma
við sögu.
Hið örlagaríka októberkvöld sem sagt er frá í Ofvitanum kemur einn-
ig við sögu í Íslenzkum aðli þegar Þórbergur yljar sér við endurminning-
una um það þegar hann er í vegavinnu í Hrútafirði, skammt frá Bæ þar
sem elskan býr, fyrri part sumars 1912. Hann hefur þegið heimboð hennar,
sunnudaginn 16. júní og dagurinn rann upp „yfir himinhvelfinguna, skaf-
heiður og sólfagur, eins og farið hefði fram allsherjar-hreingerning á tilver-
unni um nóttina“.68 „Í dag skal eitthvað gerast“ segir Þórbergur við sjálfan
sig þegar hann hefur rakað sig, klætt sig í sparifötin og leggur af stað í
heimsóknina. Honum verður hugsað til kvöldanna frá liðnum vetri, þegar
þau sátu ein við borðið úti við gluggann í herberginu hans í Bergshúsi. Þar
rakti hann „hreykinn í sundur stjörnukortið [sitt] á borðið fyrir framan hana
og sagði: Þetta er Vindemíatrix í Jómfrúnni, og þetta er Denebóla í Ljóninu,
hvort tveggja þriðja flokks stjörnur. Og sko: Þarna sérðu Norðurasnann og
Suðurasnann í Krabbanum, báðir þriðja flokks“.69 Þá hafði hann vænst þess
að hún lyppaðist niður fyrir þekkingu sinni en: „Hún breiddi drifhvítar
hendurnar fram á kortið, starði þegjandi út í loftið og fór hjá sér.“70
Hér vekur athygli að nefndar eru aðrar stjörnur en í Ofvitanum. Þær þriðja
flokks (birtustigs) stjörnur sem Þórbergur getur um eru á himinhvelfingunni
þar sem tiltölulega fáar bjartar stjörnur sjást. Heitið Vindemíatrix
(vínberjatínarinn) er ævafornt og var eitt sinn mikilvægt viðmið.71 Sjálf stjarn-
an er þróuð risastjarna, tífalt stærri en sólin og 60 falt bjartari.72 Denebóla